Forseti Íslands og ægivald fjármagnsins 24. mars 2012 06:00 Ólafur Ragnar Grímsson býður sig nú fram í embætti Forseta Íslands eftir sextán ára setu. Rætt er um að möguleg mótframboð kosti tugi ef ekki hundruð milljóna og séu því ekki á færi annarra en þeirra sem njóta stuðnings fjársterkra aðila. Nýverið færði Svanur Kristjánsson, prófessor í stjórnmálafræði, nokkur rök fyrir því í Ríkisútvarpinu að Ólafur Ragnar Grímsson yrði sjálfkjörinn fimmta kjörtímabilið. Vógu þar þyngst rökin um kostnað en fleiri ástæður voru nefndar sem hefðu fælingaráhrif á mögulega mótframbjóðendur. „Ísland hrundi undan þunga eigin spillingar," sagði Svanur og benti á að hið pólitíska vald hefði lengi verið í höndum hagsmunaaðila og því „ekkert almannavald í landinu". Hann kvað Ólaf Ragnar hafa notað 90 milljónir króna að núvirði til að ná kjöri 1996. Hugsanlegur mótframbjóðandi nú þyrfti, ef eitthvað væri, hærri fjárhæð vegna forskots sitjandi forseta. Að vísu gætu útgerðarfyrirtækin látið „réttan frambjóðanda" fá digran sjóð og þá væntanlega þann sem væri hlynntur áframhaldandi „sægreifavaldi á Íslandi". En hann taldi ekki miklar líkur á að einhver færi í forsetaframboð í boði kvótakónga. Í aðdraganda forsetakosninganna 1996 var ég með framsögu í Háskóla Íslands um lögmæti þess að peningaöfl réðu úrslitum í pólitík. Þar töldu sumir eðlilegt að pólitísk framboð væru fjármögnuð af stórfyrirtækjum. Ég benti á hættuna sem af því hlytist fyrir lýðræðið og vísaði í þekkt dómsmál fyrir Hæstarétti Bandaríkjanna (Buckley gegn Valeo, 1976) þar sem tekist var á um það hvort fjármögnun framboða væri liður í stjórnarskrárvörðu tjáningarfrelsi eða ógn við jafnræði borgara í lýðræðisríki. Hæstiréttur Bandaríkjanna staðfesti þá lögmæti laga sem takmörkuðu framlög í kosningasjóði en taldi þó frambjóðendum heimilt að nota eins mikið eigið fé og þeir réðu yfir, slíkt væri liður í pólitísku tjáningarfrelsi. Þessi niðurstaða varð umdeild enda hefur rödd peningaaflanna í pólitík leitt til þeirra mótmæla nú, sem kenna sig við 99 prósentin er berjast gegn spillingu, græðgi peningaafla og hnignun lýðræðisins. Í lýðræðinu erum það við, almenningur sem ráðum. Völdin eiga að koma frá okkur og þau ber að nota í okkar þágu. Þetta er sá grundvöllur sem öll mannréttindi hvíla á og rætur eiga í stórmerkum hugmyndum 18. aldar; Sjálfstæðisyfirlýsingu Bandaríkjanna 1776, Mannréttindayfirlýsingu Frakka 1789 – og í kjölfar hörmunga síðari heimsstyrjaldar, Mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu Þjóðanna 1948. Sérhver einstaklingur er jafnborinn til virðingar og réttinda, er eigi verði af honum tekin og slíkt er undirstaða frelsis, réttlætis og friðar í heiminum. Í Mannréttindayfirlýsingunni segir að hverjum manni sé heimilt að taka þátt í stjórn lands síns, beinlínis eða með því að kjósa til þess fulltrúa í frjálsum kosningum. Sú fagra draumsýn um betri veröld sem þarna birtist hefur síðar verið skrumskæld. Einstaklingur má sín lítils nú gegn ægivaldi fjármagnsins. Nú vaða valdhafar víða fram í skjóli peningaafla; rússneskir oligarkar sem urðu auðjöfrar í einkavæðingarferli á rústum kommúnismans standa að baki Pútín. Í Bandaríkjunum býður sig enginn fram til forseta sem ekki hefur gífurlega fjármuni á bak við sig. Og hér á Íslandi, eftir eitt mesta efnahagshrun allra tíma, kyngjum við því að enginn eigi erindi í framboð nema að hafa tryggt sér öfluga fjárhagslega bakhjarla. Á nýja Íslandi blasir við að forsetinn muni sitja í tuttugu ár. Engu að síður er teflt fram þeim rökum að hefðin mæli gegn mótframboði við sitjandi forseta. Af hverju helgast sú hefð? Það hlýtur að vera hefð spillingarinnar því lýðræðishefðin gerir kröfu um mótframboð, um andstöðu, um breytingar. Í þriðja lagi voru þau rök nefnd að fjölmiðlum bæri ekki skylda til að kynna frambjóðendur. Það er rangt. Fjölmiðlum ber skylda til að miðla áfram til almennings öllum þeim upplýsingum sem almenning varða, eins og Mannréttindadómstóll Evrópu hefur margítrekað. Fjölmiðill sem ekki miðlar slíkum upplýsingum er ekki að axla þá ábyrgð sem tjáningar- og upplýsingafrelsið gerir kröfu um og er fylgifiskur þeirrar verndar sem fjölmiðlar njóta. Í fjórða lagi var þeirri ástæðu teflt fram sem hrella myndi mögulegan mótframbjóðanda að hann yrði „úthrópaður" af stuðningsmönnum forsetans – sem Evrópusambandssinni. Þjóðin ákveður endanlega hvort Ísland verður aðili að Evrópusambandinu en ekki sá sem skipar embætti Forseta Íslands. Þar ræður mestu að hæfileikamanneskja skipi þann sess, svo að ég vitni í stjórnskipunarrit Ólafs Jóhannessonar, en hvorki einarður andstæðingur né talsmaður Evrópusambandsaðildar. Forseti Íslands er þjóðhöfðingi og sameiningartákn þjóðarinnar en ekki fulltrúi sérhagsmuna eða sérstaks hóps innan hennar. Forsetinn er talsmaður þjóðarinnar; tákngervingur hennar, vona hennar og styrks. Óháð því hvað fólki finnst um mögulega frambjóðendur eða forsetaembættið yfir höfuð er aðeins einn sigur í stöðunni og það er sigur fólksins í landinu en ekki peningaafla, sem rústa meginreglu lýðræðisins um jöfn tækifæri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir Skoðun Það sem Njáll sagði ykkur ekki Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson Skoðun Skoðun Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ólafur Ragnar Grímsson býður sig nú fram í embætti Forseta Íslands eftir sextán ára setu. Rætt er um að möguleg mótframboð kosti tugi ef ekki hundruð milljóna og séu því ekki á færi annarra en þeirra sem njóta stuðnings fjársterkra aðila. Nýverið færði Svanur Kristjánsson, prófessor í stjórnmálafræði, nokkur rök fyrir því í Ríkisútvarpinu að Ólafur Ragnar Grímsson yrði sjálfkjörinn fimmta kjörtímabilið. Vógu þar þyngst rökin um kostnað en fleiri ástæður voru nefndar sem hefðu fælingaráhrif á mögulega mótframbjóðendur. „Ísland hrundi undan þunga eigin spillingar," sagði Svanur og benti á að hið pólitíska vald hefði lengi verið í höndum hagsmunaaðila og því „ekkert almannavald í landinu". Hann kvað Ólaf Ragnar hafa notað 90 milljónir króna að núvirði til að ná kjöri 1996. Hugsanlegur mótframbjóðandi nú þyrfti, ef eitthvað væri, hærri fjárhæð vegna forskots sitjandi forseta. Að vísu gætu útgerðarfyrirtækin látið „réttan frambjóðanda" fá digran sjóð og þá væntanlega þann sem væri hlynntur áframhaldandi „sægreifavaldi á Íslandi". En hann taldi ekki miklar líkur á að einhver færi í forsetaframboð í boði kvótakónga. Í aðdraganda forsetakosninganna 1996 var ég með framsögu í Háskóla Íslands um lögmæti þess að peningaöfl réðu úrslitum í pólitík. Þar töldu sumir eðlilegt að pólitísk framboð væru fjármögnuð af stórfyrirtækjum. Ég benti á hættuna sem af því hlytist fyrir lýðræðið og vísaði í þekkt dómsmál fyrir Hæstarétti Bandaríkjanna (Buckley gegn Valeo, 1976) þar sem tekist var á um það hvort fjármögnun framboða væri liður í stjórnarskrárvörðu tjáningarfrelsi eða ógn við jafnræði borgara í lýðræðisríki. Hæstiréttur Bandaríkjanna staðfesti þá lögmæti laga sem takmörkuðu framlög í kosningasjóði en taldi þó frambjóðendum heimilt að nota eins mikið eigið fé og þeir réðu yfir, slíkt væri liður í pólitísku tjáningarfrelsi. Þessi niðurstaða varð umdeild enda hefur rödd peningaaflanna í pólitík leitt til þeirra mótmæla nú, sem kenna sig við 99 prósentin er berjast gegn spillingu, græðgi peningaafla og hnignun lýðræðisins. Í lýðræðinu erum það við, almenningur sem ráðum. Völdin eiga að koma frá okkur og þau ber að nota í okkar þágu. Þetta er sá grundvöllur sem öll mannréttindi hvíla á og rætur eiga í stórmerkum hugmyndum 18. aldar; Sjálfstæðisyfirlýsingu Bandaríkjanna 1776, Mannréttindayfirlýsingu Frakka 1789 – og í kjölfar hörmunga síðari heimsstyrjaldar, Mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu Þjóðanna 1948. Sérhver einstaklingur er jafnborinn til virðingar og réttinda, er eigi verði af honum tekin og slíkt er undirstaða frelsis, réttlætis og friðar í heiminum. Í Mannréttindayfirlýsingunni segir að hverjum manni sé heimilt að taka þátt í stjórn lands síns, beinlínis eða með því að kjósa til þess fulltrúa í frjálsum kosningum. Sú fagra draumsýn um betri veröld sem þarna birtist hefur síðar verið skrumskæld. Einstaklingur má sín lítils nú gegn ægivaldi fjármagnsins. Nú vaða valdhafar víða fram í skjóli peningaafla; rússneskir oligarkar sem urðu auðjöfrar í einkavæðingarferli á rústum kommúnismans standa að baki Pútín. Í Bandaríkjunum býður sig enginn fram til forseta sem ekki hefur gífurlega fjármuni á bak við sig. Og hér á Íslandi, eftir eitt mesta efnahagshrun allra tíma, kyngjum við því að enginn eigi erindi í framboð nema að hafa tryggt sér öfluga fjárhagslega bakhjarla. Á nýja Íslandi blasir við að forsetinn muni sitja í tuttugu ár. Engu að síður er teflt fram þeim rökum að hefðin mæli gegn mótframboði við sitjandi forseta. Af hverju helgast sú hefð? Það hlýtur að vera hefð spillingarinnar því lýðræðishefðin gerir kröfu um mótframboð, um andstöðu, um breytingar. Í þriðja lagi voru þau rök nefnd að fjölmiðlum bæri ekki skylda til að kynna frambjóðendur. Það er rangt. Fjölmiðlum ber skylda til að miðla áfram til almennings öllum þeim upplýsingum sem almenning varða, eins og Mannréttindadómstóll Evrópu hefur margítrekað. Fjölmiðill sem ekki miðlar slíkum upplýsingum er ekki að axla þá ábyrgð sem tjáningar- og upplýsingafrelsið gerir kröfu um og er fylgifiskur þeirrar verndar sem fjölmiðlar njóta. Í fjórða lagi var þeirri ástæðu teflt fram sem hrella myndi mögulegan mótframbjóðanda að hann yrði „úthrópaður" af stuðningsmönnum forsetans – sem Evrópusambandssinni. Þjóðin ákveður endanlega hvort Ísland verður aðili að Evrópusambandinu en ekki sá sem skipar embætti Forseta Íslands. Þar ræður mestu að hæfileikamanneskja skipi þann sess, svo að ég vitni í stjórnskipunarrit Ólafs Jóhannessonar, en hvorki einarður andstæðingur né talsmaður Evrópusambandsaðildar. Forseti Íslands er þjóðhöfðingi og sameiningartákn þjóðarinnar en ekki fulltrúi sérhagsmuna eða sérstaks hóps innan hennar. Forsetinn er talsmaður þjóðarinnar; tákngervingur hennar, vona hennar og styrks. Óháð því hvað fólki finnst um mögulega frambjóðendur eða forsetaembættið yfir höfuð er aðeins einn sigur í stöðunni og það er sigur fólksins í landinu en ekki peningaafla, sem rústa meginreglu lýðræðisins um jöfn tækifæri.
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun