Píratar á báðum vængjum Smári McCarthy skrifar 16. janúar 2013 06:00 Mér hundleiðist hægri-vinstri hjal. Heimurinn er áhugaverðari en svo að hægt sé að rúma allar hugmyndir um skipulag samfélagsins innan tveggja afstæðra stefna. Hægri-vinstri skiptingin er upprunalega tilvísun í staðsetningar fylkinga á franska þinginu eftir byltinguna þar, en segja má að pólitísk tvískipting sé alltaf til staðar. Fyrir iðnbyltingu fjallaði tvískiptingin víðast hvar í Evrópu um hvar valdmörk konunga lægi. Eftir iðnbyltingu varð tvískiptingin að baráttu milli verkamanna og eigandavaldsins, eða stundum sett fram sem hópar á móti einstaklingum. Sé þetta hugsað svona verður heimurinn voðalega klénn. Allir eru annaðhvort kapítalistar eða kommúnistar, einstaklingshyggjufólk eða félagshyggjufólk. Það tók nokkra áratugi frá því að iðnbyltingin byrjaði þar til að pólitíska deilan breyttist, og á sama hátt er hin nýja pólitík upplýsingaaldar á frumstigi núna og fyrsta nýja hugmyndafræðin í þessu nýja framleiðslulíkani er að koma fram. Píratar eru alþjóðleg stjórnmálahreyfing í kringum þessar hugmyndir, en hugmyndirnar eru í rauninni nokkurra áratuga gamlar. Þær byggja á dreifðri stjórn og sjálfsákvörðunarrétti einstaklings, samvinnu og upplýstri ákvarðanatöku, en ekki síst gagnsæi – undirrót alls.Ruglið lærist hratt Ein kennisetning okkar er að upplýsingar séu forsenda upplýsingar. Ef frjálst flæði upplýsinga er ekki tryggt er ómögulegt fyrir fólk að vera upplýst. Þetta er í rauninni enn eldri hugmynd. Hún kemur úr einmitt sömu frönsku byltingunni og gaf okkur vinstri-hægri ruglið. Þar var hugmyndin að lýðurinn í landinu skyldi ráða, en að til þess að tryggja að ákvarðanir lýðsins yrðu skynsamar og réttlátar skyldi leitast við að upplýsa fólk. Í dag er þessi upplýsing frekar fábrotin. Fólk er kjöldregið í gegnum nám þar sem því leiðist fyrir mestan part uns það útskrifast, fullfært um að vinna einhverja tiltekna vinnu en oftar en ekki illa undir það búið að taka þátt í lýðræði með öðrum hætti en að lesa blöðin og mæta í kjördeild stöku sinnum. Ekki það að fólk sé óhæft til þess – þetta rugl lærist hratt! – það er meira að fólk hefur ekki verið hvatt til þess eða fengið sem hluta af menntun sinni skilning á því hvernig er hægt að taka þátt og hvers vegna það er æskilegt. Í þessu ljósi eru Píratar ef til vill frekar stjórnmálahreyfing upplýsingarinnar, loksins sprottin fram tvö hundruð árum of seint en samt vel í tæka tíð til að takast á við kröfur upplýsingaaldar. Við erum ekki félagshyggjufólk eða einstaklingshyggjufólk, heldur einstaklingssinnað félagshyggjufólk, félagslegt einstaklingshyggjufólk. Einstaklingur án samfélags er merkingarlaus, og samfélag verður ekki til án einstaklinga. Það að stefna þessu tvennu saman, eins og gert hefur verið frá upphafi iðnbyltingar, er eingöngu gagnlegt þeim sem vilja að ríkisapparatið þjóni þeim umfram aðra sem eiga meira en hinir. Við tökum ekki slíkt í mál. Opnum markaðina, opnum ríkisbáknið, minnkum flækjustigið og aukum aðkomu fólksins. Afþökkum pólitískar ákvarðanir sem ganga gegn þeirri þekkingu sem er fyrir hendi. Tökum vísindalega nálgun á pólitík. Eins og segir í lagi kántrípönkhljómsveitarinnar Cletus Got Shot: Það er hvorki vinstri vængur, né hægri vængur, heldur allur andskotans fuglinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Smári McCarthy Mest lesið Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson Skoðun Skoðun Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Sjá meira
Mér hundleiðist hægri-vinstri hjal. Heimurinn er áhugaverðari en svo að hægt sé að rúma allar hugmyndir um skipulag samfélagsins innan tveggja afstæðra stefna. Hægri-vinstri skiptingin er upprunalega tilvísun í staðsetningar fylkinga á franska þinginu eftir byltinguna þar, en segja má að pólitísk tvískipting sé alltaf til staðar. Fyrir iðnbyltingu fjallaði tvískiptingin víðast hvar í Evrópu um hvar valdmörk konunga lægi. Eftir iðnbyltingu varð tvískiptingin að baráttu milli verkamanna og eigandavaldsins, eða stundum sett fram sem hópar á móti einstaklingum. Sé þetta hugsað svona verður heimurinn voðalega klénn. Allir eru annaðhvort kapítalistar eða kommúnistar, einstaklingshyggjufólk eða félagshyggjufólk. Það tók nokkra áratugi frá því að iðnbyltingin byrjaði þar til að pólitíska deilan breyttist, og á sama hátt er hin nýja pólitík upplýsingaaldar á frumstigi núna og fyrsta nýja hugmyndafræðin í þessu nýja framleiðslulíkani er að koma fram. Píratar eru alþjóðleg stjórnmálahreyfing í kringum þessar hugmyndir, en hugmyndirnar eru í rauninni nokkurra áratuga gamlar. Þær byggja á dreifðri stjórn og sjálfsákvörðunarrétti einstaklings, samvinnu og upplýstri ákvarðanatöku, en ekki síst gagnsæi – undirrót alls.Ruglið lærist hratt Ein kennisetning okkar er að upplýsingar séu forsenda upplýsingar. Ef frjálst flæði upplýsinga er ekki tryggt er ómögulegt fyrir fólk að vera upplýst. Þetta er í rauninni enn eldri hugmynd. Hún kemur úr einmitt sömu frönsku byltingunni og gaf okkur vinstri-hægri ruglið. Þar var hugmyndin að lýðurinn í landinu skyldi ráða, en að til þess að tryggja að ákvarðanir lýðsins yrðu skynsamar og réttlátar skyldi leitast við að upplýsa fólk. Í dag er þessi upplýsing frekar fábrotin. Fólk er kjöldregið í gegnum nám þar sem því leiðist fyrir mestan part uns það útskrifast, fullfært um að vinna einhverja tiltekna vinnu en oftar en ekki illa undir það búið að taka þátt í lýðræði með öðrum hætti en að lesa blöðin og mæta í kjördeild stöku sinnum. Ekki það að fólk sé óhæft til þess – þetta rugl lærist hratt! – það er meira að fólk hefur ekki verið hvatt til þess eða fengið sem hluta af menntun sinni skilning á því hvernig er hægt að taka þátt og hvers vegna það er æskilegt. Í þessu ljósi eru Píratar ef til vill frekar stjórnmálahreyfing upplýsingarinnar, loksins sprottin fram tvö hundruð árum of seint en samt vel í tæka tíð til að takast á við kröfur upplýsingaaldar. Við erum ekki félagshyggjufólk eða einstaklingshyggjufólk, heldur einstaklingssinnað félagshyggjufólk, félagslegt einstaklingshyggjufólk. Einstaklingur án samfélags er merkingarlaus, og samfélag verður ekki til án einstaklinga. Það að stefna þessu tvennu saman, eins og gert hefur verið frá upphafi iðnbyltingar, er eingöngu gagnlegt þeim sem vilja að ríkisapparatið þjóni þeim umfram aðra sem eiga meira en hinir. Við tökum ekki slíkt í mál. Opnum markaðina, opnum ríkisbáknið, minnkum flækjustigið og aukum aðkomu fólksins. Afþökkum pólitískar ákvarðanir sem ganga gegn þeirri þekkingu sem er fyrir hendi. Tökum vísindalega nálgun á pólitík. Eins og segir í lagi kántrípönkhljómsveitarinnar Cletus Got Shot: Það er hvorki vinstri vængur, né hægri vængur, heldur allur andskotans fuglinn.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun