Valdsvið forseta Íslands Eiríkur Bergmann skrifar 19. júní 2012 06:00 Merkilegt er hvað forsetaefnin virðast líta valdheimildir embættisins ólíkum augum. Fræðimenn hafa sömuleiðis að undanförnu rætt út og suður um stjórnskipun landsins, svo allt í einu er orðin óvissa um sjálfan grundvöll ríkisvaldsins – sem tæpast kann góðri lukku að stýra. Ruglingurinn ræðst einkum af því hve óskýr stjórnarskráin okkar er um hlutverk forseta í stjórnskipuninni. LeppshlutverkinVið lýðveldistökuna árið 1944 var í nafni samstöðu ákveðið að gera sem minnstar breytingar á fullveldisstjórnarskránni frá árinu 1920 sem að uppistöðu var byggð á dönsku stjórnarskránni – sem lítið hafði breyst frá endalokum einveldisins árið 1849. Í stað konungs kom þjóðkjörinn forseti. Að öðru leyti endurspeglaði stjórnarskáin ekki almennilega þá stjórnkerfisbreytingu sem orðið hafði við hægfara umskipti frá einveldi til fulltrúalýðræðis. Þjóðhöfðinginn var áfram sagður fara með ýmsar stjórnarathafnir sem í raun höfðu verið færðar til ráðherra. Þaðan kemur sú arfleifð að forseti er sagður fara með ýmis völd sem í raun voru farin frá honum; svo sem að skipa ráðherra, ákveða tölu þeirra og skipta með þeim verkum (15. gr.), veita embætti (20. gr.), leggja fyrir Alþingi frumvörp til laga og annarra samþykkta (25. gr.), gefa út bráðabirgðalög (28. gr.), gera þjóðréttarsamninga við önnur ríki (21. gr.), fella niður saksókn vegna afbrota, náða menn og veita uppgjöf saka (29. gr.) auk þess að veita undanþágur frá lögum samkvæmt reglum sem farið hefur verið eftir hingað til (30. gr.). Stjórnarskráin færir forsetanum þannig ýmis völd sem hún svo kippir til baka í greinum þar sem segir að forseti sé ábyrgðarlaus af stjórnarathöfnum (11. gr.) og að forseti láti ráðherra framkvæma vald sitt (13. gr.) enda öðlast löggjafarmál og stjórnarerindi fyrst gildi þegar ráðherra undirritar þau með forseta (19. gr.). Stjórnarskráin okkar er því óþægilega þvælin um hlutverk forsetans sem sagður er fara með ýmis verk sem hann sannarlega sinnir ekki. Öðru máli gegnir hins vegar um 26. greinina sem er ein fárra sem Íslendingar settu sér sjálfir við lýðveldistökuna en samkvæmt henni getur forseti ákveðið að synja lögum staðfestingar án þess að atbeini ráðherra komi til, eðli málsins samkvæmt. ÞingræðislýðveldiLengst af lýðveldistímanum hafa menn litið svo á að forseti geti ekki virkjað framangreind leppshlutverk sem fólust í valdatilfærslunni frá arfakonungi til þingbundinnar ríkisstjórnar. En nú virðist það allt komið á flot og sum forsetaefnanna gæla við þá hugmynd að forseti geti lagt fram frumvörp á Alþingi og jafnvel rofið þing að eigin frumkvæði. En slíkt myndi vitaskuld stefna stjórnskipan landsins í uppnám. Fram er komin sú kenning að hér sé ekki hefðbundið þingræði heldur einhvers konar hálf-forsetaræði. Hugtakið hálf-forsetaræði (stundum þýtt forsetaþingræði) kemur frá stjórnmálafræðingnum Maurice Duverger og var notað til að lýsa franska stjórnkerfinu. Í samanburði á sjö Evrópuríkjum komst Duverger að þeirri niðurstöðu að lagalega væri forseti Íslands einn sá valdamesti en að í raun væri hann samt sem áður sá valdaminnsti. Öfugt við það sem þekkist hér á landi er franski forsetinn helsti stjórnmálaleiðtogi landsins en deilir ríkisforystunni með forsætisráðherra. Vandi slíkra kerfa er einkum óstöðugleiki, óljós ábyrgð og stjórnmálin eiga það til að lamast í gagnkvæmum ásökunum á milli þátta hins klofna framkvæmdavalds. Ríki sem búa við hálf-forsetaræði/forsetaþingræði eru til að mynda Litháen, Haítí, Palestína, Kína, Sri-Lanka, Alsír og Finnland fram að stjórnarskrárbreytingunni árið 2000. Íslenska stjórnkerfið er í grundvallaratriðum ólíkt slíkum ríkjum. Eins og fram kemur í fyrstu grein lýðveldisstjórnarskrárinnar er Ísland lýðveldi með þingbundinni stjórn, svokallað þingræðislýðveldi (e. parliamentary republic eða parliamentary constitutional republic), eins og á við um fleiri ríki sem brutust undan konungsveldum á öldum lýðræðisbylgjunnar miklu. Í þingræðislýðveldum fer fjölskipuð ríkisstjórn með framkvæmdarvaldið í umboði þings en forseti gegnir áfram hlutverki þjóðhöfðingja en er þó ekki eiginlegur hluti af hinu daglega pólitíska valdi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2012 Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson Skoðun Mun forseti Íslands fremja landráð? Ástþór Magnússon Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Tími fyrir breytingar – Nú er tækifærið Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ölvunarakstur á Arnarnesbrú Anna Linda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Flokknum er sama um þig Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan í Reykjavík er efnahagslegt vandamál Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Virði en ekki byrði Hulda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Vanrækt barn er besti ráðherrann Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar Skoðun Úr öskunni í eldinn á laugardaginn? Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Viltu að barnabörnin þín verði fátækir leiguliðar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Nýtt upphaf – í þjónustu við þjóðina Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á hvert annað og breytum þessu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Kæru landsmenn – þetta er ekki lengur boðlegt Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun XL niðurskurður – hugsum stórt! Arnar Þór Jónsson,Kári Allansson skrifar Skoðun Blórabögglar og gylliboð frá vinstri Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Hvað kjósa foreldrar ósýnilegra barna? Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson skrifar Skoðun Jöfnum leikinn á laugardaginn Björgvin G. Sigurðsson skrifar Skoðun ADHD, fjórir stafir og hvað svo? Jóna Kristín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skattagleði á kostnað ferðaþjónustunnar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Börnin heim Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Mun forseti Íslands fremja landráð? Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Ég býð mig fram fyrir framtíðarkynslóðir Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Rödd mannréttinda, jöfnuðar og jafnréttis þarf að hljóma á Alþingi Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gera þarf skurk í búsetumálum eldri borgara Ólafur Ísleifsson skrifar Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Vilt þú breytingu á stjórn landsins? Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson skrifar Sjá meira
Merkilegt er hvað forsetaefnin virðast líta valdheimildir embættisins ólíkum augum. Fræðimenn hafa sömuleiðis að undanförnu rætt út og suður um stjórnskipun landsins, svo allt í einu er orðin óvissa um sjálfan grundvöll ríkisvaldsins – sem tæpast kann góðri lukku að stýra. Ruglingurinn ræðst einkum af því hve óskýr stjórnarskráin okkar er um hlutverk forseta í stjórnskipuninni. LeppshlutverkinVið lýðveldistökuna árið 1944 var í nafni samstöðu ákveðið að gera sem minnstar breytingar á fullveldisstjórnarskránni frá árinu 1920 sem að uppistöðu var byggð á dönsku stjórnarskránni – sem lítið hafði breyst frá endalokum einveldisins árið 1849. Í stað konungs kom þjóðkjörinn forseti. Að öðru leyti endurspeglaði stjórnarskáin ekki almennilega þá stjórnkerfisbreytingu sem orðið hafði við hægfara umskipti frá einveldi til fulltrúalýðræðis. Þjóðhöfðinginn var áfram sagður fara með ýmsar stjórnarathafnir sem í raun höfðu verið færðar til ráðherra. Þaðan kemur sú arfleifð að forseti er sagður fara með ýmis völd sem í raun voru farin frá honum; svo sem að skipa ráðherra, ákveða tölu þeirra og skipta með þeim verkum (15. gr.), veita embætti (20. gr.), leggja fyrir Alþingi frumvörp til laga og annarra samþykkta (25. gr.), gefa út bráðabirgðalög (28. gr.), gera þjóðréttarsamninga við önnur ríki (21. gr.), fella niður saksókn vegna afbrota, náða menn og veita uppgjöf saka (29. gr.) auk þess að veita undanþágur frá lögum samkvæmt reglum sem farið hefur verið eftir hingað til (30. gr.). Stjórnarskráin færir forsetanum þannig ýmis völd sem hún svo kippir til baka í greinum þar sem segir að forseti sé ábyrgðarlaus af stjórnarathöfnum (11. gr.) og að forseti láti ráðherra framkvæma vald sitt (13. gr.) enda öðlast löggjafarmál og stjórnarerindi fyrst gildi þegar ráðherra undirritar þau með forseta (19. gr.). Stjórnarskráin okkar er því óþægilega þvælin um hlutverk forsetans sem sagður er fara með ýmis verk sem hann sannarlega sinnir ekki. Öðru máli gegnir hins vegar um 26. greinina sem er ein fárra sem Íslendingar settu sér sjálfir við lýðveldistökuna en samkvæmt henni getur forseti ákveðið að synja lögum staðfestingar án þess að atbeini ráðherra komi til, eðli málsins samkvæmt. ÞingræðislýðveldiLengst af lýðveldistímanum hafa menn litið svo á að forseti geti ekki virkjað framangreind leppshlutverk sem fólust í valdatilfærslunni frá arfakonungi til þingbundinnar ríkisstjórnar. En nú virðist það allt komið á flot og sum forsetaefnanna gæla við þá hugmynd að forseti geti lagt fram frumvörp á Alþingi og jafnvel rofið þing að eigin frumkvæði. En slíkt myndi vitaskuld stefna stjórnskipan landsins í uppnám. Fram er komin sú kenning að hér sé ekki hefðbundið þingræði heldur einhvers konar hálf-forsetaræði. Hugtakið hálf-forsetaræði (stundum þýtt forsetaþingræði) kemur frá stjórnmálafræðingnum Maurice Duverger og var notað til að lýsa franska stjórnkerfinu. Í samanburði á sjö Evrópuríkjum komst Duverger að þeirri niðurstöðu að lagalega væri forseti Íslands einn sá valdamesti en að í raun væri hann samt sem áður sá valdaminnsti. Öfugt við það sem þekkist hér á landi er franski forsetinn helsti stjórnmálaleiðtogi landsins en deilir ríkisforystunni með forsætisráðherra. Vandi slíkra kerfa er einkum óstöðugleiki, óljós ábyrgð og stjórnmálin eiga það til að lamast í gagnkvæmum ásökunum á milli þátta hins klofna framkvæmdavalds. Ríki sem búa við hálf-forsetaræði/forsetaþingræði eru til að mynda Litháen, Haítí, Palestína, Kína, Sri-Lanka, Alsír og Finnland fram að stjórnarskrárbreytingunni árið 2000. Íslenska stjórnkerfið er í grundvallaratriðum ólíkt slíkum ríkjum. Eins og fram kemur í fyrstu grein lýðveldisstjórnarskrárinnar er Ísland lýðveldi með þingbundinni stjórn, svokallað þingræðislýðveldi (e. parliamentary republic eða parliamentary constitutional republic), eins og á við um fleiri ríki sem brutust undan konungsveldum á öldum lýðræðisbylgjunnar miklu. Í þingræðislýðveldum fer fjölskipuð ríkisstjórn með framkvæmdarvaldið í umboði þings en forseti gegnir áfram hlutverki þjóðhöfðingja en er þó ekki eiginlegur hluti af hinu daglega pólitíska valdi.
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar
Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar
Skoðun Rödd mannréttinda, jöfnuðar og jafnréttis þarf að hljóma á Alþingi Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun