Efnahagur við hengiflug Kristinn H. Gunnarsson skrifar 28. janúar 2013 06:00 Þjóðarbúið er fjárhagslega í alvarlegri stöðu en nokkru sinni fyrr. Brýnasta verkefni stjórnvalda á næsta kjörtímabili verður að koma í veg fyrir stóráföll og leggja grunn að bættum lífskjörum síðar. Margt hefur verið vel gert eftir bankahrunið en því fer fjarri að mestur vandinn sé að baki. Öðru nær, stjórnvöld þurfa á næstu árum að taka mjög erfiðar ákvarðanir ef ekki á illa að fara. Ef gjaldeyrishaftanna nyti ekki við er líklegt að gengið myndi falla um 40%. Seðlabankinn keypti nýlega evrur í gjaldeyrisútboði og greiddi 233 krónur fyrir hverja evru. Þá var opinbera gengið 167 kr. Fjörutíu prósenta gengisfelling lækkar kaupmátt um 20% innan árs og um 40% þegar öll áhrifin yrðu komin fram. Gjaldeyrishöftin halda uppi kaupmætti umfram það sem annars er raunhæft. Ef takast á að finna úrræði sem mun á næstu árum minnka þennan vanda án verulegrar kjaraskerðingar, þarf að verða aukin verðmætasköpun, stöðugleiki í efnahagsmálum, lág verðbólga og hallalaus rekstur hins opinbera. Gjaldeyrishöft til lengri tíma munu aldrei halda að fullu og leiða til stöðugrar verðbólgu, sem mun svo skerða lífskjörin. Hið opinbera stendur illa og ber ekki aukin útgjöld. Heildarskuldir eru ríflega 1500 milljarðar króna. Til viðbótar eru svo um 500 milljarða króna skuldbindingar vegna lífeyrisréttinda og Íbúðalánasjóðs. Ríkissjóður er rekinn með halla. Vaxtakostnaður hans er um 90 milljarðar króna á ári. Fjármálaráðuneytið metur stöðuna alvarlega í skýrslu frá október 2011 og telur að greiða þurfi niður skuldir á næstu 3-6 árum um 600 milljarða króna, að öðrum kosti muni vaxtakostnaður aukast enn og skera þurfi ríkisútgjöld niður enn frekar. Víst er að gera þarf kerfisbreytingu í ríkisútgjöldum þar sem almennur niðurskurður gengur ekki lengur. Í þessari stöðu eru stjórnmálaflokkarnir í aðdraganda kosninga að bjóða aukin ríkisútgjöld sem ekki er til fyrir. Sumir bjóða meira í barnabætur og fæðingarorlof en aðrir að ríkissjóður greiði niður fasteignaskuldir einstaklinga fyrir allt að 270 milljarða króna. Verði þessi firring að veruleika förum við fram af hengifluginu og allir munu tapa. Fjárhagslegt sjálfstæði þjóðarinnar er undir á þessum uppboðsmarkaði kosningaloforðanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn H. Gunnarsson Mest lesið Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Sjá meira
Þjóðarbúið er fjárhagslega í alvarlegri stöðu en nokkru sinni fyrr. Brýnasta verkefni stjórnvalda á næsta kjörtímabili verður að koma í veg fyrir stóráföll og leggja grunn að bættum lífskjörum síðar. Margt hefur verið vel gert eftir bankahrunið en því fer fjarri að mestur vandinn sé að baki. Öðru nær, stjórnvöld þurfa á næstu árum að taka mjög erfiðar ákvarðanir ef ekki á illa að fara. Ef gjaldeyrishaftanna nyti ekki við er líklegt að gengið myndi falla um 40%. Seðlabankinn keypti nýlega evrur í gjaldeyrisútboði og greiddi 233 krónur fyrir hverja evru. Þá var opinbera gengið 167 kr. Fjörutíu prósenta gengisfelling lækkar kaupmátt um 20% innan árs og um 40% þegar öll áhrifin yrðu komin fram. Gjaldeyrishöftin halda uppi kaupmætti umfram það sem annars er raunhæft. Ef takast á að finna úrræði sem mun á næstu árum minnka þennan vanda án verulegrar kjaraskerðingar, þarf að verða aukin verðmætasköpun, stöðugleiki í efnahagsmálum, lág verðbólga og hallalaus rekstur hins opinbera. Gjaldeyrishöft til lengri tíma munu aldrei halda að fullu og leiða til stöðugrar verðbólgu, sem mun svo skerða lífskjörin. Hið opinbera stendur illa og ber ekki aukin útgjöld. Heildarskuldir eru ríflega 1500 milljarðar króna. Til viðbótar eru svo um 500 milljarða króna skuldbindingar vegna lífeyrisréttinda og Íbúðalánasjóðs. Ríkissjóður er rekinn með halla. Vaxtakostnaður hans er um 90 milljarðar króna á ári. Fjármálaráðuneytið metur stöðuna alvarlega í skýrslu frá október 2011 og telur að greiða þurfi niður skuldir á næstu 3-6 árum um 600 milljarða króna, að öðrum kosti muni vaxtakostnaður aukast enn og skera þurfi ríkisútgjöld niður enn frekar. Víst er að gera þarf kerfisbreytingu í ríkisútgjöldum þar sem almennur niðurskurður gengur ekki lengur. Í þessari stöðu eru stjórnmálaflokkarnir í aðdraganda kosninga að bjóða aukin ríkisútgjöld sem ekki er til fyrir. Sumir bjóða meira í barnabætur og fæðingarorlof en aðrir að ríkissjóður greiði niður fasteignaskuldir einstaklinga fyrir allt að 270 milljarða króna. Verði þessi firring að veruleika förum við fram af hengifluginu og allir munu tapa. Fjárhagslegt sjálfstæði þjóðarinnar er undir á þessum uppboðsmarkaði kosningaloforðanna.
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar