Háskalegur blekkingarleikur Kristinn H. Gunnarsson skrifar 13. febrúar 2013 06:00 Um árabil hefur verið stundaður háskalegur blekkingarleikur um áhrif verðtryggingar á lánum. Áróðurinn hefur aukist eftir bankahrunið 2008. Því er haldið fram að lánin hafi stökkbreyst vegna verðtryggingarinnar. Boðað er að lausnin felist í óverðtryggðum lánum. Þá geti lántakendur verið rólegir þrátt fyrir verðbólgu því að höfuðstóll lánanna muni ekki hækka. Til vara er lagt til að setja hámark á verðtrygginguna þannig að verðbólga umfram það verði lántakandanum að kostnaðarlausu. Þarna er alvarleg blekking á ferðinni. Lántakendur eru látnir halda að aðgerðin lækki vaxtakostnaðinn, en staðreyndin er að þeir yrðu að mestu leyti verr staddir en áður ef þessi málflutningur næði fram að ganga. Ýmsar skýrslur á undanförunum árum, þar með Seðlabanka Íslands, staðfesta að óverðtryggðir vextir eru að jafnaði hærri en verðtryggðir. Askar Capital telur í skýrslu frá mars 2010, sem unnin var fyrir efnahagsráðuneytið, að ætla megi að vaxtastig yrði hærra ef verðtryggingar nyti ekki við. Afnám verðtryggingar á lánum myndi því ekki lækka vaxtakostnað lántakenda, heldur er líklegast að vextirnir yrðu hærri. Sú tillaga að setja þak á verðbætur verðtryggðra lána er villuljós, þar sem þá myndu vextirnir ofan á verðtrygginguna hækka. Það lánar enginn peninga með tapi og þess yrði gætt að vextir og verðtrygging samanlagt yrðu fyrir ofan verðbólguna hverju sinni, rétt eins og gert er í óverðtryggðum lánum. Í verðtryggðum lánum er áföllnum verðbótum á hverjum gjalddaga dreift á eftirstöðvar af lánstímanum og aðeins hluti þeirra kemur til greiðslu. Ef svokölluð stökkbreytt lán hefðu verið óverðtryggð þegar hrunið varð, hefði hver greiðsla orðið óviðráðanlega há og tugþúsundir hefðu líkast til ekki getað staðið í skilum. En vegna greiðsludreifingarinnar verður skuldin viðráðanleg. Munurinn á verðtryggðum og óverðtryggðum lánum er aðeins hvenær vextirnir og verðbæturnar eru greiddar. Þegar upp er staðið er kostnaðurinn svipaður, þó heldur meiri í óverðtryggðum lánum. Eigi húsnæðislán að vera eingöngu óverðtryggð yrði óhjákvæmilegt að taka upp svipaða greiðsludreifingu á vöxtum og gildir um verðtrygginguna ef ekki á illa að fara. Hvað er þá áunnið með afnámi verðtryggingar? Vandinn liggur í viðvarandi verðbólgu og óábyrgri efnahagsstjórn en ekki í formi vaxtanna. Þeir sem stunda blekkingarleikinn eru vandamál en ekki lausn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn H. Gunnarsson Mest lesið Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Þetta er allt í vinnslu“ María Pétursdóttir skrifar Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar Skoðun Iðnaðarstefna – stökkpallur inn í næsta hagvaxtarskeið Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson skrifar Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Sjá meira
Um árabil hefur verið stundaður háskalegur blekkingarleikur um áhrif verðtryggingar á lánum. Áróðurinn hefur aukist eftir bankahrunið 2008. Því er haldið fram að lánin hafi stökkbreyst vegna verðtryggingarinnar. Boðað er að lausnin felist í óverðtryggðum lánum. Þá geti lántakendur verið rólegir þrátt fyrir verðbólgu því að höfuðstóll lánanna muni ekki hækka. Til vara er lagt til að setja hámark á verðtrygginguna þannig að verðbólga umfram það verði lántakandanum að kostnaðarlausu. Þarna er alvarleg blekking á ferðinni. Lántakendur eru látnir halda að aðgerðin lækki vaxtakostnaðinn, en staðreyndin er að þeir yrðu að mestu leyti verr staddir en áður ef þessi málflutningur næði fram að ganga. Ýmsar skýrslur á undanförunum árum, þar með Seðlabanka Íslands, staðfesta að óverðtryggðir vextir eru að jafnaði hærri en verðtryggðir. Askar Capital telur í skýrslu frá mars 2010, sem unnin var fyrir efnahagsráðuneytið, að ætla megi að vaxtastig yrði hærra ef verðtryggingar nyti ekki við. Afnám verðtryggingar á lánum myndi því ekki lækka vaxtakostnað lántakenda, heldur er líklegast að vextirnir yrðu hærri. Sú tillaga að setja þak á verðbætur verðtryggðra lána er villuljós, þar sem þá myndu vextirnir ofan á verðtrygginguna hækka. Það lánar enginn peninga með tapi og þess yrði gætt að vextir og verðtrygging samanlagt yrðu fyrir ofan verðbólguna hverju sinni, rétt eins og gert er í óverðtryggðum lánum. Í verðtryggðum lánum er áföllnum verðbótum á hverjum gjalddaga dreift á eftirstöðvar af lánstímanum og aðeins hluti þeirra kemur til greiðslu. Ef svokölluð stökkbreytt lán hefðu verið óverðtryggð þegar hrunið varð, hefði hver greiðsla orðið óviðráðanlega há og tugþúsundir hefðu líkast til ekki getað staðið í skilum. En vegna greiðsludreifingarinnar verður skuldin viðráðanleg. Munurinn á verðtryggðum og óverðtryggðum lánum er aðeins hvenær vextirnir og verðbæturnar eru greiddar. Þegar upp er staðið er kostnaðurinn svipaður, þó heldur meiri í óverðtryggðum lánum. Eigi húsnæðislán að vera eingöngu óverðtryggð yrði óhjákvæmilegt að taka upp svipaða greiðsludreifingu á vöxtum og gildir um verðtrygginguna ef ekki á illa að fara. Hvað er þá áunnið með afnámi verðtryggingar? Vandinn liggur í viðvarandi verðbólgu og óábyrgri efnahagsstjórn en ekki í formi vaxtanna. Þeir sem stunda blekkingarleikinn eru vandamál en ekki lausn.
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun