Það þarf velferðarkerlingu á þing Björk Vilhelmsdóttir skrifar 26. apríl 2013 17:29 Kæru lesendur. Samkvæmt skoðanakönnunum nú 2 dögum fyrir kosningar vantar herslumuninn á að ég nái því að vera mögulegur jöfnunarþingmaður á næsta kjörtímabili, en ég er í 3ja sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík suður. Jöfnunarþingsætin deilast út frá atkvæðum af öllu landinu og því mun mér og Samfylkingunni nýtast að frá atkvæði alls staðar frá og því mun fólk um allt land hafa áhrif á það hvort ég endi á þingi eða ekki.Af hverju ég? Ástæðan fyrir því að mig langar á þing er að ég hef óbilandi áhuga á aðstæðum fólks og löngun til að skapa þannig samfélag að allir fái tækifæri til að blómstra óháð því í hvaða fjölskyldu fólk fæðist, hvar það sé fætt og hvernig húðlit eða háralit það hefur. Mín pólitík er svona einföld og það er voða þægilegt. Mér finnst að stjórnmálin eigi að snúast um framtíðina, hvort Ísland sé valkostur fyrir ungt fólk til að setjast hér að. Ef fólk getur hvorki keypt né leigt húsnæði, erum við fyrirfram búin að tapa samkeppninni við útlönd sem við vissulega erum í. Ég held að innganga í ESB sé leið til að skapa stöðugleika, vaxtaumhverfi, alþjóðlegt vinnuumhverfi og lífskjör sem fær allskonar fólk til að búa hér. En ég, eins og allt Samfylkingarfólk sem ég þekki, mun ekki selja ömmu mína, landið og miðin fyrir inngöngu í ESB. Samfylkingin vill klára aðildarviðræðurnar, þannig að við öll vitum hvað í boði er (við trúum því að það sé gott og tryggi fullveldi okkar og yfirráð yfir náttúru og auðlindum) og að þjóðin ákveði síðan næsta skref..Velferðarkerling hvað? Á undanförnum árum í Reykjavík og í starfshópum velferðarráðuneytisins hef ég byggt grunn að nýjum húsnæðisáherslum; húsnæðisbótum sem hafa sama stuðning við leigjendur og kaupendur; að fjölga lóðum undir leiguíbúðir og leiðir til að fjármagna slíka uppbyggingu. Einnig hef ég þróað þjónustu við aldraðra og fatlaðra þannig að fólk hafi meiri stjórn á lífi sínu að aðstæðum, og mig langar til að klára breytingar á almannatryggingum sem undirbúnar hafa verið á kjörtímabilinu sem er að líða. Flestir vilja meiri sátt í pólitíkina. Það vil ég líka. Því langar mig til að biðja þig um að láta hugann reika og sjá hversu góð sátt hefur verið um velferðarmálin í borginni undanfarin 11 ár. Ég hef verið í velferðarráði í 11 ár eða allan þann tíma sem ég hef verið borgarfulltrúi og formaður í rúm 7 ár. Hvort sem ég hef verið í meirihluta eða minnihluta þá hefur verið almenn sátt – þó einstaka sinnum finnist fólki ég of hörð. Þó í orði vilji allir velferðaráherslur þá eru allt of fáir sem setja sig vel inn í málaflokkinn. Persónuleg reynsla mín og þekking og reynsla sem félagsráðgjafi kemur þarna að góðum notum. Munið mig á laugardag – en standið samt með sjálfum ykkur. Ef þið eruð alveg viss um að vilja kjósa eitthvað annað en Samfylkinguna, þá gerið þið það auðvitað. Mér þykir vænt um fólk, alveg saman hvað það kýs. En það vantar velferðarkerlingu á þing. Ykkar Björk. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Skoðun Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Nýtum kennsluaðferðir sem skila betri árangri Skúli Helgason skrifar Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Sjá meira
Kæru lesendur. Samkvæmt skoðanakönnunum nú 2 dögum fyrir kosningar vantar herslumuninn á að ég nái því að vera mögulegur jöfnunarþingmaður á næsta kjörtímabili, en ég er í 3ja sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík suður. Jöfnunarþingsætin deilast út frá atkvæðum af öllu landinu og því mun mér og Samfylkingunni nýtast að frá atkvæði alls staðar frá og því mun fólk um allt land hafa áhrif á það hvort ég endi á þingi eða ekki.Af hverju ég? Ástæðan fyrir því að mig langar á þing er að ég hef óbilandi áhuga á aðstæðum fólks og löngun til að skapa þannig samfélag að allir fái tækifæri til að blómstra óháð því í hvaða fjölskyldu fólk fæðist, hvar það sé fætt og hvernig húðlit eða háralit það hefur. Mín pólitík er svona einföld og það er voða þægilegt. Mér finnst að stjórnmálin eigi að snúast um framtíðina, hvort Ísland sé valkostur fyrir ungt fólk til að setjast hér að. Ef fólk getur hvorki keypt né leigt húsnæði, erum við fyrirfram búin að tapa samkeppninni við útlönd sem við vissulega erum í. Ég held að innganga í ESB sé leið til að skapa stöðugleika, vaxtaumhverfi, alþjóðlegt vinnuumhverfi og lífskjör sem fær allskonar fólk til að búa hér. En ég, eins og allt Samfylkingarfólk sem ég þekki, mun ekki selja ömmu mína, landið og miðin fyrir inngöngu í ESB. Samfylkingin vill klára aðildarviðræðurnar, þannig að við öll vitum hvað í boði er (við trúum því að það sé gott og tryggi fullveldi okkar og yfirráð yfir náttúru og auðlindum) og að þjóðin ákveði síðan næsta skref..Velferðarkerling hvað? Á undanförnum árum í Reykjavík og í starfshópum velferðarráðuneytisins hef ég byggt grunn að nýjum húsnæðisáherslum; húsnæðisbótum sem hafa sama stuðning við leigjendur og kaupendur; að fjölga lóðum undir leiguíbúðir og leiðir til að fjármagna slíka uppbyggingu. Einnig hef ég þróað þjónustu við aldraðra og fatlaðra þannig að fólk hafi meiri stjórn á lífi sínu að aðstæðum, og mig langar til að klára breytingar á almannatryggingum sem undirbúnar hafa verið á kjörtímabilinu sem er að líða. Flestir vilja meiri sátt í pólitíkina. Það vil ég líka. Því langar mig til að biðja þig um að láta hugann reika og sjá hversu góð sátt hefur verið um velferðarmálin í borginni undanfarin 11 ár. Ég hef verið í velferðarráði í 11 ár eða allan þann tíma sem ég hef verið borgarfulltrúi og formaður í rúm 7 ár. Hvort sem ég hef verið í meirihluta eða minnihluta þá hefur verið almenn sátt – þó einstaka sinnum finnist fólki ég of hörð. Þó í orði vilji allir velferðaráherslur þá eru allt of fáir sem setja sig vel inn í málaflokkinn. Persónuleg reynsla mín og þekking og reynsla sem félagsráðgjafi kemur þarna að góðum notum. Munið mig á laugardag – en standið samt með sjálfum ykkur. Ef þið eruð alveg viss um að vilja kjósa eitthvað annað en Samfylkinguna, þá gerið þið það auðvitað. Mér þykir vænt um fólk, alveg saman hvað það kýs. En það vantar velferðarkerlingu á þing. Ykkar Björk.
Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun