Leifur og jakkafötin Sigríður Andersen skrifar 9. október 2012 06:00 Leifs heppna Eiríkssonar er minnst í Bandaríkjunum í dag, en um árabil hefur 9. október verið nefndur Dagur Leifs heppna þar í landi. Að þessu leyti hefur Leifi verið gert jafn hátt undir höfði og Kristófer Kólumbusi, sem drap niður fæti í Ameríku 500 árum síðar og á einnig sinn dag á hinu bandaríska dagatali. Þótt Leifur sé stundum ranglega talinn Norðmaður eða jafnvel sænskur vegna líkinda föðurnafnsins við sænskt símafélag vitum við betur. Það er ekki bara af sannleiksást sem Íslendingar halda því til haga að Leifur hafi verið íslenskur. Það er ekki síður vegna þess að það er auðvitað gaman að geta tengt okkar litla land við þessa miklu heimsálfu, ekki síst Bandaríkin, með tilvísun til landafundar. Ameríska-íslenska viðskiptaráðið mun gera þessum tengslum skil á morgunverðarfundi á Nordica hóteli í dag. Hvaða erindi átti Leifur annars til Ameríku? Er ekki trúlegt að hann hafi vænst þess að finna þar eitthvað sem ekki fannst fyrir á Grænlandi, Íslandi eða annars staðar á Norðurlöndunum? Eitthvað sem gæti bætt kjör hans fólks? Trúlega varð honum ekki að ósk sinni því landafundur hans varð ekki öðrum samtíðarmönnum hans nein hvatning til ferðalaga vestur um haf næstu árhundruðin. Samskipti Íslands og Ameríku, einkum Bandaríkjanna og Kanada, urðu þó seinna varanleg. Þótt um tíma hafi varnarmálin verið mest áberandi í samskiptum Íslands og Bandaríkjanna hafa viðskipti, menning og menntamál ávallt skipað þar ríkan sess. Bandarísk menning hefur auðvitað haft áhrif hvarvetna í heiminum en margir íslenskir listamenn hafa einnig náð að hasla sér völl á hinum víðfeðma markaði vestan hafs. Þá hafa íslenskir námsmenn jafnan átt greiðan aðgang að öllum þeim frábæru skólum sem finnast í Bandaríkjunum. Bandaríkin hafa í áratugi verið helsti áfangastaður íslenskra námsmanna í framhaldsnámi. Það skýtur hins vegar skökku við að enn skuli vera lagðir tollar á vörur frá Bandaríkjunum þegar þeir hafa verið afnumdir af innflutningi frá Evrópu og mörgum ríkjum utan Evrópu. Enn þá eru lagðir gríðarlegir tollar á bandarískan vörur, sem hamlar innflutningi þeirra til Íslands. Á bandarísk jakkaföt, og flestan annan fatnað, er lagður 15% tollur áður en hinum himinháa virðisaukaskatti er bætt við innflutningsverðið. Enginn tollur er hins vegar lagður á jakkaföt frá Evrópu, Kanada, Síle, Singapúr eða Króatíu, svo nefnd séu dæmi um lönd sem Ísland hefur gert fríverslunarsamning við. Það sama gildir með flestar aðrar vörur þótt tollurinn sé mishár. Með þessum hætti beinir ríkið fólki frá því að kaupa vörur frá Bandaríkjunum og kemur í veg fyrir að íslenskir neytendur njóti hindrunarlaust þess hagstæða verðs sem mikið vöruúrval og samkeppni á bandarískum markaði hefur getið af sér. Á sama tíma leggja stjórnvöld hér mikla áherslu á neytendavernd og samkeppni. Slíkt er auðvitað marklaust hjal á meðan vörur frá stærsta framleiðanda heims eru skattlagðar út af markaðinum í þágu aðallega evrópskra framleiðanda, allt á kostnað heimilanna í landinu. Ákvörðun um tolla er einhliða ákvörðun hvers ríkis. Afnám tolla er það líka og stjórnvöld eiga að taka Bandaríkin af svarta listanum. Íslenskir neytendur eiga það skilið og evrópskir framleiðendur hafa gott af því. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigríður Á. Andersen Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Leifs heppna Eiríkssonar er minnst í Bandaríkjunum í dag, en um árabil hefur 9. október verið nefndur Dagur Leifs heppna þar í landi. Að þessu leyti hefur Leifi verið gert jafn hátt undir höfði og Kristófer Kólumbusi, sem drap niður fæti í Ameríku 500 árum síðar og á einnig sinn dag á hinu bandaríska dagatali. Þótt Leifur sé stundum ranglega talinn Norðmaður eða jafnvel sænskur vegna líkinda föðurnafnsins við sænskt símafélag vitum við betur. Það er ekki bara af sannleiksást sem Íslendingar halda því til haga að Leifur hafi verið íslenskur. Það er ekki síður vegna þess að það er auðvitað gaman að geta tengt okkar litla land við þessa miklu heimsálfu, ekki síst Bandaríkin, með tilvísun til landafundar. Ameríska-íslenska viðskiptaráðið mun gera þessum tengslum skil á morgunverðarfundi á Nordica hóteli í dag. Hvaða erindi átti Leifur annars til Ameríku? Er ekki trúlegt að hann hafi vænst þess að finna þar eitthvað sem ekki fannst fyrir á Grænlandi, Íslandi eða annars staðar á Norðurlöndunum? Eitthvað sem gæti bætt kjör hans fólks? Trúlega varð honum ekki að ósk sinni því landafundur hans varð ekki öðrum samtíðarmönnum hans nein hvatning til ferðalaga vestur um haf næstu árhundruðin. Samskipti Íslands og Ameríku, einkum Bandaríkjanna og Kanada, urðu þó seinna varanleg. Þótt um tíma hafi varnarmálin verið mest áberandi í samskiptum Íslands og Bandaríkjanna hafa viðskipti, menning og menntamál ávallt skipað þar ríkan sess. Bandarísk menning hefur auðvitað haft áhrif hvarvetna í heiminum en margir íslenskir listamenn hafa einnig náð að hasla sér völl á hinum víðfeðma markaði vestan hafs. Þá hafa íslenskir námsmenn jafnan átt greiðan aðgang að öllum þeim frábæru skólum sem finnast í Bandaríkjunum. Bandaríkin hafa í áratugi verið helsti áfangastaður íslenskra námsmanna í framhaldsnámi. Það skýtur hins vegar skökku við að enn skuli vera lagðir tollar á vörur frá Bandaríkjunum þegar þeir hafa verið afnumdir af innflutningi frá Evrópu og mörgum ríkjum utan Evrópu. Enn þá eru lagðir gríðarlegir tollar á bandarískan vörur, sem hamlar innflutningi þeirra til Íslands. Á bandarísk jakkaföt, og flestan annan fatnað, er lagður 15% tollur áður en hinum himinháa virðisaukaskatti er bætt við innflutningsverðið. Enginn tollur er hins vegar lagður á jakkaföt frá Evrópu, Kanada, Síle, Singapúr eða Króatíu, svo nefnd séu dæmi um lönd sem Ísland hefur gert fríverslunarsamning við. Það sama gildir með flestar aðrar vörur þótt tollurinn sé mishár. Með þessum hætti beinir ríkið fólki frá því að kaupa vörur frá Bandaríkjunum og kemur í veg fyrir að íslenskir neytendur njóti hindrunarlaust þess hagstæða verðs sem mikið vöruúrval og samkeppni á bandarískum markaði hefur getið af sér. Á sama tíma leggja stjórnvöld hér mikla áherslu á neytendavernd og samkeppni. Slíkt er auðvitað marklaust hjal á meðan vörur frá stærsta framleiðanda heims eru skattlagðar út af markaðinum í þágu aðallega evrópskra framleiðanda, allt á kostnað heimilanna í landinu. Ákvörðun um tolla er einhliða ákvörðun hvers ríkis. Afnám tolla er það líka og stjórnvöld eiga að taka Bandaríkin af svarta listanum. Íslenskir neytendur eiga það skilið og evrópskir framleiðendur hafa gott af því.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun