Betri lánasjóður Katrín Jakobsdóttir skrifar 1. mars 2013 06:00 Frá því að Lánasjóður íslenskra námsmanna var stofnaður hefur hann gegnt lykilhlutverki í að skapa Íslendingum jöfn tækifæri til náms með því að lána námsmönnum fyrir framfærslu á meðan á námi stendur sem þeir greiða til baka á viðráðanlegum kjörum. Lánasjóðurinn varð til vegna baráttu íslenskra námsmanna. Því er mikilvægt að hlustað sé á áherslur námsmanna þegar kemur að málefnum Lánasjóðsins. Á kjörtímabilinu höfum við lagt okkur fram um að eiga gott samstarf við námsmenn og hefur það leitt til ýmissa úrbóta á sjóðnum. Við höfum afnumið kröfuna um ábyrgðarmenn á nýjum námslánum og þannig brugðist við sjónarmiðum sem námsmenn hafa haldið á lofti í áratugi. Þau sjónarmið byggðust á því að krafa um ábyrgðarmann væri andstæð því markmiði Lánasjóðsins að tryggja jafnrétti til náms, enda ekki sjálfgefið að allir gætu mætt henni og þeir því útilokaðir frá aðstoð sjóðsins. Afnám þessarar kröfu var sérstaklega mikilvægur liður í að tryggja jafnrétti til náms í því efnahagsástandi sem skapaðist í kjölfar hrunsins. Við höfum hækkað grunnframfærslu námslána um 39,8% á kjörtímabilinu eða um 10,7% að raungildi að teknu tilliti til verðlags og hafa kjör námsmanna því batnað að þessu leyti þrátt fyrir erfitt efnahagsástand. Til samanburðar lækkaði grunnframfærslan um 5,5% að raungildi á árunum 1991 til 2009. En þó að tekist hafi að hækka grunnframfærsluna verulega á undanförnum árum er ljóst að hún þarf að hækka enn frekar og að því stefnum við. Og nú liggur fyrir frumvarp til nýrra laga um Lánasjóð íslenskra námsmanna. Það er unnið í samstarfi við fulltrúa námsmanna og þar eru stigin frekari skref til þess að bæta stöðu þeirra. Þar ber hæst tillaga um að hluti grunnframfærslu námslána falli niður ljúki námsmaður námi sínu á tilsettum tíma. Enn fremur er lagt til að ábyrgðir falli niður á eldri lánum við 67 ára aldur. Að auki er lagt til að tekið verði til skoðunar að endurgreiðslur námslána verði frádráttarbærar frá skatti í þeim tilgangi að skapa hvata fyrir fólk að nýta menntun sína í þágu íslensks samfélags. Verði frumvarpið samþykkt verður Lánasjóðurinn enn betri fyrir íslenska námsmenn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Jakobsdóttir Mest lesið Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Sjá meira
Frá því að Lánasjóður íslenskra námsmanna var stofnaður hefur hann gegnt lykilhlutverki í að skapa Íslendingum jöfn tækifæri til náms með því að lána námsmönnum fyrir framfærslu á meðan á námi stendur sem þeir greiða til baka á viðráðanlegum kjörum. Lánasjóðurinn varð til vegna baráttu íslenskra námsmanna. Því er mikilvægt að hlustað sé á áherslur námsmanna þegar kemur að málefnum Lánasjóðsins. Á kjörtímabilinu höfum við lagt okkur fram um að eiga gott samstarf við námsmenn og hefur það leitt til ýmissa úrbóta á sjóðnum. Við höfum afnumið kröfuna um ábyrgðarmenn á nýjum námslánum og þannig brugðist við sjónarmiðum sem námsmenn hafa haldið á lofti í áratugi. Þau sjónarmið byggðust á því að krafa um ábyrgðarmann væri andstæð því markmiði Lánasjóðsins að tryggja jafnrétti til náms, enda ekki sjálfgefið að allir gætu mætt henni og þeir því útilokaðir frá aðstoð sjóðsins. Afnám þessarar kröfu var sérstaklega mikilvægur liður í að tryggja jafnrétti til náms í því efnahagsástandi sem skapaðist í kjölfar hrunsins. Við höfum hækkað grunnframfærslu námslána um 39,8% á kjörtímabilinu eða um 10,7% að raungildi að teknu tilliti til verðlags og hafa kjör námsmanna því batnað að þessu leyti þrátt fyrir erfitt efnahagsástand. Til samanburðar lækkaði grunnframfærslan um 5,5% að raungildi á árunum 1991 til 2009. En þó að tekist hafi að hækka grunnframfærsluna verulega á undanförnum árum er ljóst að hún þarf að hækka enn frekar og að því stefnum við. Og nú liggur fyrir frumvarp til nýrra laga um Lánasjóð íslenskra námsmanna. Það er unnið í samstarfi við fulltrúa námsmanna og þar eru stigin frekari skref til þess að bæta stöðu þeirra. Þar ber hæst tillaga um að hluti grunnframfærslu námslána falli niður ljúki námsmaður námi sínu á tilsettum tíma. Enn fremur er lagt til að ábyrgðir falli niður á eldri lánum við 67 ára aldur. Að auki er lagt til að tekið verði til skoðunar að endurgreiðslur námslána verði frádráttarbærar frá skatti í þeim tilgangi að skapa hvata fyrir fólk að nýta menntun sína í þágu íslensks samfélags. Verði frumvarpið samþykkt verður Lánasjóðurinn enn betri fyrir íslenska námsmenn.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun