Ráðherra á réttri leið Ingimar Einarsson skrifar 21. júlí 2013 14:43 Þegar dró að alþingiskosningum fyrr á þessu ári var þess krafist að heilbrigðismál yrðu meðal helstu mála kosningabaráttunnar. Sigurður Guðmundsson, fyrrverandi landlæknir, lýsti því yfir í greinum og á fundum að niðurskurðurinn á Landspítalanum væri kominn út yfir öll skynsamleg þolmörk og stefnan væri beint fram af bjargbrúninni. Þáverandi velferðarráðherra bað menn gæta stillingar og upplýsti jafnframt að niðurskurði til heilbrigðismála í kjölfar hrunsins væri lokið. Þrátt fyrir ötullega baráttu lentu heilbrigðismálin samt að mestu utangarðs. Stefnuyfirlýsing nýrrar ríkisstjórnar gaf heldur ekki miklar vonir um að átak yrði gert í endurreisn Landspítalans eða öðru sem snertir heilsu. Af boðskapnum sjálfum að dæma virtist sem látið yrði nægja að kítta í sprungur og mála gluggapósta og veggi þjóðarspítalans. Mikilvægast væri að treysta stöðu og rekstur núverandi starfsemi áður en ráðist verði í frekari endurskipulagningu og uppbyggingu heilbrigðiskerfisins til lengri tíma. Við þessi tíðindi virtist sem allur móður væri runnin af baráttumönnum fyrir nýjum spítala og menn myndu láta þetta yfir sig ganga eins og svo margt annað hin síðustu ár. Allt í einu, síðastliðinn sunnudag, var eins og sprengju væri kastað inn í gúrkutíð sumarsins. Kristján Þór Júlíusson, nýr heilbrigðisráðherra, var mættur á Sprengissand á átta hófahreinum. Á milli mjalta og messu lýsti hann því yfir að heilbrigðisþjónustan þyrfti ekki endilega að vera öll á hendi ríkisins. Ýmislegt annað væri í boði en að leggja þungar byrðar á heilbrigðiskerfi sem væri komið að fótum fram. Nú þegar væri mörgum verkefnum sinnt af einkaaðilum með miklum ágætum. Áður en sunnudagurinn var allur var forseti borgarráðs í Reykjavík kominn fram á völlinn og bauð heilsugæsluna velkomna í faðm borgarinnar. Nokkuð sem áformað var á árunum eftir að Akureyri og Hornafjörður voru gerð að reynslusveitarfélögum um miðjan tíunda áratuginn. Foringi krata undirstrikaði líka í viðtali að ríkið yrði að vita hvað það væri að kaupa og geta varið sig fyrir því að einkaaðilar skammti sér endurgjald og vaði í sameiginlega sjóði o.s.frv. Formaður VG rak svo lestina með því að minna á að Bandaríkin reki dýrasta heilbrigðiskerfi í heimi. Allar umræður um heilbrigðismál eru af hinu góða en það er óþarfi að byrja á því að slá allar nýjar hugmyndir út af borðinu. Jafnframt er nauðsynlegt að líta með jákvæðum huga til þess sem vel er gert annars staðar í heilbrigðisþjónustu. Á hinum Norðurlöndunum er til dæmis rekstur heilsugæslunnar að miklu leyti í höndum sjálfstætt starfandi heimilislækna og þykir vel hafa tekist til víðast hvar. Alls staðar er verið að reyna að gera betur og ekki síst að styrkja fjármálastjórnina. Það er því fagnaðarefni að heilbrigðismálin hafi nú, með útspili heilbrigðisráðherra, fengið þá athygli sem lýst var eftir snemma vors. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingimar Einarsson Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Mun forseti Íslands fremja landráð? Ástþór Magnússon Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson Skoðun Skoðun Skoðun Jöfnum leikinn á laugardaginn Björgvin G. Sigurðsson skrifar Skoðun ADHD, fjórir stafir og hvað svo? Jóna Kristín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skattagleði á kostnað ferðaþjónustunnar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Börnin heim Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Mun forseti Íslands fremja landráð? Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Ég býð mig fram fyrir framtíðarkynslóðir Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Rödd mannréttinda, jöfnuðar og jafnréttis þarf að hljóma á Alþingi Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gera þarf skurk í búsetumálum eldri borgara Ólafur Ísleifsson skrifar Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Vilt þú breytingu á stjórn landsins? Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson skrifar Skoðun Af hverju er nauðsyn að fá Sósíalista inn á þing og í næstu ríkisstjórn? Ólafur H. Ólafsson skrifar Skoðun Búsetufrelsi og lögheimilisskráning Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og aðrar villur í umræðunni um Evrópusambandið Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson skrifar Skoðun Þess vegna er ég á lista VG í Suðurkjördæmi Þorsteinn Ólafsson skrifar Skoðun Svínsleg mismunun gagnvart eldra fólki Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Hverjir myrða konur? Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Það sé ykkur til fæðu“ - hugleiðing um jólamat Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Ferðafrelsið er dýrmætt Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson skrifar Skoðun Mannúðleg innflytjendastefna Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er vandamálið á húsnæðismarkaðinum og hvernig leysum við það Ómar Ingþórsson skrifar Skoðun Er heilbrigði besta lausnin? Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Evrópudagur sjúkraliða Sandra B. Franks skrifar Skoðun Baráttan um Ísland og sjálfstæði þjóðar Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Alvöru aðgerðir í húsnæðismálum – x við V Svandís Svavarsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar dró að alþingiskosningum fyrr á þessu ári var þess krafist að heilbrigðismál yrðu meðal helstu mála kosningabaráttunnar. Sigurður Guðmundsson, fyrrverandi landlæknir, lýsti því yfir í greinum og á fundum að niðurskurðurinn á Landspítalanum væri kominn út yfir öll skynsamleg þolmörk og stefnan væri beint fram af bjargbrúninni. Þáverandi velferðarráðherra bað menn gæta stillingar og upplýsti jafnframt að niðurskurði til heilbrigðismála í kjölfar hrunsins væri lokið. Þrátt fyrir ötullega baráttu lentu heilbrigðismálin samt að mestu utangarðs. Stefnuyfirlýsing nýrrar ríkisstjórnar gaf heldur ekki miklar vonir um að átak yrði gert í endurreisn Landspítalans eða öðru sem snertir heilsu. Af boðskapnum sjálfum að dæma virtist sem látið yrði nægja að kítta í sprungur og mála gluggapósta og veggi þjóðarspítalans. Mikilvægast væri að treysta stöðu og rekstur núverandi starfsemi áður en ráðist verði í frekari endurskipulagningu og uppbyggingu heilbrigðiskerfisins til lengri tíma. Við þessi tíðindi virtist sem allur móður væri runnin af baráttumönnum fyrir nýjum spítala og menn myndu láta þetta yfir sig ganga eins og svo margt annað hin síðustu ár. Allt í einu, síðastliðinn sunnudag, var eins og sprengju væri kastað inn í gúrkutíð sumarsins. Kristján Þór Júlíusson, nýr heilbrigðisráðherra, var mættur á Sprengissand á átta hófahreinum. Á milli mjalta og messu lýsti hann því yfir að heilbrigðisþjónustan þyrfti ekki endilega að vera öll á hendi ríkisins. Ýmislegt annað væri í boði en að leggja þungar byrðar á heilbrigðiskerfi sem væri komið að fótum fram. Nú þegar væri mörgum verkefnum sinnt af einkaaðilum með miklum ágætum. Áður en sunnudagurinn var allur var forseti borgarráðs í Reykjavík kominn fram á völlinn og bauð heilsugæsluna velkomna í faðm borgarinnar. Nokkuð sem áformað var á árunum eftir að Akureyri og Hornafjörður voru gerð að reynslusveitarfélögum um miðjan tíunda áratuginn. Foringi krata undirstrikaði líka í viðtali að ríkið yrði að vita hvað það væri að kaupa og geta varið sig fyrir því að einkaaðilar skammti sér endurgjald og vaði í sameiginlega sjóði o.s.frv. Formaður VG rak svo lestina með því að minna á að Bandaríkin reki dýrasta heilbrigðiskerfi í heimi. Allar umræður um heilbrigðismál eru af hinu góða en það er óþarfi að byrja á því að slá allar nýjar hugmyndir út af borðinu. Jafnframt er nauðsynlegt að líta með jákvæðum huga til þess sem vel er gert annars staðar í heilbrigðisþjónustu. Á hinum Norðurlöndunum er til dæmis rekstur heilsugæslunnar að miklu leyti í höndum sjálfstætt starfandi heimilislækna og þykir vel hafa tekist til víðast hvar. Alls staðar er verið að reyna að gera betur og ekki síst að styrkja fjármálastjórnina. Það er því fagnaðarefni að heilbrigðismálin hafi nú, með útspili heilbrigðisráðherra, fengið þá athygli sem lýst var eftir snemma vors.
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Rödd mannréttinda, jöfnuðar og jafnréttis þarf að hljóma á Alþingi Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Af hverju er nauðsyn að fá Sósíalista inn á þing og í næstu ríkisstjórn? Ólafur H. Ólafsson skrifar
Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir skrifar
Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson skrifar
Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir skrifar
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun