Jafnréttið og prinsippfesta Jóhönnu Björn Bjarnason skrifar 26. júní 2012 10:00 Ólafur Þ. Stephensen, ritstjóri Fréttablaðsins, ritar tímabæran leiðara í blað sitt 22. júní undir fyrirsögninni: Prinsippkonan. Ritstjórinn greinir frá niðurstöðu nýs héraðsdóms í jafnréttismáli gegn Jóhönnu Sigurðardóttur og segir réttilega að hún reyni „að snúa sig út úr klípunni með orðhengilshætti í fréttatilkynningu“. Ritstjórinn telur að málið gegn Jóhönnu sé „algjörlega sambærilegt“ við mál gegn mér í apríl 2004 þegar þáverandi kærunefnd jafnréttismála gaf út álit vegna skipunar í embætti hæstaréttardómara. Þessi fullyrðing ritstjórans stenst ekki. Jafnréttislögum hefur verið breytt, auk þess samdi ég við Hjördísi Hákonardóttur, sem kærði til nefndarinnar, með vísan til nefndarálitsins. Jóhanna hefur hins vegar með ótvíræðum hætti brotið gegn jafnréttislögum að mati þeirra yfirvalda sem eiga síðasta orðið um það efni. Hún hefur auk þess að mati héraðsdómara sýnt kæranda til nefndarinnar lítilsvirðingu. Ólafur Þ. minnir á kröfu Jóhönnu frá 16. apríl 2004 um að ég segði af mér ráðherraembætti vegna álits kærunefndarinnar og segir Jóhönnu hafa gerst seka um tvískinnung með því að gera aðra kröfu til mín en sjálfrar sín. Hann segir augljóst að Jóhanna segi ekki af sér en lýkur leiðaranum með þessari spurningu: „En er til of mikils mælzt að hún [Jóhanna] biðji kjósendur afsökunar á að hafa þverbrotið sín gömlu og margfrægu prinsipp?“ Spunaliði Jóhönnu tekur til málsHinn 26. janúar 2012 réð Jóhanna Sigurðardóttir upplýsingafulltrúa ríkisstjórnarinnar. Þetta gerði hún án þess að auglýsa starfið eða að umsækjandi þyrfti að sæta nokkru hæfnismati. Jóhanna valdi Jóhann Hauksson blaðamann til að gegna embætti „upplýsingafulltrúa ríkisstjórnarinnar“. Hann hefur hins vegar sýnt með skrifum sínum að hann lítur á sig sem spunaliða Jóhönnu og sem slíkur brást hann við leiðara Ólafs Þ. Stephensens með grein í Fréttablaðinu laugardaginn 23. júní 2012 undir fyrirsögninni: Hvað hefðir þú gert Ólafur ritstjóri? Jóhann segir að Jóhanna hafi í góðri trú ekki skipað Önnu Kristínu Ólafsdóttur í starf í forsætisráðuneytinu eða „nr. 5“ eins og hann kallar hana, líklega í virðingarskyni. Jóhanna hafi af prinsippástæðum ekki viljað „fara í hart“ gegn Önnu Kristínu. Jóhanna var þó dæmd fyrir að lítilsvirða hana. Þá hafi Jóhanna af prinsippástæðum ekki viljað „véfengja úrskurð kærunefndar jafnréttismála“. Jóhanna skipaði þó sérstakan rýnihóp í því skyni. Eftir að hafa spunnið þennan þráð snýr Jóhann Hauksson sér að skipan dómara í hæstarétt sumarið 2003 og segir að Hjördís Hákonardóttir hafi verið „hæfasti umsækjandinn“. Hvaðan Jóhann hefur það veit ég ekki, hæstiréttur sjálfur taldi tvo karlmenn helst koma til álita vegna ágætis þeirra og hæfileika. Upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar segir Jóhönnu af prinsippfestu hafa skipað hæfasta manninn þótt hún hafi brotið lög með því að hafna Önnu Kristínu Ólafsdóttur. Grein sinni lýkur Jóhann Hauksson á þessum orðum: „Hvað hefðir þú gert Ólafur ritstjóri í sporum Jóhönnu? Finnst þér að Björn Bjarnason eigi að biðja Hjördísi velvirðingar á því að hafa skipað Ólaf Börk hæstaréttardómara gegn öllum prinsípum, lögum og úrskurðum?“ Hér kýs upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar að láta þess ógetið að við Hjördís Hákonardóttir sömdum 17. nóvember 2005. Í niðurstöðu okkar fólust fullar sættir sem má jafna til velvirðingar af minni hálfu í hennar garð. Það er til marks um lélegan málstað þeirra sem vilja verja brot Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra á jafnréttislögunum og lítilsvirðinguna sem hún hefur verið dæmd fyrir að sýna Önnu Kristínu Ólafsdóttur að tönnlast, Jóhönnu til afsökunar, á ágreiningi um túlkun á jafnréttislögum frá árinu 2004 sem var jafnaður með sátt aðila þess máls. Þá taldi Jóhanna að viðkomandi ráðherra ætti að víkja úr embætti. Hún breytti síðan jafnréttislögum til að herða á því að ráðherrar fylgdu þeim við mannaráðningar. Nú segir hún fagnaðarefni og jafnréttisbaráttunni til framdráttar að hún, forsætisráðherrann, sé dæmd fyrir brot á jafnréttislögum. Er nema von að menn velti fyrir sér prinsippfestunni? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Bjarnason Forsetakosningar 2012 Mest lesið Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Gerum betur Hilmar Björnsson Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Ólafur Þ. Stephensen, ritstjóri Fréttablaðsins, ritar tímabæran leiðara í blað sitt 22. júní undir fyrirsögninni: Prinsippkonan. Ritstjórinn greinir frá niðurstöðu nýs héraðsdóms í jafnréttismáli gegn Jóhönnu Sigurðardóttur og segir réttilega að hún reyni „að snúa sig út úr klípunni með orðhengilshætti í fréttatilkynningu“. Ritstjórinn telur að málið gegn Jóhönnu sé „algjörlega sambærilegt“ við mál gegn mér í apríl 2004 þegar þáverandi kærunefnd jafnréttismála gaf út álit vegna skipunar í embætti hæstaréttardómara. Þessi fullyrðing ritstjórans stenst ekki. Jafnréttislögum hefur verið breytt, auk þess samdi ég við Hjördísi Hákonardóttur, sem kærði til nefndarinnar, með vísan til nefndarálitsins. Jóhanna hefur hins vegar með ótvíræðum hætti brotið gegn jafnréttislögum að mati þeirra yfirvalda sem eiga síðasta orðið um það efni. Hún hefur auk þess að mati héraðsdómara sýnt kæranda til nefndarinnar lítilsvirðingu. Ólafur Þ. minnir á kröfu Jóhönnu frá 16. apríl 2004 um að ég segði af mér ráðherraembætti vegna álits kærunefndarinnar og segir Jóhönnu hafa gerst seka um tvískinnung með því að gera aðra kröfu til mín en sjálfrar sín. Hann segir augljóst að Jóhanna segi ekki af sér en lýkur leiðaranum með þessari spurningu: „En er til of mikils mælzt að hún [Jóhanna] biðji kjósendur afsökunar á að hafa þverbrotið sín gömlu og margfrægu prinsipp?“ Spunaliði Jóhönnu tekur til málsHinn 26. janúar 2012 réð Jóhanna Sigurðardóttir upplýsingafulltrúa ríkisstjórnarinnar. Þetta gerði hún án þess að auglýsa starfið eða að umsækjandi þyrfti að sæta nokkru hæfnismati. Jóhanna valdi Jóhann Hauksson blaðamann til að gegna embætti „upplýsingafulltrúa ríkisstjórnarinnar“. Hann hefur hins vegar sýnt með skrifum sínum að hann lítur á sig sem spunaliða Jóhönnu og sem slíkur brást hann við leiðara Ólafs Þ. Stephensens með grein í Fréttablaðinu laugardaginn 23. júní 2012 undir fyrirsögninni: Hvað hefðir þú gert Ólafur ritstjóri? Jóhann segir að Jóhanna hafi í góðri trú ekki skipað Önnu Kristínu Ólafsdóttur í starf í forsætisráðuneytinu eða „nr. 5“ eins og hann kallar hana, líklega í virðingarskyni. Jóhanna hafi af prinsippástæðum ekki viljað „fara í hart“ gegn Önnu Kristínu. Jóhanna var þó dæmd fyrir að lítilsvirða hana. Þá hafi Jóhanna af prinsippástæðum ekki viljað „véfengja úrskurð kærunefndar jafnréttismála“. Jóhanna skipaði þó sérstakan rýnihóp í því skyni. Eftir að hafa spunnið þennan þráð snýr Jóhann Hauksson sér að skipan dómara í hæstarétt sumarið 2003 og segir að Hjördís Hákonardóttir hafi verið „hæfasti umsækjandinn“. Hvaðan Jóhann hefur það veit ég ekki, hæstiréttur sjálfur taldi tvo karlmenn helst koma til álita vegna ágætis þeirra og hæfileika. Upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar segir Jóhönnu af prinsippfestu hafa skipað hæfasta manninn þótt hún hafi brotið lög með því að hafna Önnu Kristínu Ólafsdóttur. Grein sinni lýkur Jóhann Hauksson á þessum orðum: „Hvað hefðir þú gert Ólafur ritstjóri í sporum Jóhönnu? Finnst þér að Björn Bjarnason eigi að biðja Hjördísi velvirðingar á því að hafa skipað Ólaf Börk hæstaréttardómara gegn öllum prinsípum, lögum og úrskurðum?“ Hér kýs upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar að láta þess ógetið að við Hjördís Hákonardóttir sömdum 17. nóvember 2005. Í niðurstöðu okkar fólust fullar sættir sem má jafna til velvirðingar af minni hálfu í hennar garð. Það er til marks um lélegan málstað þeirra sem vilja verja brot Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra á jafnréttislögunum og lítilsvirðinguna sem hún hefur verið dæmd fyrir að sýna Önnu Kristínu Ólafsdóttur að tönnlast, Jóhönnu til afsökunar, á ágreiningi um túlkun á jafnréttislögum frá árinu 2004 sem var jafnaður með sátt aðila þess máls. Þá taldi Jóhanna að viðkomandi ráðherra ætti að víkja úr embætti. Hún breytti síðan jafnréttislögum til að herða á því að ráðherrar fylgdu þeim við mannaráðningar. Nú segir hún fagnaðarefni og jafnréttisbaráttunni til framdráttar að hún, forsætisráðherrann, sé dæmd fyrir brot á jafnréttislögum. Er nema von að menn velti fyrir sér prinsippfestunni?
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun