Land, þjóð og tunga Tryggvi Gíslason skrifar 14. mars 2012 06:00 Mörgum þykir ríkja tryllt öld – ófriðaröld – á Íslandi og raunar víðar í heiminum, ef út í þá sálma er farið. Hér á landi er hver höndin uppi á móti annarri og reiði, tortryggni og vanlíðan er áberandi, enda höfum gengið um dimman dal svika, þjófnaðar og lyga. Fáir bera traust til Alþingis og kirkju, tveggja elstu stofnana þjóðarinnar, sem hafa skapað þetta land ásamt tungunni sem gerir okkur að Íslendingum. Og nú slæ ég varnagla: Með þessum orðum er ekki verið að ýta undir þjóðernishroka og því síður þjóðernisstefnu. Virðing fyrir landi, þjóð og tungu á ekkert skylt við þjóðernishroka og þjóðernisstefnu. Það er í besta falli misskilningur og í versta falli þjóðlygi að halda slíku fram. Hver einstaklingur á rétt á óskoraðri virðingu sem ekki má skerða og mikilvægasta hlutverk ríkisvaldsins er að virða og vernda þennan rétt sérhvers einstaklings – eða eins og segir í fyrstu grein stjórnarskrár Þýskalands frá 23. maí 1949: „Die Würde des Menschen ist unantastbar. Sie zu achten und zu schützen ist Verpflichtung aller staatlichen Gewalt.“ MannvirðingÞað er engin tilviljun að Þjóðverjar settu þessi orð í fyrstu grein stjórnarskrár sinnar árið 1949, en í því landi var kynt undir mannfyrirlitningu í skjóli falskenninga um yfirburði hins hvíta kynstofns, Aríanna. Þjóðernisvitund og þjóðernisstefna eiga ekkert sameiginlegt. En það er ekki aðeins sérhver einstaklingur, sem á rétt á óskoraðri virðingu og ekki má skerða, heldur sérhver þjóð og sérhver þjóðtunga. Til þess voru Sameinuðu þjóðirnar stofnaðar 1945 sem hafa nú um 200 þjóðríki innan vébanda sinna. Í mannréttindayfirlýsingu SÞ segir, „að allir séu jafnbornir til virðingar og óafsalanlegra réttinda sem er undirstaða frelsis, réttlætis og friðar í heiminum“. Óskoruð mannréttindi og ósnertanleg mannvirðing er grundvöllur að jafnrétti og friði og þetta skal standa: hver einstaklingur á rétt á óskoraðri virðingu sem ekki má skerða og allir eru jafnbornir til virðingar – og þá er það sagt. AlþingiEn hvað má til varnar verða vorum sóma þegar alþingismenn eru eins og götustrákar sem hrópast á við hæstaréttarlögmenn og skammir og svívirðingar eru daglegt brauð í sölum Alþingis. Það sem til þarf er siðbót í landinu. Það er hlutverk kirkjunnar, skólanna og ekki síst heimilanna í landinu. Menning íslensku þjóðarinnar er kristin menning og auk Alþingis er þjóðkirkjan, skólarnir og ekki síst heimilin mikilverðustu stofnanir ríkisins. Það þýðir hins vegar ekki að ganga skuli á réttindi þeirra sem eru annarrar trúar eða telja sig trúlausa, því að allir eiga jafnan rétt til virðingar og mannréttinda án tillits til kynþáttar, litarháttar, kynferðis, tungu, trúar, skoðana, þjóðernis, uppruna, eigna, ætternis eða annarra aðstæðna, eins og segir í mannréttindayfirlýsingu SÞ. Íslensk tungaSem gamall barnakennari í íslensku vil ég enn og aftur minna á, að íslensk tunga er það sem gerir OKKUR að Íslendingum og með íslenskri tungu höfum við mótað sögu landsins – eða eins og Snorri Hjartarson lýsir svo vel í ljóði sínu Land þjóð og tunga sem er óður til þessarar heilögu þrenningar og á erindi við íslensku þjóðina nú, ekki síður en áður: Land þjóð og tunga, þrenning sönn og ein, þér var ég gefinn barn á móðurkné; ég lék hjá þér við læk og blóm og stein, þú leiddir mig í orðs þíns háu vé. Á dimmum vegi dýrð þín um mig skein, í dögun þeirri er líkn og stormahlé og sókn og vaka: eining hörð og hrein, þú heimtar trúnað, spyr hver efnd mín sé. Þú átt mig, ég er aðeins til í þér. Örlagastundin nálgast grimm og köld; hiki ég þá og bregðist bý ég mér bann þitt og útlegð fram á hinsta kvöld. Ísland, í lyftum heitum höndum ver ég heiður þinn og líf gegn trylltri öld. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tryggvi Gíslason Mest lesið Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Skoðun Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Mörgum þykir ríkja tryllt öld – ófriðaröld – á Íslandi og raunar víðar í heiminum, ef út í þá sálma er farið. Hér á landi er hver höndin uppi á móti annarri og reiði, tortryggni og vanlíðan er áberandi, enda höfum gengið um dimman dal svika, þjófnaðar og lyga. Fáir bera traust til Alþingis og kirkju, tveggja elstu stofnana þjóðarinnar, sem hafa skapað þetta land ásamt tungunni sem gerir okkur að Íslendingum. Og nú slæ ég varnagla: Með þessum orðum er ekki verið að ýta undir þjóðernishroka og því síður þjóðernisstefnu. Virðing fyrir landi, þjóð og tungu á ekkert skylt við þjóðernishroka og þjóðernisstefnu. Það er í besta falli misskilningur og í versta falli þjóðlygi að halda slíku fram. Hver einstaklingur á rétt á óskoraðri virðingu sem ekki má skerða og mikilvægasta hlutverk ríkisvaldsins er að virða og vernda þennan rétt sérhvers einstaklings – eða eins og segir í fyrstu grein stjórnarskrár Þýskalands frá 23. maí 1949: „Die Würde des Menschen ist unantastbar. Sie zu achten und zu schützen ist Verpflichtung aller staatlichen Gewalt.“ MannvirðingÞað er engin tilviljun að Þjóðverjar settu þessi orð í fyrstu grein stjórnarskrár sinnar árið 1949, en í því landi var kynt undir mannfyrirlitningu í skjóli falskenninga um yfirburði hins hvíta kynstofns, Aríanna. Þjóðernisvitund og þjóðernisstefna eiga ekkert sameiginlegt. En það er ekki aðeins sérhver einstaklingur, sem á rétt á óskoraðri virðingu og ekki má skerða, heldur sérhver þjóð og sérhver þjóðtunga. Til þess voru Sameinuðu þjóðirnar stofnaðar 1945 sem hafa nú um 200 þjóðríki innan vébanda sinna. Í mannréttindayfirlýsingu SÞ segir, „að allir séu jafnbornir til virðingar og óafsalanlegra réttinda sem er undirstaða frelsis, réttlætis og friðar í heiminum“. Óskoruð mannréttindi og ósnertanleg mannvirðing er grundvöllur að jafnrétti og friði og þetta skal standa: hver einstaklingur á rétt á óskoraðri virðingu sem ekki má skerða og allir eru jafnbornir til virðingar – og þá er það sagt. AlþingiEn hvað má til varnar verða vorum sóma þegar alþingismenn eru eins og götustrákar sem hrópast á við hæstaréttarlögmenn og skammir og svívirðingar eru daglegt brauð í sölum Alþingis. Það sem til þarf er siðbót í landinu. Það er hlutverk kirkjunnar, skólanna og ekki síst heimilanna í landinu. Menning íslensku þjóðarinnar er kristin menning og auk Alþingis er þjóðkirkjan, skólarnir og ekki síst heimilin mikilverðustu stofnanir ríkisins. Það þýðir hins vegar ekki að ganga skuli á réttindi þeirra sem eru annarrar trúar eða telja sig trúlausa, því að allir eiga jafnan rétt til virðingar og mannréttinda án tillits til kynþáttar, litarháttar, kynferðis, tungu, trúar, skoðana, þjóðernis, uppruna, eigna, ætternis eða annarra aðstæðna, eins og segir í mannréttindayfirlýsingu SÞ. Íslensk tungaSem gamall barnakennari í íslensku vil ég enn og aftur minna á, að íslensk tunga er það sem gerir OKKUR að Íslendingum og með íslenskri tungu höfum við mótað sögu landsins – eða eins og Snorri Hjartarson lýsir svo vel í ljóði sínu Land þjóð og tunga sem er óður til þessarar heilögu þrenningar og á erindi við íslensku þjóðina nú, ekki síður en áður: Land þjóð og tunga, þrenning sönn og ein, þér var ég gefinn barn á móðurkné; ég lék hjá þér við læk og blóm og stein, þú leiddir mig í orðs þíns háu vé. Á dimmum vegi dýrð þín um mig skein, í dögun þeirri er líkn og stormahlé og sókn og vaka: eining hörð og hrein, þú heimtar trúnað, spyr hver efnd mín sé. Þú átt mig, ég er aðeins til í þér. Örlagastundin nálgast grimm og köld; hiki ég þá og bregðist bý ég mér bann þitt og útlegð fram á hinsta kvöld. Ísland, í lyftum heitum höndum ver ég heiður þinn og líf gegn trylltri öld.
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun