Kæri borgarfulltrúi - hver er þín skoðun? 21. mars 2012 06:00 Það er sérstakt að nú tveimur mánuðum áður en þú þarft að taka ákvörðun – óafturkræfa ákvörðun – veit almenningur ekkert hvað þú vilt, hvað þú telur best fyrir okkur borgarbúa, hvernig þín sýn er fyrir alla framtíð. Oft hef ég fengið að vita afstöðu minna fulltrúa í einstökum málum og verið sammála eða ósammála. Nú vill svo til að þú – minn borgarfulltrúi – þarft mjög bráðlega að taka afdrifaríka ákvörðun um framtíð miðborgarinnar og ég veit enn ekkert um afstöðu þína. En sem sagt; eftir tvo mánuði átt þú að taka ákvörðun um hvort byggja eigi stórt hótel við Vallarstræti, sem mun tengjast Landsímahúsinu og einnig hóteli sem stendur við Austurstræti. Það er ófært að bera því við að niðurstaða sé ekki fengin í samkeppni, þar sem grunnstefið er eftir sem áður risahótel og lóðareigandi situr beggja vegna borðsins; gæti sent inn tillögu, greitt henni sitt atkvæði og fengið verðlaun frá sjálfum sér og okkur borgarbúum. Því spyr ég ykkur, Karl Sigurðsson, Hanna Birna Kristjánsdóttir, Dagur B. Eggertsson og Sóley Tómasdóttir – (öll mínir borgarfulltrúar): - Hefur þú myndað þér skoðun á því hvernig heildaryfirbragð Kvosarinnar á að vera? - Hefur þú myndað þér skoðun á hvort sá reitur sem afmarkaður er af Ingólfstorgi, Austurvelli, Alþingishúsinu og Fógetagarði eigi að vera eitt risahótel? - Hefur þú velt því fyrir þér hvernig aðkoma bíla að slíku hóteli ætti að vera og hvaða gata eigi að þjóna þeirri umferð, þá sérstaklega á sumrin þegar götum í miðborginni er lokað? Vegna þess að ég og margir aðrir vita ekki hver afstaða þín er, óska ég eindregið eftir svari við þessum spurningum. Svörin varða ekki einungis mig og borgarbúa heldur alla landsmenn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Skoðun Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Sjá meira
Það er sérstakt að nú tveimur mánuðum áður en þú þarft að taka ákvörðun – óafturkræfa ákvörðun – veit almenningur ekkert hvað þú vilt, hvað þú telur best fyrir okkur borgarbúa, hvernig þín sýn er fyrir alla framtíð. Oft hef ég fengið að vita afstöðu minna fulltrúa í einstökum málum og verið sammála eða ósammála. Nú vill svo til að þú – minn borgarfulltrúi – þarft mjög bráðlega að taka afdrifaríka ákvörðun um framtíð miðborgarinnar og ég veit enn ekkert um afstöðu þína. En sem sagt; eftir tvo mánuði átt þú að taka ákvörðun um hvort byggja eigi stórt hótel við Vallarstræti, sem mun tengjast Landsímahúsinu og einnig hóteli sem stendur við Austurstræti. Það er ófært að bera því við að niðurstaða sé ekki fengin í samkeppni, þar sem grunnstefið er eftir sem áður risahótel og lóðareigandi situr beggja vegna borðsins; gæti sent inn tillögu, greitt henni sitt atkvæði og fengið verðlaun frá sjálfum sér og okkur borgarbúum. Því spyr ég ykkur, Karl Sigurðsson, Hanna Birna Kristjánsdóttir, Dagur B. Eggertsson og Sóley Tómasdóttir – (öll mínir borgarfulltrúar): - Hefur þú myndað þér skoðun á því hvernig heildaryfirbragð Kvosarinnar á að vera? - Hefur þú myndað þér skoðun á hvort sá reitur sem afmarkaður er af Ingólfstorgi, Austurvelli, Alþingishúsinu og Fógetagarði eigi að vera eitt risahótel? - Hefur þú velt því fyrir þér hvernig aðkoma bíla að slíku hóteli ætti að vera og hvaða gata eigi að þjóna þeirri umferð, þá sérstaklega á sumrin þegar götum í miðborginni er lokað? Vegna þess að ég og margir aðrir vita ekki hver afstaða þín er, óska ég eindregið eftir svari við þessum spurningum. Svörin varða ekki einungis mig og borgarbúa heldur alla landsmenn.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun