Leikbúningar stjórnmálamanns Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar 17. janúar 2013 06:00 Brosum við athafnir borgarstjóra í Reykjavík hefur fjölgað síðan Jón Gnarr varð borgarstjóri. Það er kynlegt, að minnsta kosti stundum, að sjá mann, sem gegnir formlegu embætti, í Star Wars-búningi, skátabúningi, draggi, á kanó, með tattú og sjá hann senda frá sér jólakveðju íklæddur apagrímu. Kjósendur treystu á að þeir fengju eitthvað nýtt með kosningu Jóns. Besti flokkurinn lofaði ýmsu sem allir vissu að væri tóm vitleysa. Jón gaf þó eitt risastórt loforð sem var forsenda framboðsins í sjálfu sér en það var loforðið um óhefðbundna stjórnmálaflokkinn. Ef til vill er ekki alveg skýrt hvað felst í slíku loforði. Í því felst þó einhvers konar loforð um traust, samstarf, sanngirni og að segja satt og rétt frá þegar mál eru kynnt fyrir borgarbúum. Þetta er jú allt hegðun sem hefðbundnir stjórnmálamenn áttu fyrir löngu að hafa týnt. Nú þegar kjörtímabil Jóns Gnarr er hálfnað er fróðlegt að velta fyrir sér hvernig þessu eina raunverulega loforði Besta flokksins hefur reitt af. Við slíka skoðun er rétt að líta fyrst til þess, að þegar kemur að málefnum borgarinnar tjá stjórnmálamenn Besta flokksins sig lítið. Í fjölmiðlum fer mest fyrir borgarstjóranum íklæddum búningum eða í fylgd með frægu fólki af ýmsu tagi. Sjaldnar heyrist borgarstjórinn ræða skólamál, velferðarmál eða fjármál borgarinnar. Aðrir borgarfulltrúar meirihlutans tjá sig lítið en beita þess í stað fyrir sig embættismönnum borgarinnar í fjölmiðlum þegar umdeild mál komast á dagskrá. Kannski er þetta óhefðbundin leið en aumt er það að senda embættismenn út af örkinni til að verja óvinsælar pólitískar ákvarðanir.Úr hægri vasa í vinstri Nýlega tilkynntu Besti flokkurinn og Samfylking að Reykvíkingar hefðu eignast Perluna fyrir tæpan milljarð króna. Seljandi byggingarinnar var Orkuveita Reykjavíkur en Reykjavíkurborg á nánast allar eignir og skuldir Orkuveitu Reykjavíkur. Með þessu voru fjármunir því færðir úr hægri vasanum í þann vinstri. Engin raunveruleg sala átti sér stað. Stjórn Orkuveitunnar gengur nefnilega ekkert að selja eignir eins og stefnt var að. Í stað þess að upplýsa heiðarlega um þá staðreynd eins og óhefðbundinn stjórnmálaflokkur hefði eflaust gert valdi Besti flokkurinn bókhaldsbrelluleið og setti á fót leikrit um að búið væri að selja Perluna. Fyrir tveimur árum hefði Jón Gnarr lýst þessu sem hefðbundnum stjórnmálum. Besti flokkurinn hefur raunar aldrei rætt um að létta byrðar fjölskyldna í Reykjavík. Flokkurinn hefur þó fullyrt að velferð og þjónusta eigi að njóta forgangs við ráðstöfum fjármuna. Þegar fjárhagsáætlun 2013 er skoðuð sést að fjölskyldur njóta sannarlega ekki forgangs hjá meirihlutanum. Á tímabilinu sem um ræðir, frá árinu 2010-2013, hefur vísitala neysluverðs hækkað um 13% en hækkanir á þjónustu borgarinnar nema um 20% á sama tíma. Sleppt var að upplýsa af hverju gjöld sem fjölskyldur verða að greiða hafa hækkað 7% umfram vísitölu. Afleiðing þessa er að meðalstór fjölskylda í Reykjavík með börn í grunnskóla og leikskóla mun á næsta ári greiða 330.000 krónum meira fyrir grunnþjónustu hjá Reykjavíkurborg en árið 2010. Hugsanlega hefði verið óhefðbundið að upplýsa um þetta á mannamáli, en Jón Gnarr kaus að láta það ógert.Klassískur leikur Á mánudaginn síðasta kvittaði borgarstjórinn upp á grein í Fréttablaðinu sem sagði frá verkefni um virkjun hugmynda borgarbúa að bættum hverfum í Reykjavík. Svo má skilja að verkefnið hafi byrjað í fyrra og tekist afar vel. Látið er liggja milli hluta að verkefnið hófst fyrir rúmlega fjórum árum, eða árið 2009, þegar borgarbúar tóku í fyrsta sinn þátt í netkosningunni „Kjóstu verkefni í þínu hverfi“. Greinarhöfundur gleymir af ásettu ráði að minnast á þetta enda iðka hefðbundnir stjórnmálamenn víst oft þann leik að eigna sér verkefni sem ganga vel þótt þeir eigi í raun ekkert í þeim. Klassískur leikur í pólitíkinni sem enginn vill að sé við lýði. Einnig er í fersku minni skilgreining meirihlutans á samráði og samstarfi. Kennarar og nemendur finna enn fyrir því að farið var í stórtækar sameiningar á skólum þrátt fyrir mikla andstöðu foreldrafélaga og samtaka kennara. Hvorki meira né minna en 12.000 foreldrar skrifuðu undir mótmæli. Forsenda verksins, hagræðingin, hefur líka heldur betur látið á sér standa enda lá fyrir að lítið sem ekkert sparaðist við alla þessa vinnu og allt þetta brölt. Lofað var að hlusta á sjónarmið foreldra en þau voru virt að vettugi við fyrsta tækifæri. Í kosningabaráttu Besta flokksins árið 2010 hefði þetta vafalítið flokkast undir hefðbundin og gamaldags stjórnmál. Þegar litið er fram hjá leikbúningum og húðflúri er Jón Gnarr og meirihlutinn í Reykjavík í besta falli hefðbundinn. Þetta er ekki það sem kjósendur Besta flokksins vildu. Jón Gnarr bauð sig fram með það að leiðarljósi að tími væri kominn til að skipta út hefðbundnum stjórnmálamönnum. Stjórnmálamennirnir sem Besti flokkurinn gerði gys að aðhafðist nefnilega lítið annað en að svíkja loforð og setja verk sín í búninga sem villtu um fyrir fólki. Þá list virðist Jón sjálfur hins vegar hafa fullkomnað á síðustu tveimur árum. Bókstaflega. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir Mest lesið Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Sjá meira
Brosum við athafnir borgarstjóra í Reykjavík hefur fjölgað síðan Jón Gnarr varð borgarstjóri. Það er kynlegt, að minnsta kosti stundum, að sjá mann, sem gegnir formlegu embætti, í Star Wars-búningi, skátabúningi, draggi, á kanó, með tattú og sjá hann senda frá sér jólakveðju íklæddur apagrímu. Kjósendur treystu á að þeir fengju eitthvað nýtt með kosningu Jóns. Besti flokkurinn lofaði ýmsu sem allir vissu að væri tóm vitleysa. Jón gaf þó eitt risastórt loforð sem var forsenda framboðsins í sjálfu sér en það var loforðið um óhefðbundna stjórnmálaflokkinn. Ef til vill er ekki alveg skýrt hvað felst í slíku loforði. Í því felst þó einhvers konar loforð um traust, samstarf, sanngirni og að segja satt og rétt frá þegar mál eru kynnt fyrir borgarbúum. Þetta er jú allt hegðun sem hefðbundnir stjórnmálamenn áttu fyrir löngu að hafa týnt. Nú þegar kjörtímabil Jóns Gnarr er hálfnað er fróðlegt að velta fyrir sér hvernig þessu eina raunverulega loforði Besta flokksins hefur reitt af. Við slíka skoðun er rétt að líta fyrst til þess, að þegar kemur að málefnum borgarinnar tjá stjórnmálamenn Besta flokksins sig lítið. Í fjölmiðlum fer mest fyrir borgarstjóranum íklæddum búningum eða í fylgd með frægu fólki af ýmsu tagi. Sjaldnar heyrist borgarstjórinn ræða skólamál, velferðarmál eða fjármál borgarinnar. Aðrir borgarfulltrúar meirihlutans tjá sig lítið en beita þess í stað fyrir sig embættismönnum borgarinnar í fjölmiðlum þegar umdeild mál komast á dagskrá. Kannski er þetta óhefðbundin leið en aumt er það að senda embættismenn út af örkinni til að verja óvinsælar pólitískar ákvarðanir.Úr hægri vasa í vinstri Nýlega tilkynntu Besti flokkurinn og Samfylking að Reykvíkingar hefðu eignast Perluna fyrir tæpan milljarð króna. Seljandi byggingarinnar var Orkuveita Reykjavíkur en Reykjavíkurborg á nánast allar eignir og skuldir Orkuveitu Reykjavíkur. Með þessu voru fjármunir því færðir úr hægri vasanum í þann vinstri. Engin raunveruleg sala átti sér stað. Stjórn Orkuveitunnar gengur nefnilega ekkert að selja eignir eins og stefnt var að. Í stað þess að upplýsa heiðarlega um þá staðreynd eins og óhefðbundinn stjórnmálaflokkur hefði eflaust gert valdi Besti flokkurinn bókhaldsbrelluleið og setti á fót leikrit um að búið væri að selja Perluna. Fyrir tveimur árum hefði Jón Gnarr lýst þessu sem hefðbundnum stjórnmálum. Besti flokkurinn hefur raunar aldrei rætt um að létta byrðar fjölskyldna í Reykjavík. Flokkurinn hefur þó fullyrt að velferð og þjónusta eigi að njóta forgangs við ráðstöfum fjármuna. Þegar fjárhagsáætlun 2013 er skoðuð sést að fjölskyldur njóta sannarlega ekki forgangs hjá meirihlutanum. Á tímabilinu sem um ræðir, frá árinu 2010-2013, hefur vísitala neysluverðs hækkað um 13% en hækkanir á þjónustu borgarinnar nema um 20% á sama tíma. Sleppt var að upplýsa af hverju gjöld sem fjölskyldur verða að greiða hafa hækkað 7% umfram vísitölu. Afleiðing þessa er að meðalstór fjölskylda í Reykjavík með börn í grunnskóla og leikskóla mun á næsta ári greiða 330.000 krónum meira fyrir grunnþjónustu hjá Reykjavíkurborg en árið 2010. Hugsanlega hefði verið óhefðbundið að upplýsa um þetta á mannamáli, en Jón Gnarr kaus að láta það ógert.Klassískur leikur Á mánudaginn síðasta kvittaði borgarstjórinn upp á grein í Fréttablaðinu sem sagði frá verkefni um virkjun hugmynda borgarbúa að bættum hverfum í Reykjavík. Svo má skilja að verkefnið hafi byrjað í fyrra og tekist afar vel. Látið er liggja milli hluta að verkefnið hófst fyrir rúmlega fjórum árum, eða árið 2009, þegar borgarbúar tóku í fyrsta sinn þátt í netkosningunni „Kjóstu verkefni í þínu hverfi“. Greinarhöfundur gleymir af ásettu ráði að minnast á þetta enda iðka hefðbundnir stjórnmálamenn víst oft þann leik að eigna sér verkefni sem ganga vel þótt þeir eigi í raun ekkert í þeim. Klassískur leikur í pólitíkinni sem enginn vill að sé við lýði. Einnig er í fersku minni skilgreining meirihlutans á samráði og samstarfi. Kennarar og nemendur finna enn fyrir því að farið var í stórtækar sameiningar á skólum þrátt fyrir mikla andstöðu foreldrafélaga og samtaka kennara. Hvorki meira né minna en 12.000 foreldrar skrifuðu undir mótmæli. Forsenda verksins, hagræðingin, hefur líka heldur betur látið á sér standa enda lá fyrir að lítið sem ekkert sparaðist við alla þessa vinnu og allt þetta brölt. Lofað var að hlusta á sjónarmið foreldra en þau voru virt að vettugi við fyrsta tækifæri. Í kosningabaráttu Besta flokksins árið 2010 hefði þetta vafalítið flokkast undir hefðbundin og gamaldags stjórnmál. Þegar litið er fram hjá leikbúningum og húðflúri er Jón Gnarr og meirihlutinn í Reykjavík í besta falli hefðbundinn. Þetta er ekki það sem kjósendur Besta flokksins vildu. Jón Gnarr bauð sig fram með það að leiðarljósi að tími væri kominn til að skipta út hefðbundnum stjórnmálamönnum. Stjórnmálamennirnir sem Besti flokkurinn gerði gys að aðhafðist nefnilega lítið annað en að svíkja loforð og setja verk sín í búninga sem villtu um fyrir fólki. Þá list virðist Jón sjálfur hins vegar hafa fullkomnað á síðustu tveimur árum. Bókstaflega.
Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun
Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun
Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun