Jafnaðarstjórn í fjögur ár: Uppbygging atvinnulífsins Jóhanna Sigurðardóttir skrifar 26. janúar 2013 06:00 Þegar ríkisstjórn Samfylkingar og VG tók við stjórn landsins fyrir hartnær fjórum árum voru atvinnumálin þegar sett í forgang. Þörfin var enda brýn, eftir fordæmalaust hrun í íslensku hagkerfi þar sem 15-20 þúsund störf töpuðust. Síðan þá hefur atvinnuleysi minnkað um helming og hefur atvinnulausum fækkað um meira en 10.000. Nú eru fleiri starfandi konur en voru fyrir hrun og er atvinnuþátttaka á Íslandi ein sú mesta í heimi.Atvinnuvegafjárfesting á uppleið Þrátt fyrir erfitt efnahagsástand um allan heim hefur hagvöxtur verið viðvarandi á Íslandi undanfarin rúm tvö ár og það umtalsvert hærri en í flestum okkar helstu samanburðarlöndum. Fjárfesting í hagkerfinu er nú um 15% af landsframleiðslu en sameiginlegt markmið aðila vinnumarkaðarins og stjórnvalda hefur verið um 20% og þangað eigum við að sjálfsögðu að stefna. Það er ánægjulegt að atvinnuvegafjárfestingin er á uppleið og nálgast nú 30 ára meðaltal. Þetta hefur ekki gerst af sjálfu sér.Fjárfest fyrir um 200 milljarða Ríkisstjórnin hefur beitt sér fyrir margvíslegum atvinnuskapandi verkefnum á kjörtímabilinu, bæði almennum og sértækum. Þúsundir starfa hafa þannig skapast hjá iðnaðarmönnum á grundvelli átaksins „Allir vinna“ og á grundvelli laga um ívilnanir vegna nýfjárfestinga hafa þegar verið undirritaðir stórir fjárfestingarsamningar. Samtals er þar um 1.300 ársverk að tefla og samanlagt nema fjárfestingarnar í öllum verkefnunum 180 til 200 milljörðum króna.Orkuöflun og skapandi greinar Stækkun álversins í Straumsvík skiptir einnig miklu máli en nú er auk þess unnið að framkvæmdum við Búðarhálsvirkjun og stækkun Kárahnjúkavirkjunar með framkvæmdum við Sauðárveitu. Landsvirkjun hefur einnig unnið að ýmsum undirbúningsverkefnum vegna fyrirhugaðra virkjana í Bjarnarflagi og á Þeistareykjum en í kjölfar alþjóðlegs útboðs var gerður 2,9 milljarða kr. samningur um ráðgjöf við hönnun og gerð útboðsgagna. Þá eru fjölmörg önnur fjárfestingarverkefni í vinnslu eða þegar hafin, s.s. við gagnaver, fiskeldi, kísilver og önnur mannfrek verkefni. Lög um endurgreiðslu skatta vegna rannsókna- og þróunarkostnaðar hafa einnig reynst okkur vel og stuðlað að vexti fjölmargra fyrirtækja, ekki síst sprotafyrirtækja í hugbúnaðargeiranum.Þúsundir nýrra starfa Á þessu ári verður yfir 10 milljörðum varið til sérstakra fjárfestingarverkefna samkvæmt fjárfestingaráætlun ríkisstjórnarinnar. Áætlunin á að örva hagvöxt og fjölbreytni í atvinnulífi sem styðst við hugvit og nýsköpun, en á þremur árum má reikna með að hún skapi allt að 4.000 bein störf og enn fleiri óbein. Fjárfestingaráætlunin er liður í nýrri sókn eftir efnahagshrunið og er ætlað að treysta innviði og vöxt samfélagsins, ekki síst skapandi greinar í gegnum Kvikmyndasjóð og Verkefnasjóð skapandi greina og græna hagkerfið. Grænn fjárfestingarsjóður verður settur á fót með hálfum milljarði úr að spila á þessu ári og 1,3 milljarðar króna fara í stærstu opinberu rannsóknasjóðina, sem er um tvöföldun á fyrri framlögum.500 milljónir í uppbyggingu Ferðaþjónustan hefur vaxið hratt á kjörtímabilinu en hún aflar mikilvægs gjaldeyris og skapar fjölda starfa. Um fimmtungi fleiri ferðamenn komu til landsins í fyrra en árið áður, ekki síst vegna árangursríks markaðstarfs ferðaþjónustunnar og stjórnvalda undir yfirskriftinni „Inspired by Iceland“. Samkvæmt fjárfestingaráætluninni mun hálfur milljarður renna í uppbyggingu ferðamannastaða á þessu ári og á grundvelli hennar verður einnig unnt að hefja framkvæmdir við Norðfjarðargöng á árinu. Þá hefur verið undirritaður 8,7 milljarða króna lánasamningur vegna framkvæmdar við jarðgöng undir Vaðlaheiði. Nýverið var enn fremur samþykkt að verja 400 milljónum króna í sóknaráætlanir sem skiptast milli átta landshluta.Fleiri flytja til landsins Atvinnumálin eru og hafa verið forgangsmál þessarar ríkisstjórnar. Árangurinn sjáum við í viðvarandi hagvexti, fjölgun starfa, lækkun atvinnuleysis og bættum hag launafólks. Í síðustu viku birtist enn einn ánægjulegur vitnisburður þess að við séum farin að sjá til lands. Í fyrsta sinn frá hruni er fjöldi þeirra sem flytjast til landsins mun meiri en þeirra sem flytja frá landinu og í fyrsta sinn frá hruni fluttu fleiri íslenskir ríkisborgarar til landsins en frá því. Má telja það meðal ánægjulegustu merkja um bata íslenska hagkerfisins og aukna bjartsýni enda eru hagvaxtarhorfur betri hér á landi en víðast hvar í hinum vestræna heimi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhanna Sigurðardóttir Mest lesið Að henda bókum í börn Hildur Ýr Ísberg Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Hvernig borgarfulltrúar verðmeta tímann þinn Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir Skoðun Hafnarfjörður er leiðandi í jafnréttismálum Valdimar Víðisson Skoðun Aðferðarfræði til að auka áfallaþol þjóða Böðvar Tómasson Skoðun Ein stærð passar ekki fyrir öll Sigrún Birgisdóttir ,Þóra Leósdóttir Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun Hvíti stafur menningarinnar Sigþór U. Hallfreðsson Skoðun Skoðun Skoðun Neyðarkall frá Gaza: Svona getur þú hjálpað skrifar Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvíti stafur menningarinnar Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er leiðandi í jafnréttismálum Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Aðferðarfræði til að auka áfallaþol þjóða Böðvar Tómasson skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Hvernig borgarfulltrúar verðmeta tímann þinn Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Að henda bókum í börn Hildur Ýr Ísberg skrifar Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Ein stærð passar ekki fyrir öll Sigrún Birgisdóttir ,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Ömmur án landamæra Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson skrifar Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks skrifar Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova skrifar Skoðun Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Skemmtilegri borg Skúli Helgason skrifar Skoðun Drögum úr svifryksmengun frá umferð heilsunnar vegna Þröstur Þorsteinsson skrifar Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Sjá meira
Þegar ríkisstjórn Samfylkingar og VG tók við stjórn landsins fyrir hartnær fjórum árum voru atvinnumálin þegar sett í forgang. Þörfin var enda brýn, eftir fordæmalaust hrun í íslensku hagkerfi þar sem 15-20 þúsund störf töpuðust. Síðan þá hefur atvinnuleysi minnkað um helming og hefur atvinnulausum fækkað um meira en 10.000. Nú eru fleiri starfandi konur en voru fyrir hrun og er atvinnuþátttaka á Íslandi ein sú mesta í heimi.Atvinnuvegafjárfesting á uppleið Þrátt fyrir erfitt efnahagsástand um allan heim hefur hagvöxtur verið viðvarandi á Íslandi undanfarin rúm tvö ár og það umtalsvert hærri en í flestum okkar helstu samanburðarlöndum. Fjárfesting í hagkerfinu er nú um 15% af landsframleiðslu en sameiginlegt markmið aðila vinnumarkaðarins og stjórnvalda hefur verið um 20% og þangað eigum við að sjálfsögðu að stefna. Það er ánægjulegt að atvinnuvegafjárfestingin er á uppleið og nálgast nú 30 ára meðaltal. Þetta hefur ekki gerst af sjálfu sér.Fjárfest fyrir um 200 milljarða Ríkisstjórnin hefur beitt sér fyrir margvíslegum atvinnuskapandi verkefnum á kjörtímabilinu, bæði almennum og sértækum. Þúsundir starfa hafa þannig skapast hjá iðnaðarmönnum á grundvelli átaksins „Allir vinna“ og á grundvelli laga um ívilnanir vegna nýfjárfestinga hafa þegar verið undirritaðir stórir fjárfestingarsamningar. Samtals er þar um 1.300 ársverk að tefla og samanlagt nema fjárfestingarnar í öllum verkefnunum 180 til 200 milljörðum króna.Orkuöflun og skapandi greinar Stækkun álversins í Straumsvík skiptir einnig miklu máli en nú er auk þess unnið að framkvæmdum við Búðarhálsvirkjun og stækkun Kárahnjúkavirkjunar með framkvæmdum við Sauðárveitu. Landsvirkjun hefur einnig unnið að ýmsum undirbúningsverkefnum vegna fyrirhugaðra virkjana í Bjarnarflagi og á Þeistareykjum en í kjölfar alþjóðlegs útboðs var gerður 2,9 milljarða kr. samningur um ráðgjöf við hönnun og gerð útboðsgagna. Þá eru fjölmörg önnur fjárfestingarverkefni í vinnslu eða þegar hafin, s.s. við gagnaver, fiskeldi, kísilver og önnur mannfrek verkefni. Lög um endurgreiðslu skatta vegna rannsókna- og þróunarkostnaðar hafa einnig reynst okkur vel og stuðlað að vexti fjölmargra fyrirtækja, ekki síst sprotafyrirtækja í hugbúnaðargeiranum.Þúsundir nýrra starfa Á þessu ári verður yfir 10 milljörðum varið til sérstakra fjárfestingarverkefna samkvæmt fjárfestingaráætlun ríkisstjórnarinnar. Áætlunin á að örva hagvöxt og fjölbreytni í atvinnulífi sem styðst við hugvit og nýsköpun, en á þremur árum má reikna með að hún skapi allt að 4.000 bein störf og enn fleiri óbein. Fjárfestingaráætlunin er liður í nýrri sókn eftir efnahagshrunið og er ætlað að treysta innviði og vöxt samfélagsins, ekki síst skapandi greinar í gegnum Kvikmyndasjóð og Verkefnasjóð skapandi greina og græna hagkerfið. Grænn fjárfestingarsjóður verður settur á fót með hálfum milljarði úr að spila á þessu ári og 1,3 milljarðar króna fara í stærstu opinberu rannsóknasjóðina, sem er um tvöföldun á fyrri framlögum.500 milljónir í uppbyggingu Ferðaþjónustan hefur vaxið hratt á kjörtímabilinu en hún aflar mikilvægs gjaldeyris og skapar fjölda starfa. Um fimmtungi fleiri ferðamenn komu til landsins í fyrra en árið áður, ekki síst vegna árangursríks markaðstarfs ferðaþjónustunnar og stjórnvalda undir yfirskriftinni „Inspired by Iceland“. Samkvæmt fjárfestingaráætluninni mun hálfur milljarður renna í uppbyggingu ferðamannastaða á þessu ári og á grundvelli hennar verður einnig unnt að hefja framkvæmdir við Norðfjarðargöng á árinu. Þá hefur verið undirritaður 8,7 milljarða króna lánasamningur vegna framkvæmdar við jarðgöng undir Vaðlaheiði. Nýverið var enn fremur samþykkt að verja 400 milljónum króna í sóknaráætlanir sem skiptast milli átta landshluta.Fleiri flytja til landsins Atvinnumálin eru og hafa verið forgangsmál þessarar ríkisstjórnar. Árangurinn sjáum við í viðvarandi hagvexti, fjölgun starfa, lækkun atvinnuleysis og bættum hag launafólks. Í síðustu viku birtist enn einn ánægjulegur vitnisburður þess að við séum farin að sjá til lands. Í fyrsta sinn frá hruni er fjöldi þeirra sem flytjast til landsins mun meiri en þeirra sem flytja frá landinu og í fyrsta sinn frá hruni fluttu fleiri íslenskir ríkisborgarar til landsins en frá því. Má telja það meðal ánægjulegustu merkja um bata íslenska hagkerfisins og aukna bjartsýni enda eru hagvaxtarhorfur betri hér á landi en víðast hvar í hinum vestræna heimi.
Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun
Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun