Rangfærslur formanns Landverndar leiðréttar Þorsteinn Víglundsson skrifar 21. nóvember 2012 06:00 Guðmundur Hörður Guðmundsson, formaður Landverndar, dregur upp nokkuð dökka mynd af framtíðarhorfum áliðnaðar í heiminum í grein sem birtist í Fréttablaðinu hinn 16. nóvember síðastliðinn. Hann segir að í ljósi þess sé óhætt að fullyrða að hér á landi verði ekki byggð fleiri álver. Til þess séu horfur í áliðnaði of slæmar auk þess sem efnahagsleg áhrif af þeim iðnaði hér á landi hafi verið ofmetin. Í grein sinni vísar Guðmundur til nýlegrar greinar í Financial Times um horfur í áliðnaði og tínir til nokkra þætti sem hann telur vera til marks um slæmt ástand og dökkar framtíðarhorfur í áliðnaði. Þeir þættir varða flestir þá staðreynd að álverð er lágt nú um stundir. Það vekur hins vegar athygli að Guðmundur lítur alveg fram hjá þeim hluta greinar FT þar sem lýst er hröðum vexti í álframleiðslu og horfum á að svo verði áfram. Það er í samræmi við mat flestra sérfræðinga á horfum greinarinnar til langs tíma litið. Álframleiðsla og –eftirspurn hafa aukist jafnt og þétt á undanförnum árum og áratugum. Í ár er gert ráð fyrir að eftirspurn eftir áli verði um 45 milljónir tonna á heimsvísu og að framleiðsla verði svipuð. Til samanburðar nam heildarframleiðsla áls um 36 milljónum tonna árið 2009. Fram til ársins 2020 er gert ráð fyrir að eftirspurn aukist í um 65-70 milljónir tonna. Framtíðarhorfur í áliðnaði eru því ágætar til langs tíma litið þótt vissulega komi lágt verð nú um stundir niður á afkomu álfyrirtækja. Þau eru hins vegar enn að fjárfesta í aukinni framleiðslugetu til að bregðast við vaxandi eftirspurn. Fá fyrirtæki með viðlíka arðsemi Guðmundur talar jafnframt um lélega arðsemi raforkuframleiðslu hér á landi. Á undanförnum sex árum hefur eigið fé Landsvirkjunar liðlega þrefaldast. Þegar Akureyrarbær og Reykjavíkurborg seldu nærri 50% hlut sinn árið 2006 nam verðmat á Landsvirkjun liðlega 60 milljörðum króna en það samsvaraði eigin fé félagsins í árslok 2005. Um mitt þetta ár nam eigið fé Landsvirkjunar um 210 milljörðum króna. Á þessu tímabili tók Kárahnjúkavirkjun til starfa og raforkusala Landsvirkjunar tvöfaldaðist. Viðskipti hafa átt sér stað með annað orkufyrirtæki, HS Orku, og hefur markaðsvirði þess verið nokkuð umfram bókfært virði eigin fjár. Ef sömu viðmiðum er beitt á Landsvirkjun má ætla að markaðsvirði félagsins sé nú á bilinu 350-400 milljarðar króna. Hér á landi eru fá fyrirtæki sem geta státað af viðlíka arðsemi á undanförnum árum. Þessi miklu verðmæti hafa fyrst og fremst orðið til vegna uppbyggingar í tengslum við stóriðju, enda hafa eigendur Landsvirkjunar ekki lagt félaginu til eigið fé utan stofnfjárframlags í upphafi. Guðmundur fullyrðir í grein sinni að efnahagsleg áhrif áliðnaðar hér séu ofmetin. Framlag stóriðju til landsframleiðslu sé þannig aðeins um 1,7%. Ekki kemur fram í greininni hvernig sú niðurstaða er fengin en ef þjóðhagsreikningar Hagstofunnar eru skoðaðir má sjá að beint framlag stóriðju til landsframleiðslu árin 1997-2007 er einmitt að meðaltali 1,7%. Hins vegar er rétt að hafa í huga að umtalsverð breyting hefur orðið á áliðnaði á þessum tíma. Þannig hefur ársframleiðsla áliðnaðar aukist úr 130 þúsund tonnum á ári í liðlega 800 þúsund tonn á ári. Framlag til landsframleiðslu hefur að sama skapi aukist og nam árið 2010 4,5% af landsframleiðslu. Þá er ótalið framlag til landsframleiðslu vegna raforkukaupa stóriðju og þjónustustarfsemi sem tengist þessari starfsemi. Þar er umtalsverður virðisauki til viðbótar. Nýleg skýrsla Hagfræðistofnunar metur t.d. heildarframlag áliðnaðar, eins og sér til landsframleiðslu, um 6,8%. Það er um það bil fjórfalt hærra en það framlag sem Guðmundur nefnir í grein sinni og þar vantar þó framlag annarrar stóriðju en áliðnaðar. Ýmislegt fleira mætti tína til af rangfærslum í grein Guðmundar en ég læt hér staðar numið að sinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Víglundsson Tengdar fréttir Það verða ekki fleiri álver Það er óhætt að fullyrða að það verða ekki byggð fleiri álver hér á landi. Fyrir því eru þrjár ástæður. Í fyrsta lagi efnahagsleg áhætta sem tekin er með því að auka hlut álvera í hópi orkukaupenda, í öðru lagi ofmetin efnahagsleg áhrif álvera og í þriðja lagi horfur á álmörkuðum. 16. nóvember 2012 06:00 Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Skoðun Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir skrifar Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Betra veður fyrir íþróttakrakkana okkar! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Grjótið í eggjakörfunni Gunnsteinn R. Ómarsson skrifar Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir skrifar Sjá meira
Guðmundur Hörður Guðmundsson, formaður Landverndar, dregur upp nokkuð dökka mynd af framtíðarhorfum áliðnaðar í heiminum í grein sem birtist í Fréttablaðinu hinn 16. nóvember síðastliðinn. Hann segir að í ljósi þess sé óhætt að fullyrða að hér á landi verði ekki byggð fleiri álver. Til þess séu horfur í áliðnaði of slæmar auk þess sem efnahagsleg áhrif af þeim iðnaði hér á landi hafi verið ofmetin. Í grein sinni vísar Guðmundur til nýlegrar greinar í Financial Times um horfur í áliðnaði og tínir til nokkra þætti sem hann telur vera til marks um slæmt ástand og dökkar framtíðarhorfur í áliðnaði. Þeir þættir varða flestir þá staðreynd að álverð er lágt nú um stundir. Það vekur hins vegar athygli að Guðmundur lítur alveg fram hjá þeim hluta greinar FT þar sem lýst er hröðum vexti í álframleiðslu og horfum á að svo verði áfram. Það er í samræmi við mat flestra sérfræðinga á horfum greinarinnar til langs tíma litið. Álframleiðsla og –eftirspurn hafa aukist jafnt og þétt á undanförnum árum og áratugum. Í ár er gert ráð fyrir að eftirspurn eftir áli verði um 45 milljónir tonna á heimsvísu og að framleiðsla verði svipuð. Til samanburðar nam heildarframleiðsla áls um 36 milljónum tonna árið 2009. Fram til ársins 2020 er gert ráð fyrir að eftirspurn aukist í um 65-70 milljónir tonna. Framtíðarhorfur í áliðnaði eru því ágætar til langs tíma litið þótt vissulega komi lágt verð nú um stundir niður á afkomu álfyrirtækja. Þau eru hins vegar enn að fjárfesta í aukinni framleiðslugetu til að bregðast við vaxandi eftirspurn. Fá fyrirtæki með viðlíka arðsemi Guðmundur talar jafnframt um lélega arðsemi raforkuframleiðslu hér á landi. Á undanförnum sex árum hefur eigið fé Landsvirkjunar liðlega þrefaldast. Þegar Akureyrarbær og Reykjavíkurborg seldu nærri 50% hlut sinn árið 2006 nam verðmat á Landsvirkjun liðlega 60 milljörðum króna en það samsvaraði eigin fé félagsins í árslok 2005. Um mitt þetta ár nam eigið fé Landsvirkjunar um 210 milljörðum króna. Á þessu tímabili tók Kárahnjúkavirkjun til starfa og raforkusala Landsvirkjunar tvöfaldaðist. Viðskipti hafa átt sér stað með annað orkufyrirtæki, HS Orku, og hefur markaðsvirði þess verið nokkuð umfram bókfært virði eigin fjár. Ef sömu viðmiðum er beitt á Landsvirkjun má ætla að markaðsvirði félagsins sé nú á bilinu 350-400 milljarðar króna. Hér á landi eru fá fyrirtæki sem geta státað af viðlíka arðsemi á undanförnum árum. Þessi miklu verðmæti hafa fyrst og fremst orðið til vegna uppbyggingar í tengslum við stóriðju, enda hafa eigendur Landsvirkjunar ekki lagt félaginu til eigið fé utan stofnfjárframlags í upphafi. Guðmundur fullyrðir í grein sinni að efnahagsleg áhrif áliðnaðar hér séu ofmetin. Framlag stóriðju til landsframleiðslu sé þannig aðeins um 1,7%. Ekki kemur fram í greininni hvernig sú niðurstaða er fengin en ef þjóðhagsreikningar Hagstofunnar eru skoðaðir má sjá að beint framlag stóriðju til landsframleiðslu árin 1997-2007 er einmitt að meðaltali 1,7%. Hins vegar er rétt að hafa í huga að umtalsverð breyting hefur orðið á áliðnaði á þessum tíma. Þannig hefur ársframleiðsla áliðnaðar aukist úr 130 þúsund tonnum á ári í liðlega 800 þúsund tonn á ári. Framlag til landsframleiðslu hefur að sama skapi aukist og nam árið 2010 4,5% af landsframleiðslu. Þá er ótalið framlag til landsframleiðslu vegna raforkukaupa stóriðju og þjónustustarfsemi sem tengist þessari starfsemi. Þar er umtalsverður virðisauki til viðbótar. Nýleg skýrsla Hagfræðistofnunar metur t.d. heildarframlag áliðnaðar, eins og sér til landsframleiðslu, um 6,8%. Það er um það bil fjórfalt hærra en það framlag sem Guðmundur nefnir í grein sinni og þar vantar þó framlag annarrar stóriðju en áliðnaðar. Ýmislegt fleira mætti tína til af rangfærslum í grein Guðmundar en ég læt hér staðar numið að sinni.
Það verða ekki fleiri álver Það er óhætt að fullyrða að það verða ekki byggð fleiri álver hér á landi. Fyrir því eru þrjár ástæður. Í fyrsta lagi efnahagsleg áhætta sem tekin er með því að auka hlut álvera í hópi orkukaupenda, í öðru lagi ofmetin efnahagsleg áhrif álvera og í þriðja lagi horfur á álmörkuðum. 16. nóvember 2012 06:00
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar
Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar
Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar