Til þeirrar sem sagði að ég þyrfti „að passa fituprósentuna“ Tara Margrét Vilhjálmsdóttir skrifar 19. janúar 2013 06:00 Við sátum á góðri stundu í árlegu áramótaboði. Ég hef oft séð þig í þessu sama boði og mér finnst yfirleitt frekar gaman að hitta þig. En þar sem við sátum þarna á móti hvor annarri við eldhúsborðið mæltirðu þessu fleygu orð: „Tara, þú ert alveg ótrúlega falleg og munt alltaf verða það … en!“ Þetta „en“ kannast flestar konur, sem ekki falla inn í staðalímynd samfélagsins um vöxt og holdafar, vel við. Þetta er orð sem við höfum flestallar heyrt margoft og í hvert skipti vitum við hvað koma skal í kjölfarið. Það er að sjálfsögðu alltaf misjafnt hvernig það er orðað og flestir reyna að fara fínt í það. Í þessu tilfelli kaust þú að klára setninguna með orðunum „…þú þarft að passa fituprósentuna þína“. Fyrir hvern spyr ég? Fyrir þig? Hvaða rétt telur þú þig hafa á því að hafa eitthvað um fituprósentu mína að segja? Ég útskýrði kurteislega fyrir þér að ég hefði aldrei verið líkamlega og andlega heilbrigðari og að ég hefði ekki áhuga á að fórna því í þeim tilgangi að missa nokkur kíló. Ég hreyfði mig reglulega og borðaði heilnæma fæðu. Þú vísaðir síðan til þess þegar ég var 17 ára. Þá fannst þér ég svo falleg. Þú sagðir mér að það hefði verið „ég“. Ég eigi ekki að vera eins og ég er í dag. Er það „ég“ að vera með átröskun, eins og ég var með á þessum tíma og stuðlaði að grennri vexti mínum? Er það hin sanna „ég“ að líða andlegar og líkamlegar vítiskvalir til að passa inn í eitthvert fyrir fram ákveðið samfélagslegt form sem er engan veginn mitt? Þú áreittir mig allt kvöldið þrátt fyrir að ég bæði þig í sífellu um að láta mig vera. Þegar ég var á leiðinni út um dyrnar króaðirðu mig af og sagðir mér að leita að ákveðnum einkaþjálfara sem þú nefndir með nafni. Því að þá myndu „kílóin sko hrynja af mér“. Þá fékk ég nóg. Ég lét loks reiði mína í ljós, sagði þér að ég hefði einfaldlega engan áhuga á að aukakílóin mín færu að hrynja af mér. Ég væri sátt við mitt og að þú hefðir einfaldlega engan rétt til að tala svona til mín. Þú fórst þá í vörn og skildir hvorki upp né niður í þessum viðbrögðum mínum. Þú varðst reið við mig fyrir að standa með sjálfri mér.Fitufordómar Þetta kvöld varð ég fyrir dæmigerðum fitufordómum. Þeir sem láta þá í ljós réttlæta gjörðir sínar með því hugarfari að viðkomandi eigi fordómana skilið. Þess vegna eru fitufordómar jafn algengir og raun ber vitni, jafnvel á Íslandi. Þeir hafa svokallað samfélagslegt samþykki. Fordómar, af hvaða orsökum sem þeir stafa, geta þó aldrei talist réttlætanlegir. Þetta eru skilaboðin sem ég vil koma á framfæri til þeirra sem telja svona hegðun ásættanlega. Ég get ekki annað en hugsað til þess ef einhver annar en ég hefði orðið fyrir hinu sama af hendi konunnar. Ég veit að margir hefðu líklega þotið fyrir framan næsta spegil að gagnrýna hvern blett líkama síns, að berja sjálfa sig niður. Ég veit það vegna þess að rannsóknir sýna að hátt í 80% íslenskra stúlkna og kvenna á aldrinum 13-24 eru óánægðar með líkama sinn. Flestar þeirra hafa farið í megrun. Og er það einhver furða þegar þessar stúlkur vita að þær þurfa að þola áreiti eins og ég varð fyrir þetta kvöld ef þær voga sér að fara yfir kjörþyngd? Mér fannst leiðinlegt að hefja nýtt ár á þessum nótum. Þetta atvik varð þó til þess að ég fylltist meiri eldmóði fyrir starfi mínu með Samtökum um líkamsvirðingu, hverra markmið eru meðal annars að stuðla að virðingu fyrir fjölbreytileika holdafars, jákvæðri líkamsímynd og heilsueflingu óháð holdafari. Enginn á að þurfa að þola niðrandi glósur um útlit sitt hvort sem þær eru vegna holdafars, háralitar, hæðar eða andlitslags. Það er hegðun sem sýnir okkar innri mann, ekki útlit. Gleðilegt nýtt líkamsvirðingarár! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tara Margrét Vilhjálmsdóttir Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Sjá meira
Við sátum á góðri stundu í árlegu áramótaboði. Ég hef oft séð þig í þessu sama boði og mér finnst yfirleitt frekar gaman að hitta þig. En þar sem við sátum þarna á móti hvor annarri við eldhúsborðið mæltirðu þessu fleygu orð: „Tara, þú ert alveg ótrúlega falleg og munt alltaf verða það … en!“ Þetta „en“ kannast flestar konur, sem ekki falla inn í staðalímynd samfélagsins um vöxt og holdafar, vel við. Þetta er orð sem við höfum flestallar heyrt margoft og í hvert skipti vitum við hvað koma skal í kjölfarið. Það er að sjálfsögðu alltaf misjafnt hvernig það er orðað og flestir reyna að fara fínt í það. Í þessu tilfelli kaust þú að klára setninguna með orðunum „…þú þarft að passa fituprósentuna þína“. Fyrir hvern spyr ég? Fyrir þig? Hvaða rétt telur þú þig hafa á því að hafa eitthvað um fituprósentu mína að segja? Ég útskýrði kurteislega fyrir þér að ég hefði aldrei verið líkamlega og andlega heilbrigðari og að ég hefði ekki áhuga á að fórna því í þeim tilgangi að missa nokkur kíló. Ég hreyfði mig reglulega og borðaði heilnæma fæðu. Þú vísaðir síðan til þess þegar ég var 17 ára. Þá fannst þér ég svo falleg. Þú sagðir mér að það hefði verið „ég“. Ég eigi ekki að vera eins og ég er í dag. Er það „ég“ að vera með átröskun, eins og ég var með á þessum tíma og stuðlaði að grennri vexti mínum? Er það hin sanna „ég“ að líða andlegar og líkamlegar vítiskvalir til að passa inn í eitthvert fyrir fram ákveðið samfélagslegt form sem er engan veginn mitt? Þú áreittir mig allt kvöldið þrátt fyrir að ég bæði þig í sífellu um að láta mig vera. Þegar ég var á leiðinni út um dyrnar króaðirðu mig af og sagðir mér að leita að ákveðnum einkaþjálfara sem þú nefndir með nafni. Því að þá myndu „kílóin sko hrynja af mér“. Þá fékk ég nóg. Ég lét loks reiði mína í ljós, sagði þér að ég hefði einfaldlega engan áhuga á að aukakílóin mín færu að hrynja af mér. Ég væri sátt við mitt og að þú hefðir einfaldlega engan rétt til að tala svona til mín. Þú fórst þá í vörn og skildir hvorki upp né niður í þessum viðbrögðum mínum. Þú varðst reið við mig fyrir að standa með sjálfri mér.Fitufordómar Þetta kvöld varð ég fyrir dæmigerðum fitufordómum. Þeir sem láta þá í ljós réttlæta gjörðir sínar með því hugarfari að viðkomandi eigi fordómana skilið. Þess vegna eru fitufordómar jafn algengir og raun ber vitni, jafnvel á Íslandi. Þeir hafa svokallað samfélagslegt samþykki. Fordómar, af hvaða orsökum sem þeir stafa, geta þó aldrei talist réttlætanlegir. Þetta eru skilaboðin sem ég vil koma á framfæri til þeirra sem telja svona hegðun ásættanlega. Ég get ekki annað en hugsað til þess ef einhver annar en ég hefði orðið fyrir hinu sama af hendi konunnar. Ég veit að margir hefðu líklega þotið fyrir framan næsta spegil að gagnrýna hvern blett líkama síns, að berja sjálfa sig niður. Ég veit það vegna þess að rannsóknir sýna að hátt í 80% íslenskra stúlkna og kvenna á aldrinum 13-24 eru óánægðar með líkama sinn. Flestar þeirra hafa farið í megrun. Og er það einhver furða þegar þessar stúlkur vita að þær þurfa að þola áreiti eins og ég varð fyrir þetta kvöld ef þær voga sér að fara yfir kjörþyngd? Mér fannst leiðinlegt að hefja nýtt ár á þessum nótum. Þetta atvik varð þó til þess að ég fylltist meiri eldmóði fyrir starfi mínu með Samtökum um líkamsvirðingu, hverra markmið eru meðal annars að stuðla að virðingu fyrir fjölbreytileika holdafars, jákvæðri líkamsímynd og heilsueflingu óháð holdafari. Enginn á að þurfa að þola niðrandi glósur um útlit sitt hvort sem þær eru vegna holdafars, háralitar, hæðar eða andlitslags. Það er hegðun sem sýnir okkar innri mann, ekki útlit. Gleðilegt nýtt líkamsvirðingarár!
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar