Fræðsla fyrir alla 27. september 2012 06:00 Oft höfum við ásatrúarfólk fengið skömm í hattinn hjá nýjum félögum um leið og þeir ganga í félagið. Þeir setjast gjarna fyrir framan okkur með alvöruþunga í svipnum og spyrja hvernig í ósköpunum standi á því að þeir hafi aldrei verið fræddir um heiðinn sið og félagið, eða boðið að vera með. Nýliðarnir eru stundum alvarlega sárir út í okkur og kenna forsvarsmönnum félagsins um að þeir hafi „misst af" mörgum árum eða áratugum í félagsskap annars heiðins fólks. Þeir átelja okkur fyrir að hafa ekki auglýst starfsemina og skýrt út fyrir almenningi um hvað heiðinn siður og félagsstarfið snýst. Við verðum jafnan svolítið kindarleg og vitum upp á okkur skömmina því sjálf höfum við flest dottið óvart inn í félagið og drepséð eftir því að hafa ekki fundið okkur þar fyrr á lífsleiðinni. En svona er þetta bara, það er einfaldlega meðvituð stefna Ásatrúarfélagsins að boða ekki trú eða troða lífsskoðun okkar upp á aðra. Það er ekki einungis talinn óþarfi, heldur beinlínis dónaskapur að mati flestra heiðinna manna. Það gilda svo allt aðrar reglur um að fræða þá sem sækjast eftir því sjálfir og við treystum því að fólk leiti og finni. Undanfarin ár hefur fjöldi unglinga leitað til félagsins af eigin hvötum og fengið að gangast undir svokallaða siðfestuathöfn sem er hliðstæða við kristna fermingu. Upphaflega var hún aðeins hugsuð fyrir fullorðið fólk sem vildi sanna fyrir sjálfu sér og öðrum að það hefði heiðinn sið að leiðarljósi í lífinu, en síðastliðin ár hafa unglingar sótt æ meira í þessa athöfn og fengið að taka siðfestu að undangenginni fræðslu og með samþykki forráðamanna. Í fyrstu var fólk á öllum aldri saman í þessari fræðslu, en nú hefur henni verið skipt í tvo hópa sem hefja starf á haustin. Í öðrum hópnum er fullorðið fólk sem vill taka siðfestu, en í hinum unglingar og oft aðstandendur þeirra með þeim. Unglingafræðslan miðast að því að kynna krökkunum goð og vættir, sagnaarf þjóðarinnar, lífsspeki Hávamála og Völuspár og ekki hvað síst ábyrgð hins heiðna lífsstíls og fullorðinsáranna. Fræðslan fer að mestu fram í heimspekilegum umræðum með léttu ívafi og lagt mikið upp úr því að allir tjái sig og viðri skoðanir sínar á þessum málefnum og er því oft glatt á hjalla. Fræðsla um heiðinn sið hefst á haustdögum og nú er tækifærið fyrir þá sem hafa áhuga að hafa samband. Að sjálfsögðu eru allir jafn velkomnir að sækja til okkar félagsskap og fræðslu. Okkar er ánægjan, því eins og segir í Hávamálum; maður er manns gaman. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun Er ballið að byrja? Fastir pennar Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Oft höfum við ásatrúarfólk fengið skömm í hattinn hjá nýjum félögum um leið og þeir ganga í félagið. Þeir setjast gjarna fyrir framan okkur með alvöruþunga í svipnum og spyrja hvernig í ósköpunum standi á því að þeir hafi aldrei verið fræddir um heiðinn sið og félagið, eða boðið að vera með. Nýliðarnir eru stundum alvarlega sárir út í okkur og kenna forsvarsmönnum félagsins um að þeir hafi „misst af" mörgum árum eða áratugum í félagsskap annars heiðins fólks. Þeir átelja okkur fyrir að hafa ekki auglýst starfsemina og skýrt út fyrir almenningi um hvað heiðinn siður og félagsstarfið snýst. Við verðum jafnan svolítið kindarleg og vitum upp á okkur skömmina því sjálf höfum við flest dottið óvart inn í félagið og drepséð eftir því að hafa ekki fundið okkur þar fyrr á lífsleiðinni. En svona er þetta bara, það er einfaldlega meðvituð stefna Ásatrúarfélagsins að boða ekki trú eða troða lífsskoðun okkar upp á aðra. Það er ekki einungis talinn óþarfi, heldur beinlínis dónaskapur að mati flestra heiðinna manna. Það gilda svo allt aðrar reglur um að fræða þá sem sækjast eftir því sjálfir og við treystum því að fólk leiti og finni. Undanfarin ár hefur fjöldi unglinga leitað til félagsins af eigin hvötum og fengið að gangast undir svokallaða siðfestuathöfn sem er hliðstæða við kristna fermingu. Upphaflega var hún aðeins hugsuð fyrir fullorðið fólk sem vildi sanna fyrir sjálfu sér og öðrum að það hefði heiðinn sið að leiðarljósi í lífinu, en síðastliðin ár hafa unglingar sótt æ meira í þessa athöfn og fengið að taka siðfestu að undangenginni fræðslu og með samþykki forráðamanna. Í fyrstu var fólk á öllum aldri saman í þessari fræðslu, en nú hefur henni verið skipt í tvo hópa sem hefja starf á haustin. Í öðrum hópnum er fullorðið fólk sem vill taka siðfestu, en í hinum unglingar og oft aðstandendur þeirra með þeim. Unglingafræðslan miðast að því að kynna krökkunum goð og vættir, sagnaarf þjóðarinnar, lífsspeki Hávamála og Völuspár og ekki hvað síst ábyrgð hins heiðna lífsstíls og fullorðinsáranna. Fræðslan fer að mestu fram í heimspekilegum umræðum með léttu ívafi og lagt mikið upp úr því að allir tjái sig og viðri skoðanir sínar á þessum málefnum og er því oft glatt á hjalla. Fræðsla um heiðinn sið hefst á haustdögum og nú er tækifærið fyrir þá sem hafa áhuga að hafa samband. Að sjálfsögðu eru allir jafn velkomnir að sækja til okkar félagsskap og fræðslu. Okkar er ánægjan, því eins og segir í Hávamálum; maður er manns gaman.
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun