ESB eins og það var 1870 í augum Íslendinga Bolli Héðinsson skrifar 14. desember 2012 06:00 Benedikt Gröndal rithöfundur leyfði sér stundum að hafna viðteknum skoðunum samferðamanna sinna. Hann kvartaði yfir skorti á víðsýni og framfaravilja og fyrirleit þá þjóðrembu sem viðgekkst á hans dögum. Enginn þarf þó að brigsla skáldinu um skort á ættjarðarást. Um þetta skrifaði hann greinar í blöð og nú, rúmum 140 árum síðar, er fróðlegt að bera saman hvað hefur breyst í íslenskri umræðu frá þeim tíma. Hér er tilvitnun í grein eftir skáldið frá 1870. Ef við setjum Evrópusambandið (ESB) í staðinn fyrir þar sem áður stóð „Dani“ eða „danskur“ fáum við eftirfarandi út: „Menn eru sí og æ að hreyta í kringum sig sömu orðtækjunum, svo sem að þjóðerni vort sé í veði fyrir árásum [ESB] og stjórnarinnar – meiningin er náttúrulega þessi: Íslendingar, hæstvirtu og elskuðu landar! Þér eruð makalausir og eigið ekki yðar líka nokkurs staðar í heiminum, þér eruð saklausir englar og sannleikans píslarvottar, klipnir og kúgaðir af [ESB] án allrar verðskuldunar, niðurníddir, krossfestir, kvaldir og deyddir af þessum grimmdarlegu og samviskulausu böðlum og blóðhöndum, sem hafa tekið allar eignir yðar og vilja nú taka af yður lífið, því þér eigið ekkert annað eftir. Allir þeir […] eru [ESB-] sinnaðir djöflar og „[ESB-] Íslendingar“ keyptir og haldnir af stjórninni til þess að hamla framförum vorum og halda oss í eymdinni.“ (Benedikt Gröndal. Rit II bls. 77. Tímaritið Gefn 1870) Hvernig skyldi orðræðunni í sambærilegum málum vera háttað nú? Hver svari fyrir sig en hér er ótrúlega margt líkt og í umræðunni um ESB sem fram fer um þessar mundir. Hjá háværum hópi andstæðinga ESB á Íslandi heyrast ámóta brigslyrði og málflutningur og virðist hafa verið uppi um 1870 ásamt hugmyndunum sem skáldið leyfði sér að andmæla, um einstaka sérstöðu og stórfengileika Íslendinga og hvernig framfarir þjóðarinnar yrðu best tryggðar.Hvað óttast þeir? Þessum sömu skoðunum og skáldið reis gegn er leynt og ljóst haldið á lofti hér á landi í málflutningnum um að draga beri aðildarumsóknina að ESB til baka án tafar og án þess að fá að vita hverju hún gæti skilað jákvæðu til íslensks samfélags. Málflutningur af þessu tagi ætti vitanlega að dæma sig sjálfur en hann á samt upp á pallborðið í samfélaginu eins og umræðan í samfélagsmiðlunum ber gleggstan vott um. Auðvitað spyr maður sig eina ferðina enn, hvað óttast þeir sem vilja draga vilja aðildarumsóknina til baka? Að aðildarsamningurinn verði svo hagstæður að þjóðin sjái sér hag í að ganga í ESB að undangengnu þjóðaratkvæði? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bolli Héðinsson Mest lesið Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen Skoðun Veikindaleyfi – hvert er hlutverk stjórnenda? Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Magnaða Magnea í borgarstjórn! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Inga Magnea Skúladóttir Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Hlutdræg fréttamennska um Karlaathvarf og styrki Einar Steingrímsson Skoðun Ekki setja Steinunni í 2. sæti… Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Skoðun Við verðum að vilja ganga í ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Breytingar, breytinganna vegna? Dóra Magnúsdóttir Skoðun Snorri og Donni Andri Þorvarðarson Skoðun Skoðun Skoðun Breytingar, breytinganna vegna? Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Innviðir eru forsenda lífsgæða ekki tekjustofn ríkisins Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Veikindaleyfi – hvert er hlutverk stjórnenda? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Aðgerðaráætlun í málefnum fjölmiðla Herdís Fjeldsted skrifar Skoðun Magnaða Magnea í borgarstjórn! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Inga Magnea Skúladóttir skrifar Skoðun Menntun og svikin réttindi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hlutdræg fréttamennska um Karlaathvarf og styrki Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Framtíð barna okkar krefst meiri festu en fyrirsagna Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Bær atvinnulífsins Orri Björnsson skrifar Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar Skoðun Með fólkið í forgrunni – menningarbrú og samfélagslegur ávinningur Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvort skiptir meira máli, lestur eða líf? Steindór Þórarinsson,Jón K. Jacobsen skrifar Skoðun Krafa um árangur í menntakerfinu Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Börn útvistuð til glæpa á netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvar eru mannvinirnir? Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Ekki setja Steinunni í 2. sæti… Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við verðum að vilja ganga í ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus skrifar Skoðun Snorri og Donni Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Ekki ný hugsun heldur ábyrgðarleysi Anna Björg Jónsdóttir,Berglind Magnúsdóttir skrifar Skoðun Er tæknin til að skipta yfir í hreina orku til staðar? Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Hvað er ég að vilja upp á dekk Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvers virði er líf? Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar Sjá meira
Benedikt Gröndal rithöfundur leyfði sér stundum að hafna viðteknum skoðunum samferðamanna sinna. Hann kvartaði yfir skorti á víðsýni og framfaravilja og fyrirleit þá þjóðrembu sem viðgekkst á hans dögum. Enginn þarf þó að brigsla skáldinu um skort á ættjarðarást. Um þetta skrifaði hann greinar í blöð og nú, rúmum 140 árum síðar, er fróðlegt að bera saman hvað hefur breyst í íslenskri umræðu frá þeim tíma. Hér er tilvitnun í grein eftir skáldið frá 1870. Ef við setjum Evrópusambandið (ESB) í staðinn fyrir þar sem áður stóð „Dani“ eða „danskur“ fáum við eftirfarandi út: „Menn eru sí og æ að hreyta í kringum sig sömu orðtækjunum, svo sem að þjóðerni vort sé í veði fyrir árásum [ESB] og stjórnarinnar – meiningin er náttúrulega þessi: Íslendingar, hæstvirtu og elskuðu landar! Þér eruð makalausir og eigið ekki yðar líka nokkurs staðar í heiminum, þér eruð saklausir englar og sannleikans píslarvottar, klipnir og kúgaðir af [ESB] án allrar verðskuldunar, niðurníddir, krossfestir, kvaldir og deyddir af þessum grimmdarlegu og samviskulausu böðlum og blóðhöndum, sem hafa tekið allar eignir yðar og vilja nú taka af yður lífið, því þér eigið ekkert annað eftir. Allir þeir […] eru [ESB-] sinnaðir djöflar og „[ESB-] Íslendingar“ keyptir og haldnir af stjórninni til þess að hamla framförum vorum og halda oss í eymdinni.“ (Benedikt Gröndal. Rit II bls. 77. Tímaritið Gefn 1870) Hvernig skyldi orðræðunni í sambærilegum málum vera háttað nú? Hver svari fyrir sig en hér er ótrúlega margt líkt og í umræðunni um ESB sem fram fer um þessar mundir. Hjá háværum hópi andstæðinga ESB á Íslandi heyrast ámóta brigslyrði og málflutningur og virðist hafa verið uppi um 1870 ásamt hugmyndunum sem skáldið leyfði sér að andmæla, um einstaka sérstöðu og stórfengileika Íslendinga og hvernig framfarir þjóðarinnar yrðu best tryggðar.Hvað óttast þeir? Þessum sömu skoðunum og skáldið reis gegn er leynt og ljóst haldið á lofti hér á landi í málflutningnum um að draga beri aðildarumsóknina að ESB til baka án tafar og án þess að fá að vita hverju hún gæti skilað jákvæðu til íslensks samfélags. Málflutningur af þessu tagi ætti vitanlega að dæma sig sjálfur en hann á samt upp á pallborðið í samfélaginu eins og umræðan í samfélagsmiðlunum ber gleggstan vott um. Auðvitað spyr maður sig eina ferðina enn, hvað óttast þeir sem vilja draga vilja aðildarumsóknina til baka? Að aðildarsamningurinn verði svo hagstæður að þjóðin sjái sér hag í að ganga í ESB að undangengnu þjóðaratkvæði?
Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen Skoðun
Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar
Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar
Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar
Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar
Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar
Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen Skoðun