Fjölmenningin blómstrar á Íslandi Mikael Torfason skrifar 12. maí 2013 10:56 Fyrir sautján árum voru innflytjendur á Íslandi rétt tæp sex þúsund en í dag eru þeir fimmfalt fleiri, næstum þrjátíu þúsund. Það er Hagstofa Íslands sem heldur skrá yfir það fólk sem flytur hingað. Óhætt er að fullyrða að aðlögun nýrra Íslendinga að samfélagi okkar hafi að mestu heppnast frábærlega. Í Reykjavík einni býr fólk af 130 þjóðernum. "Þetta er tilbreyting sem reynir meira á hæfni okkar sem fólks til samskipta," sagði Jón Gnarr borgarstjóri í viðtali við Fréttablaðið í síðasta mánuði. Hann sagði okkur hér á landi ekki undanskilin breytingum á samfélagsmynd flestra nútímasamfélaga, en þau verða æ fjölmenningarlegri. "Ég fagna því að við séum þátttakendur í fjölmenningunni og tökum vel á móti fólki sem vill búa hér," sagði borgarstjórinn. Jón Gnarr er borgarstjóri í borg sem hefur álíka hátt hlutfall innflytjenda og Kaupmannahöfn. Einn af hverjum tíu Reykvíkingum er innflytjandi. Samt hafa innflytjendur hér í borg ekki átt í sömu erfiðleikum og nýir borgarar Kaupmannahafnar. Þar hafa oft brotist út óeirðir og í Danmörku hafa stjórnmálaflokkar meira að segja sótt mikið fylgi frá kjósendum út á hatur gegn útlendingum. Við erum blessunarlega laus við vandræði nágrannaþjóða okkar þegar kemur að innflytjendum á Íslandi. Hér leggjast allir á eitt, yngri sem eldri Íslendingar, við að byggja hér upp fallegt fjölmenningarsamfélag. Pólverjar eru stærsti innflytjendahópurinn hér á landi. Í Fréttablaðinu í dag er skemmtilegt viðtal við Aleksöndru Wójtowicz, sem starfar sem lögreglufulltrúi við alþjóðadeild ríkislögreglustjóra. Hún flutti til Íslands átján ára gömul fyrir sautján árum þegar hér voru einungis um sex þúsund innflytjendur. Síðan þá hefur hún líkt og svo margir aðrir Íslendingar unnið í fiski og á leikskóla en er nú lögreglufulltrúi. Á vordögum fékk hópur ungra Pólverja sem kalla sig Projekt Polska samfélagsverðlaun Fréttablaðsins í flokknum Til atlögu gegn fordómum. Ungu krakkarnir sem mynda þann hóp vilja sjálfir axla ábyrgð á því að bæta hag sinn hér á landi. Þeir vinna að aðlögun og bættum aðstæðum innflytjenda og vilja að auki kynna íslenska menningu í Póllandi og pólska menningu hér á landi. Stundum heyrum við frásagnir af fordómum og hatri í garð útlendinga á Íslandi. Slíkt ber að taka mjög alvarlega og á ekki að líðast. Við megum samt ekki gleyma að minnast á það sem vel hefur heppnast. Fjölmenningin blómstrar á Íslandi og við höfum nær öll tekið henni fagnandi líkt og borgarstjórinn í Reykjavík. Við eigum að vera stolt ef fólk vill flytja hingað og freista gæfunnar. Það er gott að búa á Íslandi og við eigum að bjóða það fólk sem hingað vill flytja velkomið. Ótti við útlendinga er ástæðulaus. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mikael Torfason Mest lesið Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson Skoðun Skoðun Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir skrifar Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir sautján árum voru innflytjendur á Íslandi rétt tæp sex þúsund en í dag eru þeir fimmfalt fleiri, næstum þrjátíu þúsund. Það er Hagstofa Íslands sem heldur skrá yfir það fólk sem flytur hingað. Óhætt er að fullyrða að aðlögun nýrra Íslendinga að samfélagi okkar hafi að mestu heppnast frábærlega. Í Reykjavík einni býr fólk af 130 þjóðernum. "Þetta er tilbreyting sem reynir meira á hæfni okkar sem fólks til samskipta," sagði Jón Gnarr borgarstjóri í viðtali við Fréttablaðið í síðasta mánuði. Hann sagði okkur hér á landi ekki undanskilin breytingum á samfélagsmynd flestra nútímasamfélaga, en þau verða æ fjölmenningarlegri. "Ég fagna því að við séum þátttakendur í fjölmenningunni og tökum vel á móti fólki sem vill búa hér," sagði borgarstjórinn. Jón Gnarr er borgarstjóri í borg sem hefur álíka hátt hlutfall innflytjenda og Kaupmannahöfn. Einn af hverjum tíu Reykvíkingum er innflytjandi. Samt hafa innflytjendur hér í borg ekki átt í sömu erfiðleikum og nýir borgarar Kaupmannahafnar. Þar hafa oft brotist út óeirðir og í Danmörku hafa stjórnmálaflokkar meira að segja sótt mikið fylgi frá kjósendum út á hatur gegn útlendingum. Við erum blessunarlega laus við vandræði nágrannaþjóða okkar þegar kemur að innflytjendum á Íslandi. Hér leggjast allir á eitt, yngri sem eldri Íslendingar, við að byggja hér upp fallegt fjölmenningarsamfélag. Pólverjar eru stærsti innflytjendahópurinn hér á landi. Í Fréttablaðinu í dag er skemmtilegt viðtal við Aleksöndru Wójtowicz, sem starfar sem lögreglufulltrúi við alþjóðadeild ríkislögreglustjóra. Hún flutti til Íslands átján ára gömul fyrir sautján árum þegar hér voru einungis um sex þúsund innflytjendur. Síðan þá hefur hún líkt og svo margir aðrir Íslendingar unnið í fiski og á leikskóla en er nú lögreglufulltrúi. Á vordögum fékk hópur ungra Pólverja sem kalla sig Projekt Polska samfélagsverðlaun Fréttablaðsins í flokknum Til atlögu gegn fordómum. Ungu krakkarnir sem mynda þann hóp vilja sjálfir axla ábyrgð á því að bæta hag sinn hér á landi. Þeir vinna að aðlögun og bættum aðstæðum innflytjenda og vilja að auki kynna íslenska menningu í Póllandi og pólska menningu hér á landi. Stundum heyrum við frásagnir af fordómum og hatri í garð útlendinga á Íslandi. Slíkt ber að taka mjög alvarlega og á ekki að líðast. Við megum samt ekki gleyma að minnast á það sem vel hefur heppnast. Fjölmenningin blómstrar á Íslandi og við höfum nær öll tekið henni fagnandi líkt og borgarstjórinn í Reykjavík. Við eigum að vera stolt ef fólk vill flytja hingað og freista gæfunnar. Það er gott að búa á Íslandi og við eigum að bjóða það fólk sem hingað vill flytja velkomið. Ótti við útlendinga er ástæðulaus.
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun