

Uppbygging kjarkmikillar þjóðar
Eftir að botni kreppunnar var náð árið 2010 hafa ráðstöfunartekjur heimila hækkað, eignastaðan batnað og um 60% allra heimila eru með lægri eða sömu skattbyrði og þau voru með fyrir hrun. Í samræmi við forsendur kjarasamninga hækkaði kaupmáttur heimilanna bæði árið 2011 og 2012. Það er forgangsmál ríkisstjórnarinnar að tryggja áframhaldandi kaupmáttaraukningu og frið á vinnumarkaði. Þar er þróun gengis og verðlags lykilatriði.
Ný skýrsla Norrænu ráðherranefndarinnar staðfestir að eftir að ríkisstjórn mín tók við hefur tekist að draga verulega úr verðhækkunum. Þegar ríkisstjórn Samfylkingar og VG tók við var verðbólgan 18,6% en er nú 4,2%. Í skýrslunni segir berum orðum að á Norðurlöndum sé matarkarfan ódýrust á Íslandi og í Finnlandi. Skýrslan sýnir einnig að á Norðurlöndunum eru skattar sem hlutfall af landsframleiðslu lægstir á Íslandi.
Ráðdeild og réttlæti
Skuldir heimila og fyrirtækja hafa lækkað sem nemur um tvöfaldri landsframleiðslu á þremur árum og er það ótrúlegur viðsnúningur. Rétt rúmlega 200 milljarðar króna hafa verið afskrifaðar af lánum heimila og sem hlutfall af landsframleiðslu eru skuldir þeirra nú svipaðar og í upphafi eignabólunnar árið 2004. Eignastaða heimilanna batnaði um tæp 17% á milli áranna 2010 og 2011 og sú þróun hefur haldið áfram. Skuldastaða heimilanna er nú svipuð og hún var um mitt árið 2007.
Hrunið neyddi ríkissjóð til þess að ráðast í 300 milljarða króna aðlögun ríkisfjármálanna að raunveruleikanum. Þrátt fyrir það hafa skattar verið lækkaðir og útgjöld til velferðarmála verið aukin sem hlutfall af landsframleiðslu. Ríkið tekur því minna til sín af þjóðarkökunni og forgangsraðar velferðarmálunum með skýrari hætti en tíðkaðist í tíð Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í Stjórnarráðinu.
Auknar fjárfestingar
Fjárfesting atvinnuveganna hefur tekið við sér og spáð er að innan tveggja ára nálgist hún meðaltal síðustu þrjátíu ára. Sömuleiðis er gleðilegt að viðskiptajöfnuður án áhrifa innlánsstofnana í slitameðferð hefur að undanförnu verið einn sá mesti í áratugi.
Ríkisstjórnin kynnti nýverið metnaðarfulla fjárfestingaráætlun sem gerir ráð fyrir yfir um 40 milljarða fjárfestingu í innviðum samfélagsins. Milljörðum króna er varið í græna hagkerfið, tvöföldun framlaga til rannsóknarsjóða, sóknaráætlanir landshluta, eflingu ferðaþjónustunnar, samgöngubóta og eflingu skapandi greina s.s. í gegnum Kvikmyndasjóð og Verkefnasjóð skapandi greina. Við höfum ákveðið að veðja á hugvit íslensku þjóðarinnar og erum sannfærð um að það sé besta leiðin til framtíðar.
Fjármögnun fjárfestingaráætlunarinnar byggir ekki síst á því að með lögfestingu veiðigjaldsins á árinu 2012 njóta landsmenn nú loks sanngjarnra tekna af fiskveiðiauðlindinni. Áætlað er að nýja veiðigjaldið muni skila landsmönnum allt að 15 milljörðum króna á því ári sem nú gengur í garð. Mikilvægt er að ná fram enn frekari umbótum á stjórn fiskveiða m.a. til að tryggja betur jafnræði og nýliðun í greininni.
Miklu skiptir að hér á landi sé öflug gjaldeyrissköpun en í því sambandi má benda á að erlendum ferðamönnum hefur fjölgað um 100 þúsund eða um rétt liðlega 19% fyrstu ellefu mánuði ársins frá sama tíma í fyrra. Þar gætir tvímælalaust áhrifa sameiginlegs markaðsátaks stjórnvalda og ferðaþjónustunnar.
Kjarkur og ögrandi ákvarðanir
Á liðnu kjörtímabili hefur Ísland stutt fullveldiskröfur Palestínu og kröfur um að rödd Palestínumanna fái að heyrast meðal þjóðanna svo eftir hefur verið tekið. Með stuðningi Íslands og tuga annarra ríkja var markverðum áfanga náð í nóvember þegar Palestína varð áheyrnarríki Sameinuðu þjóðanna.
Merkar tilraunir okkar til að skrifa nýja stjórnarskrá í nánum tengslum við þjóðina sjálfa hafa vakið athygli utan landsteinanna. Eftir áratuga þóf sýndi Alþingi kjark, tók af skarið og setti málið í hendur fólksins í landinu. Þegar það tekur endanlega afstöðu til tillagna að breyttri stjórnarskrá verður til þess tekið að efnisleg meðferð og allur undirbúningur nýrrar stjórnarskrár var ekki aðeins í höndum sérfræðinga heldur einnig í höndum kjósenda og einstaklinga sem þeir völdu til verksins.
Einnig er fylgst með aðildarumsókn okkar að Evrópusambandinu í skugga gjaldeyrishafta sem við ein búum við í allri álfunni. Verkefnið er stórt og ögrandi og íslenskir stjórnmálamenn verða að hafa kjark til þess að bera lokaniðurstöðuna undir þjóðina sjálfa. Það er einlægur ásetningur stjórnarflokkanna að standa við þau fyrirheit að þjóðin hafi síðasta orðið í þessum mikilsverðu málum sem setja munu mark sitt á framtíðina.
Ég óska landsmönnum öllum árs og friðar.
Skoðun

Rúmir 30 milljarðar í fangelsi
Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar

Sérstök staða orkusveitarfélaga!
Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar

Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna
Elín Íris Fanndal skrifar

Drögum úr fordómum í garð Breiðholts
Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar

Er almenningur rusl?
Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar

Líffræðilega ómögulegt
Björn Ólafsson skrifar

Veiðigjaldið stendur undir kostnaði
Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar

Minn gamli góði flokkur
Hólmgeir Baldursson skrifar

Hve lengi tekur sjórinn við?
Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar

Orkan okkar, börnin og barnabörnin
Jóna Bjarnadóttir skrifar

Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun
Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar

Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu
Ingibjörg Isaksen skrifar

Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns?
Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar

Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“
Þórður Snær Júlíusson skrifar

Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands?
Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar

Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna
Ragna Sigurðardóttir skrifar

Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags
Hrönn Stefánsdóttir skrifar

Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk?
Saga Helgason skrifar

Börn í skjóli Kvennaathvarfsins
Auður Magnúsdóttir skrifar

Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið?
Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar

Nýr vettvangur samskipta?
Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar

Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan
Hjalti Þórðarson skrifar

Vilja Ísland í sambandsríki
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Blikkandi viðvörunarljós
Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar

„Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna
Guðni Freyr Öfjörð skrifar

Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi
Linda Jónsdóttir skrifar

Metnaðarfull markmið og stórir sigrar
Halla Helgadóttir skrifar

Hvers virði er vara ef hún er ekki seld?
Jón Jósafat Björnsson skrifar

Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus
Ole Anton Bieltvedt skrifar

Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ
Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar