Öflugt atvinnulíf er forsenda velferðar á Íslandi Gunnar Bragi Sveinsson skrifar 3. september 2012 06:00 Öflugt atvinnulíf er forsenda þess að Ísland verði áfram eftirsótt til búsetu og heimsókna. Efling atvinnulífsins verður best tryggð með samtali og samvinnu stjórnvalda og þeirra sem eiga og reka stór og smá fyrirtæki. Hvert einasta starf skiptir máli og hver einasta króna sem framleidd er telur. Möguleikar Íslands eru nánast óþrjótandi ef samstarf þessara aðila er með eðlilegum hætti. Það er tómt mál að tala um öflugt velferðarkerfi eða annað sem kostar samfélagið fjármuni ef enginn er til staðar að búa þá fjármuni til. Fjármunir þeir sem þarf til að reka samfélagið verða fyrst og fremst til í öflugu atvinnulífi. Tækifæri til að efla fjárfestingu, skapa atvinnu og búa til verðmæti fyrir íslenskt samfélag verðum við að nálgast fordómalaust, hvort sem þau teljast lítil eða stór, allt verður að skoða því sjaldnast er hægt að dæma fyrir fram. Engum dylst að áfram verða sjávarútvegur, iðnaður, landbúnaður og þjónustustarfsemi burðarásar atvinnulífsins. Við þessa burðarása verður að styðja. En um leið verður að opna dyr tækifæranna fyrir hinum smærri og nýta kraftinn í frumkvöðlunum hvar sem þeir eru. Burðarásarnir geta ekki sinnt því einir að afla fjármuna fyrir samfélagið og því verður að skapa öðrum vaxandi greinum tækifæri til að dafna. Hátækni, kvikmyndir, önnur menning og listir þurfa skapandi umhverfi og stuðning til að sinna sínu hlutverki í eflingu samfélagsins. Flestum er ljóst að sá dýrmæti tími sem farið hefur til spillis frá fjármálahruninu kemur ekki aftur. Þau tækifæri sem stjórnvöld höfðu til að breyta samfélaginu og blása til framsóknar í burðarásum atvinnulífsins voru ekki nýtt. Með trausti og trúnaði má styrkja sjálfsmynd þjóðarinnar svo hún sjái til sólar, sjái hag sinn vænkast í nánustu framtíð. Samráð um framtíð Íslands verður að eiga sér stað fordómalaust þar sem styrkleikar hvers og eins eru nýttir til hins ýtrasta. Atvinnulífið er aflvaki fjármuna og því verður umgjörð þess að vera hvetjandi um leið og höfða verður til samfélagslegrar skyldu þess. Staðreyndin er sú að allir hagnast á öflugu atvinnulífi á einn eða annan hátt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Bragi Sveinsson Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Öflugt atvinnulíf er forsenda þess að Ísland verði áfram eftirsótt til búsetu og heimsókna. Efling atvinnulífsins verður best tryggð með samtali og samvinnu stjórnvalda og þeirra sem eiga og reka stór og smá fyrirtæki. Hvert einasta starf skiptir máli og hver einasta króna sem framleidd er telur. Möguleikar Íslands eru nánast óþrjótandi ef samstarf þessara aðila er með eðlilegum hætti. Það er tómt mál að tala um öflugt velferðarkerfi eða annað sem kostar samfélagið fjármuni ef enginn er til staðar að búa þá fjármuni til. Fjármunir þeir sem þarf til að reka samfélagið verða fyrst og fremst til í öflugu atvinnulífi. Tækifæri til að efla fjárfestingu, skapa atvinnu og búa til verðmæti fyrir íslenskt samfélag verðum við að nálgast fordómalaust, hvort sem þau teljast lítil eða stór, allt verður að skoða því sjaldnast er hægt að dæma fyrir fram. Engum dylst að áfram verða sjávarútvegur, iðnaður, landbúnaður og þjónustustarfsemi burðarásar atvinnulífsins. Við þessa burðarása verður að styðja. En um leið verður að opna dyr tækifæranna fyrir hinum smærri og nýta kraftinn í frumkvöðlunum hvar sem þeir eru. Burðarásarnir geta ekki sinnt því einir að afla fjármuna fyrir samfélagið og því verður að skapa öðrum vaxandi greinum tækifæri til að dafna. Hátækni, kvikmyndir, önnur menning og listir þurfa skapandi umhverfi og stuðning til að sinna sínu hlutverki í eflingu samfélagsins. Flestum er ljóst að sá dýrmæti tími sem farið hefur til spillis frá fjármálahruninu kemur ekki aftur. Þau tækifæri sem stjórnvöld höfðu til að breyta samfélaginu og blása til framsóknar í burðarásum atvinnulífsins voru ekki nýtt. Með trausti og trúnaði má styrkja sjálfsmynd þjóðarinnar svo hún sjái til sólar, sjái hag sinn vænkast í nánustu framtíð. Samráð um framtíð Íslands verður að eiga sér stað fordómalaust þar sem styrkleikar hvers og eins eru nýttir til hins ýtrasta. Atvinnulífið er aflvaki fjármuna og því verður umgjörð þess að vera hvetjandi um leið og höfða verður til samfélagslegrar skyldu þess. Staðreyndin er sú að allir hagnast á öflugu atvinnulífi á einn eða annan hátt.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar