Hættuleg bústaðabyggð? Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar 20. desember 2012 06:00 Íbúar Reykjavíkur vantreysta borginni þegar málefni Orkuveitu Reykjavíkur ber á góma. Saga félagsins er harmleik líkust. Rafmagns-, hita- og vatnsveitur voru sameinaðar í eitt fyrirtæki sem ofmetnaðist og missti fullkomlega sjónar á eigin tilgangi. Farið var í útrás þegar hæst lét og tekin áhætta við leit að jarðhita í fjarlægum löndum. Í dag þurfa íbúar Reykjavíkur að borga fyrir vitleysuna frá þeim tíma þegar hrokinn réð för. Miðað við nýjasta útspil OR virðist því miður örla á sambærilegum vinnubrögðum og þeim sem komu fyrirtækinu í þau vandræði sem það nú er í. Meirihluti Besta flokks og Samfylkingar, í nafni OR, hefur nú fyrirskipað leigjendum á jörð Elliðavatns að fjarlægja sumarbústaði sína af lóðum sem þeir hafa leigt í áratugi. Málinu er stillt þannig upp að bústaðabyggðin verði að víkja vegna vatnsverndarsjónarmiða. Sannarlega vilja allir að vatnsból Reykjavíkur sé öruggt. Ekki hefur verið sýnt fram á mengun frá bústöðunum enda kröfur gerðar til eigenda í gegnum árin um fjárfestingar til að koma í veg fyrir slíkt. Þær kröfur hafa eigendur bústaðanna uppfyllt og borið af þeim kostnað. Það blasir einnig við að íbúabyggð Kópavogs, sem liggur alveg að Elliðavatni, er líklegri til að valda mengun í vatnsbólum en fáeinir sumarbústaðir. Fleiri spurningar en svör Fyrsta spurningin er hvort brotthvarf bústaða sé forgangsmál ef skoðaðar eru aðrar mögulegar aðgerðir sem auka vatnsvernd. Svarið er líkast til nei, því þekkt er að gæði neysluvatns eru best tryggð með því að sem mestur skógur vaxi á grenndarsvæðum vatnsbóla. Aukin skógrækt er því mun nærtækari aðgerð. Að auki er engin áætlun til um umferðarmál í Heiðmörk sem myndi auka vatnsöryggi verulega og jafnframt bæta aðgengi almennings að svæðinu. Eru ekki önnur mengunarmál hjá OR almennt meira áríðandi? Önnur spurningin er af hverju OR kom í veg fyrir að hægt væri að ljúka deiliskipulagsvinnu Heiðmerkur nú í nóvember. Þriggja ára vinna er að baki með það að markmiði að vatnsvernd, útivist og skógrækt gætu lifað í sátt í Heiðmörk. Ekkert skipulag er því til fyrir svæðið og undarlegt að ganga í að fá sumarbústaðina fjarlægða án samþykkts deiliskipulags. Þriðja spurningin er hvað Orkuveitan ætlar að gera við þetta svæði þegar bústaðir og eigendur þeirra eru farnir. Hvernig geta borgarbúar verið vissir um að í framtíðinni verði ekki seldar lóðir þarna eða farið í framkvæmdir? Leikaraskapur varðandi fjármál Orkuveita Reykjavíkur stendur illa fjárhagslega þar sem vaxtaberandi lán eru rúmir 220 milljarðar. Meirihluti stjórnar OR hefur að mörgu leyti gengið skörulega fram til að ráða fram úr vandanum. Að hluta má þó segja að stór hluti af þeim árangri sem kynntur var þegar síðasta uppgjör var birt hafi falist í að svelta fjárfestingar en þær voru 2,3 milljarðar á fyrstu níu mánuðum ársins miðað við 7,6 milljarða sömu mánuði árið áður. Þetta er frekar frestun en sparnaður sem safnast upp sem seinni tíma viðgerðir og fjárfestingar. Í annan stað á sér stað leikaraskapur í kringum sölu Perlunnar. Sala á Perlunni átti að skila mörg hundruð milljónum upp í skuldir OR en sala til borgarinnar upp á 950 milljónir er eingöngu færsla fjármuna úr hægri vasanum yfir í þann vinstri. Þetta skilar engum nýjum fjármunum til lækkunar skulda. Að auki munu hugmyndir um að borgin sjái um rekstur náttúrugripasafns í Perlunni valda fjárútlátum sem engin innistæða er fyrir. Þess má geta, í sambandi við þessa umræðu um gagnslausar eignatilfærslur, að umrætt land við Elliðavatn sem bústaðirnir standa á voru færðir frá Reykjavíkurborg til Orkuveitunnar þegar þáverandi borgarstjóri Reykjavíkur, Þórólfur Árnason, afsalaði jörðinni til Alfreðs Þorsteinssonar án nokkurs endurgjalds rétt áður en Þórólfur hætti sem borgarstjóri. Mega borgarbúar eiga von á því að Reykjavíkurborg kaupi nú Heiðmörk? Eða ætlar OR að gera eitthvað annað við þessa jörð sér til tekjuöflunar? Traust Eitt mikilvægasta verkefni OR er að endurreisa traust. Til þess að það geti orðið þurfa ákvarðanir og framkvæmdir að vera vel kynntar og rök lögð fram. Það á ekki ítrekað að þurfa að efast um að gengið sé fram af heilindum af hálfu félags sem er 94% í eigu Reykjavíkurborgar. Því miður er ekki að undra að Reykvíkingar efist um að heilbrigð sjónarmið liggi til grundvallar kröfu OR um að fjarlægja þurfi friðsæla bústaði í útivistarlandi Reykjavíkur. Sér í lagi þegar engin skýr dæmi eru um að þeir hafi neikvæð áhrif á vatnsvernd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir Mest lesið Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Bjarki Sigurðsson Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Bjarki Sigurðsson skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Sjá meira
Íbúar Reykjavíkur vantreysta borginni þegar málefni Orkuveitu Reykjavíkur ber á góma. Saga félagsins er harmleik líkust. Rafmagns-, hita- og vatnsveitur voru sameinaðar í eitt fyrirtæki sem ofmetnaðist og missti fullkomlega sjónar á eigin tilgangi. Farið var í útrás þegar hæst lét og tekin áhætta við leit að jarðhita í fjarlægum löndum. Í dag þurfa íbúar Reykjavíkur að borga fyrir vitleysuna frá þeim tíma þegar hrokinn réð för. Miðað við nýjasta útspil OR virðist því miður örla á sambærilegum vinnubrögðum og þeim sem komu fyrirtækinu í þau vandræði sem það nú er í. Meirihluti Besta flokks og Samfylkingar, í nafni OR, hefur nú fyrirskipað leigjendum á jörð Elliðavatns að fjarlægja sumarbústaði sína af lóðum sem þeir hafa leigt í áratugi. Málinu er stillt þannig upp að bústaðabyggðin verði að víkja vegna vatnsverndarsjónarmiða. Sannarlega vilja allir að vatnsból Reykjavíkur sé öruggt. Ekki hefur verið sýnt fram á mengun frá bústöðunum enda kröfur gerðar til eigenda í gegnum árin um fjárfestingar til að koma í veg fyrir slíkt. Þær kröfur hafa eigendur bústaðanna uppfyllt og borið af þeim kostnað. Það blasir einnig við að íbúabyggð Kópavogs, sem liggur alveg að Elliðavatni, er líklegri til að valda mengun í vatnsbólum en fáeinir sumarbústaðir. Fleiri spurningar en svör Fyrsta spurningin er hvort brotthvarf bústaða sé forgangsmál ef skoðaðar eru aðrar mögulegar aðgerðir sem auka vatnsvernd. Svarið er líkast til nei, því þekkt er að gæði neysluvatns eru best tryggð með því að sem mestur skógur vaxi á grenndarsvæðum vatnsbóla. Aukin skógrækt er því mun nærtækari aðgerð. Að auki er engin áætlun til um umferðarmál í Heiðmörk sem myndi auka vatnsöryggi verulega og jafnframt bæta aðgengi almennings að svæðinu. Eru ekki önnur mengunarmál hjá OR almennt meira áríðandi? Önnur spurningin er af hverju OR kom í veg fyrir að hægt væri að ljúka deiliskipulagsvinnu Heiðmerkur nú í nóvember. Þriggja ára vinna er að baki með það að markmiði að vatnsvernd, útivist og skógrækt gætu lifað í sátt í Heiðmörk. Ekkert skipulag er því til fyrir svæðið og undarlegt að ganga í að fá sumarbústaðina fjarlægða án samþykkts deiliskipulags. Þriðja spurningin er hvað Orkuveitan ætlar að gera við þetta svæði þegar bústaðir og eigendur þeirra eru farnir. Hvernig geta borgarbúar verið vissir um að í framtíðinni verði ekki seldar lóðir þarna eða farið í framkvæmdir? Leikaraskapur varðandi fjármál Orkuveita Reykjavíkur stendur illa fjárhagslega þar sem vaxtaberandi lán eru rúmir 220 milljarðar. Meirihluti stjórnar OR hefur að mörgu leyti gengið skörulega fram til að ráða fram úr vandanum. Að hluta má þó segja að stór hluti af þeim árangri sem kynntur var þegar síðasta uppgjör var birt hafi falist í að svelta fjárfestingar en þær voru 2,3 milljarðar á fyrstu níu mánuðum ársins miðað við 7,6 milljarða sömu mánuði árið áður. Þetta er frekar frestun en sparnaður sem safnast upp sem seinni tíma viðgerðir og fjárfestingar. Í annan stað á sér stað leikaraskapur í kringum sölu Perlunnar. Sala á Perlunni átti að skila mörg hundruð milljónum upp í skuldir OR en sala til borgarinnar upp á 950 milljónir er eingöngu færsla fjármuna úr hægri vasanum yfir í þann vinstri. Þetta skilar engum nýjum fjármunum til lækkunar skulda. Að auki munu hugmyndir um að borgin sjái um rekstur náttúrugripasafns í Perlunni valda fjárútlátum sem engin innistæða er fyrir. Þess má geta, í sambandi við þessa umræðu um gagnslausar eignatilfærslur, að umrætt land við Elliðavatn sem bústaðirnir standa á voru færðir frá Reykjavíkurborg til Orkuveitunnar þegar þáverandi borgarstjóri Reykjavíkur, Þórólfur Árnason, afsalaði jörðinni til Alfreðs Þorsteinssonar án nokkurs endurgjalds rétt áður en Þórólfur hætti sem borgarstjóri. Mega borgarbúar eiga von á því að Reykjavíkurborg kaupi nú Heiðmörk? Eða ætlar OR að gera eitthvað annað við þessa jörð sér til tekjuöflunar? Traust Eitt mikilvægasta verkefni OR er að endurreisa traust. Til þess að það geti orðið þurfa ákvarðanir og framkvæmdir að vera vel kynntar og rök lögð fram. Það á ekki ítrekað að þurfa að efast um að gengið sé fram af heilindum af hálfu félags sem er 94% í eigu Reykjavíkurborgar. Því miður er ekki að undra að Reykvíkingar efist um að heilbrigð sjónarmið liggi til grundvallar kröfu OR um að fjarlægja þurfi friðsæla bústaði í útivistarlandi Reykjavíkur. Sér í lagi þegar engin skýr dæmi eru um að þeir hafi neikvæð áhrif á vatnsvernd.
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun