Keyrum þetta í gang Gunnar Bragi Sveinsson skrifar 8. febrúar 2013 06:00 Þúsundir Íslendinga vinna nú erlendis og þúsundir munu á næstu árum klára háskólanám hérlendis og erlendis. Margir þeirra er vinna utan landsteinanna eru sérfræðingar á einhverju sviði, læknar, hjúkrunarfólk, rafvirkjar, píparar o.s.frv. Flestir þeirra hafa menntað sig og hlotið reynslu á Íslandi og því mikil þjóðhagsleg verðmæti í þessu fólki. Næstu árin verður eitt af forgangsverkefnunum okkar að skapa aðstæður svo að fyrirtæki landsins geti ráðið fólk til vinnu eða þá að fólk hafi tök á að koma sér upp sínum eigin rekstri. Nóg er af áhugasömu og hæfileikaríku fólki en umhverfið sem er í boði í dag er of óvinveitt, m.a. vegna mikillar óvissu um flesta hluti. Framsókn vill eyða þessari óvissu og búa til hvata til að fjölga störfum á hinum almenna vinnumarkaði. Einnig viljum við tryggja grunnþjónustu landsins, s.s. heilbrigðisþjónustu, löggæslu og menntun, en sú þjónusta er best tryggð með því að fjölga þeim sem greiða skatta til ríkis og sveitarfélaga. Rekstrarumhverfi fyrirtækja verður að endurskoða, sérstaklega þeirra smærri. Einfalda verður skattaumhverfi og búa til hvata til fjárfestinga og nýsköpunar svo eitthvað sé nefnt. Breyta verður samstarfi ríkis og aðila vinnumarkaðarins þannig að trúnaður og traust ríki meðal þessara aðila því það er útilokað að ná árangri án þess að svo sé. Með samvinnu um leiðir að settu marki fullyrði ég að mjög hratt er hægt að bæta stöðu þjóðarinnar. Framtíð Íslands er góð ef við náum að virkja þann kraft sem býr í þjóðinni. Beisla verður kraftinn svo frjó og skapandi hugsun verði að verkefnum sem skapa störf og tekjur. Hlutverk okkar stjórnmálamanna verður að skapa umhverfi og hvata til að störfum fjölgi svo við getum fengið okkar dýrmætu þjóðfélagsþegna aftur heim, tekið við fólkinu úr skólunum, bætt hag vinnandi fólks um leið og við rennum styrkari stoðum undir grunnatvinnugreinar þjóðarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Bragi Sveinsson Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Þúsundir Íslendinga vinna nú erlendis og þúsundir munu á næstu árum klára háskólanám hérlendis og erlendis. Margir þeirra er vinna utan landsteinanna eru sérfræðingar á einhverju sviði, læknar, hjúkrunarfólk, rafvirkjar, píparar o.s.frv. Flestir þeirra hafa menntað sig og hlotið reynslu á Íslandi og því mikil þjóðhagsleg verðmæti í þessu fólki. Næstu árin verður eitt af forgangsverkefnunum okkar að skapa aðstæður svo að fyrirtæki landsins geti ráðið fólk til vinnu eða þá að fólk hafi tök á að koma sér upp sínum eigin rekstri. Nóg er af áhugasömu og hæfileikaríku fólki en umhverfið sem er í boði í dag er of óvinveitt, m.a. vegna mikillar óvissu um flesta hluti. Framsókn vill eyða þessari óvissu og búa til hvata til að fjölga störfum á hinum almenna vinnumarkaði. Einnig viljum við tryggja grunnþjónustu landsins, s.s. heilbrigðisþjónustu, löggæslu og menntun, en sú þjónusta er best tryggð með því að fjölga þeim sem greiða skatta til ríkis og sveitarfélaga. Rekstrarumhverfi fyrirtækja verður að endurskoða, sérstaklega þeirra smærri. Einfalda verður skattaumhverfi og búa til hvata til fjárfestinga og nýsköpunar svo eitthvað sé nefnt. Breyta verður samstarfi ríkis og aðila vinnumarkaðarins þannig að trúnaður og traust ríki meðal þessara aðila því það er útilokað að ná árangri án þess að svo sé. Með samvinnu um leiðir að settu marki fullyrði ég að mjög hratt er hægt að bæta stöðu þjóðarinnar. Framtíð Íslands er góð ef við náum að virkja þann kraft sem býr í þjóðinni. Beisla verður kraftinn svo frjó og skapandi hugsun verði að verkefnum sem skapa störf og tekjur. Hlutverk okkar stjórnmálamanna verður að skapa umhverfi og hvata til að störfum fjölgi svo við getum fengið okkar dýrmætu þjóðfélagsþegna aftur heim, tekið við fólkinu úr skólunum, bætt hag vinnandi fólks um leið og við rennum styrkari stoðum undir grunnatvinnugreinar þjóðarinnar.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar