Bölmóður án tilefnis Jóhanna Sigurðardóttir skrifar 24. nóvember 2012 06:00 Erfitt er að skilja þrálátar heimsendaspár stjórnarandstöðunnar um íslenskt efnahagslíf. En það er gömul saga og ný að reynt sé að ala á öryggisleysi kjósenda í pólitískum tilgangi. Nú er býsnast yfir slæmri stöðu þjóðarbúsins og látið eins og allt sé í kalda koli. En hverjar eru staðreyndirnar? Hagvaxtarhorfur eru hér betri en víðast hvar um þessar mundir. Ný spá Seðlabankans gerir ráð fyrir 2,5% hagvexti á þessu ári og að hann verði 3,7% árið 2015. Dregið hefur úr atvinnuleysi og starfandi einstaklingum fjölgar á vinnumarkaði. Í fyrra jókst hlutur atvinnuvegafjárfestinga í landsframleiðslunni í fyrsta sinn frá árinu 2006, eða um 25%. Engum þarf að koma á óvart þótt tafir hafi orðið á erlendum fjárfestingum hér á landi. Hvergi í hinum vestræna heimi hafa ný álver eða kísilmálmver verið gangsett síðan haustið 2008 eins og fram kom í máli forstjóra Landsvirkjunar í vikunni. Um 10 milljarða króna innspýting er fyrirhuguð á næsta ári í tengslum við fjárfestingaráætlun ríkisstjórnarinnar en á næstu þremur árum gerir áætlunin ráð fyrir 88 milljarða króna fjárfestingum alls. Batnandi skuldastaða Vanskil hjá stóru viðskiptabönkunum fara minnkandi og á síðasta ári jukust eignir umfram skuldir um 17%. Skuldir fyrirtækja og heimila eru nú um 280% af landsframleiðslu en voru 510% þegar þær náðu hámarki haustið 2008. Ég hef nýverið átt fundi með bankastjórum stóru bankanna um endurútreikning ólöglegu gengislánanna. Mér sýnist nú sem bankarnir hafi tekið vel við sér og séu í þann mund að hefja endurútreikning á a.m.k. þriðja tug þúsunda lána og hverfa frá málarekstri að hluta. Þessu ber að fagna. Á næsta ári renna um 23 milljarðar króna til heimilanna í formi vaxta- og barnabóta, enda er greiddur niður hartnær helmingur af vaxtakostnaði láglaunafjölskyldna. Í heildina eru íbúðaskuldir heimila nú svipaðar og þær voru í upphafi eignabólunnar 2004. Bætt staða ríkissjóðs Eitt helsta verkefni kjörtímabilsins hefur verið að stoppa í um 300 milljarða fjárlagagat sem rekja má til hrunsins. Nú er svo komið að rekstur ríkissjóðs verður nánast sjálfbær á næsta ári ef fram heldur sem horfir. Vegna þessa árangurs fara skuldir hins opinbera nú lækkandi og eru þær nú svipaðar hér og í ýmsum öðrum iðnríkjum og vel viðráðanlegar. Jafnframt þessu hefur ríkissjóður og Seðlabanki Íslands í tvígang greitt niður erlend lán fyrirfram í því skyni að lækka vaxtakostnað af gjaldeyrisforða þjóðarinnar. Skuldatryggingaálag ríkissjóðs var tæp 1500 stig þegar verst lét en er nú 178 stig og hefur ekki verið lægra frá því fyrir hrun. Kannski er ekki nema von að stjórnarandstæðingar trúi ekki sínum eigin augum um mat umheimsins á stöðu Íslands. Kannski vilja þeir ekki trúa. Inn í þessa umræðu hafa blandast áhyggjur manna af fyrirhuguðum nauðasamningum gömlu bankanna við erlenda kröfuhafa. Þetta mál er vandasamt, en umræðan um það er á villigötum og þar reynir stjórnarandstaðan að slá pólitískar keilur og skapa ótta hjá almenningi. Seðlabankinn ræður útgreiðsluferli á eignum erlendra kröfuhafa með lagaheimildum sem hann fékk með mikilvægri lagasetningu 12. mars síðastliðinn. Sjálfstæðismenn studdu ekki þá lagasetningu. Hefði þeirra vilji ráðið hefði verið ástæða til að hafa áhyggjur. Seðlabankinn mun ekki setja neinar reglur sem ógnað geta lífskjörum hér á landi eða markmiðum um fjármálastöðugleika. Seðlabankinn og stjórnvöld ræða þetta mál reglulega og hafa fullt vald á því. Ég tel mjög mikilvægt að vinna þetta mál í víðtækri sátt. Erlendir kröfuhafar þurfa að fá skýr skilaboð um að pólitísk staða á Íslandi breyti engu um meðferð málsins því einhugur ríki um að ganga eins langt í vörn fyrir íslenska hagsmuni og lög og þjóðréttarlegar skuldbindingar leyfa. Við höfum ríka ástæðu til bjartsýni þótt margt geti tafið uppbyggingu, t.d. langdregin kreppa í mikilvægum viðskiptalöndum okkar. Ástandið hér á landi er það gott – eins og viðurkennt er – að bölmóður er varla viðeigandi. Bjartsýni og eldmóður er það sem þjóðin og atvinnulífið þarf á að halda, vilji menn halda áfram á þeirri braut uppbyggingar sem mörkuð hefur verið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhanna Sigurðardóttir Skoðanir Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Þegar Steve Jobs græddi milljarða á Toy Story Björn Berg Gunnarsson Fastir pennar Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Sáttmáli okkar við þjóðina Oddný G. Harðardóttir Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Erfitt er að skilja þrálátar heimsendaspár stjórnarandstöðunnar um íslenskt efnahagslíf. En það er gömul saga og ný að reynt sé að ala á öryggisleysi kjósenda í pólitískum tilgangi. Nú er býsnast yfir slæmri stöðu þjóðarbúsins og látið eins og allt sé í kalda koli. En hverjar eru staðreyndirnar? Hagvaxtarhorfur eru hér betri en víðast hvar um þessar mundir. Ný spá Seðlabankans gerir ráð fyrir 2,5% hagvexti á þessu ári og að hann verði 3,7% árið 2015. Dregið hefur úr atvinnuleysi og starfandi einstaklingum fjölgar á vinnumarkaði. Í fyrra jókst hlutur atvinnuvegafjárfestinga í landsframleiðslunni í fyrsta sinn frá árinu 2006, eða um 25%. Engum þarf að koma á óvart þótt tafir hafi orðið á erlendum fjárfestingum hér á landi. Hvergi í hinum vestræna heimi hafa ný álver eða kísilmálmver verið gangsett síðan haustið 2008 eins og fram kom í máli forstjóra Landsvirkjunar í vikunni. Um 10 milljarða króna innspýting er fyrirhuguð á næsta ári í tengslum við fjárfestingaráætlun ríkisstjórnarinnar en á næstu þremur árum gerir áætlunin ráð fyrir 88 milljarða króna fjárfestingum alls. Batnandi skuldastaða Vanskil hjá stóru viðskiptabönkunum fara minnkandi og á síðasta ári jukust eignir umfram skuldir um 17%. Skuldir fyrirtækja og heimila eru nú um 280% af landsframleiðslu en voru 510% þegar þær náðu hámarki haustið 2008. Ég hef nýverið átt fundi með bankastjórum stóru bankanna um endurútreikning ólöglegu gengislánanna. Mér sýnist nú sem bankarnir hafi tekið vel við sér og séu í þann mund að hefja endurútreikning á a.m.k. þriðja tug þúsunda lána og hverfa frá málarekstri að hluta. Þessu ber að fagna. Á næsta ári renna um 23 milljarðar króna til heimilanna í formi vaxta- og barnabóta, enda er greiddur niður hartnær helmingur af vaxtakostnaði láglaunafjölskyldna. Í heildina eru íbúðaskuldir heimila nú svipaðar og þær voru í upphafi eignabólunnar 2004. Bætt staða ríkissjóðs Eitt helsta verkefni kjörtímabilsins hefur verið að stoppa í um 300 milljarða fjárlagagat sem rekja má til hrunsins. Nú er svo komið að rekstur ríkissjóðs verður nánast sjálfbær á næsta ári ef fram heldur sem horfir. Vegna þessa árangurs fara skuldir hins opinbera nú lækkandi og eru þær nú svipaðar hér og í ýmsum öðrum iðnríkjum og vel viðráðanlegar. Jafnframt þessu hefur ríkissjóður og Seðlabanki Íslands í tvígang greitt niður erlend lán fyrirfram í því skyni að lækka vaxtakostnað af gjaldeyrisforða þjóðarinnar. Skuldatryggingaálag ríkissjóðs var tæp 1500 stig þegar verst lét en er nú 178 stig og hefur ekki verið lægra frá því fyrir hrun. Kannski er ekki nema von að stjórnarandstæðingar trúi ekki sínum eigin augum um mat umheimsins á stöðu Íslands. Kannski vilja þeir ekki trúa. Inn í þessa umræðu hafa blandast áhyggjur manna af fyrirhuguðum nauðasamningum gömlu bankanna við erlenda kröfuhafa. Þetta mál er vandasamt, en umræðan um það er á villigötum og þar reynir stjórnarandstaðan að slá pólitískar keilur og skapa ótta hjá almenningi. Seðlabankinn ræður útgreiðsluferli á eignum erlendra kröfuhafa með lagaheimildum sem hann fékk með mikilvægri lagasetningu 12. mars síðastliðinn. Sjálfstæðismenn studdu ekki þá lagasetningu. Hefði þeirra vilji ráðið hefði verið ástæða til að hafa áhyggjur. Seðlabankinn mun ekki setja neinar reglur sem ógnað geta lífskjörum hér á landi eða markmiðum um fjármálastöðugleika. Seðlabankinn og stjórnvöld ræða þetta mál reglulega og hafa fullt vald á því. Ég tel mjög mikilvægt að vinna þetta mál í víðtækri sátt. Erlendir kröfuhafar þurfa að fá skýr skilaboð um að pólitísk staða á Íslandi breyti engu um meðferð málsins því einhugur ríki um að ganga eins langt í vörn fyrir íslenska hagsmuni og lög og þjóðréttarlegar skuldbindingar leyfa. Við höfum ríka ástæðu til bjartsýni þótt margt geti tafið uppbyggingu, t.d. langdregin kreppa í mikilvægum viðskiptalöndum okkar. Ástandið hér á landi er það gott – eins og viðurkennt er – að bölmóður er varla viðeigandi. Bjartsýni og eldmóður er það sem þjóðin og atvinnulífið þarf á að halda, vilji menn halda áfram á þeirri braut uppbyggingar sem mörkuð hefur verið.
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar