Brúkum bekkina Unnur Pétursdóttir skrifar 15. júní 2012 06:00 Á undanförnum árum hefur Félag íslenskra sjúkraþjálfara (FÍSÞ) staðið fyrir samfélagsverkefnum til að hvetja almenning til aukinnar hreyfingar. Eitt þeirra er verkefnið „Að brúka bekki", framkvæmt í samvinnu við félög eldri borgara og sveitarfélög. Hugmyndin gengur út á að kortleggja stuttar gönguleiðir, sem henta þeim sem lakir eru til gangs, gjarnan í námunda við fjölbýlishús eldri borgara. Vissulega eru bekkir víða, en þessar leiðir eru þannig hannaðar að tryggt er að ekki séu meira en 200-300 m á milli bekkja, sem er forsenda þess að fjölmargir treysti sér til að ganga úti. Sjúkraþjálfarar á Akureyri riðu á vaðið og vígðu fyrstu tvær leiðirnar árið 2010. Nú eru þar fjórar leiðir sem liggja úr frá fjölbýlishúsum eldri borgara við Lindarsíðu, Víðilund, Hlíð og Mýrarveg. Verkefnið hefur hlotið góðan hljómgrunn víðar. Á Húsavík eru tvær leiðir út frá dvalarheimilinu Hvammi ásamt einni leið í suðurhverfi bæjarins og á Kópaskeri er gönguleið við sjávarsíðuna. Í Garðabæ liggja tvær leiðir frá Sjálandi og upp að verslunarmiðstöðinni Litlatúni. Gönguleiðir af þessu tagi eru einnig komnar í Hamraborg, Gullsmára og við Boðaþing í Kópavogi. Í Mosfellsbæ er verið að setja upp tvær leiðir út frá miðbæjarkjarnanum, auk þess sem verkefnið er í undirbúningi í Hafnarfirði og á Raufarhöfn. Kort hafa verið gerð með staðsetningu bekkjanna og má nálgast þau á vef FÍSÞ, www.physio.is . Yngri aðstandendur eru hvattir til að aðstoða hina eldri við að finna kortin á vefsíðunni, prenta út og jafnvel ganga með þeim fyrsta hringinn. Sjúkraþjálfarar vonast til þess að íbúar í nágrenni þessara leiða notfæri sér bekkina óspart og láti takmarkaða göngugetu ekki hindra sig í að drífa sig út í sumarið. Það er stutt í næsta bekk! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Unnur Pétursdóttir Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Á undanförnum árum hefur Félag íslenskra sjúkraþjálfara (FÍSÞ) staðið fyrir samfélagsverkefnum til að hvetja almenning til aukinnar hreyfingar. Eitt þeirra er verkefnið „Að brúka bekki", framkvæmt í samvinnu við félög eldri borgara og sveitarfélög. Hugmyndin gengur út á að kortleggja stuttar gönguleiðir, sem henta þeim sem lakir eru til gangs, gjarnan í námunda við fjölbýlishús eldri borgara. Vissulega eru bekkir víða, en þessar leiðir eru þannig hannaðar að tryggt er að ekki séu meira en 200-300 m á milli bekkja, sem er forsenda þess að fjölmargir treysti sér til að ganga úti. Sjúkraþjálfarar á Akureyri riðu á vaðið og vígðu fyrstu tvær leiðirnar árið 2010. Nú eru þar fjórar leiðir sem liggja úr frá fjölbýlishúsum eldri borgara við Lindarsíðu, Víðilund, Hlíð og Mýrarveg. Verkefnið hefur hlotið góðan hljómgrunn víðar. Á Húsavík eru tvær leiðir út frá dvalarheimilinu Hvammi ásamt einni leið í suðurhverfi bæjarins og á Kópaskeri er gönguleið við sjávarsíðuna. Í Garðabæ liggja tvær leiðir frá Sjálandi og upp að verslunarmiðstöðinni Litlatúni. Gönguleiðir af þessu tagi eru einnig komnar í Hamraborg, Gullsmára og við Boðaþing í Kópavogi. Í Mosfellsbæ er verið að setja upp tvær leiðir út frá miðbæjarkjarnanum, auk þess sem verkefnið er í undirbúningi í Hafnarfirði og á Raufarhöfn. Kort hafa verið gerð með staðsetningu bekkjanna og má nálgast þau á vef FÍSÞ, www.physio.is . Yngri aðstandendur eru hvattir til að aðstoða hina eldri við að finna kortin á vefsíðunni, prenta út og jafnvel ganga með þeim fyrsta hringinn. Sjúkraþjálfarar vonast til þess að íbúar í nágrenni þessara leiða notfæri sér bekkina óspart og láti takmarkaða göngugetu ekki hindra sig í að drífa sig út í sumarið. Það er stutt í næsta bekk!
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun