Stríðið gegn fíkniefnum Mikael Torfason skrifar 7. mars 2013 06:00 Við munum líklega ekki lögleiða fíkniefni á nýju kjörtímabili en það er spurning hvort við verðum ekki að leita nýrra leiða til að bregðast við fíkniefnavandanum. Fíkniefnamarkaðurinn sem slíkur er talinn velta 15-30 milljörðum króna á hverju ári, samkvæmt meistararitgerð Ara Matthíassonar fyrir nokkrum árum. Til samanburðar kostar um 30 milljarða að reka Landspítalann. Við Íslendingar notum í það minnsta yfir 700 kíló af amfetamíni og meira en tonn af kannabisefnum, sem eru helstu efnin sem notuð eru hér á landi. Hið svokallaða stríð gegn fíkniefnum hefur haft lítil áhrif síðustu áratugi og þótt lögregla hafi oft verið efld (og reyndar stundum verið skorin niður) þá breytir það litlu. Við á Íslandi höfum apað flest upp eftir Bandaríkjamönnum í stríðinu gegn fíkniefnum. Richard Nixon hóf þá vegferð vestra og í dag er svo komið að hvergi í veröldinni eru jafnmargir fangar og í Bandaríkjunum. Sú staðreynd skrifast að mestu á þetta stríð Bandaríkjamanna gegn fíkniefnum. Hér á landi erum við einnig dugleg að loka fólk inni fyrir brot gegn fíkniefnalöggjöfinni en erum blessunarlega lin við litla neytandann; sjálfan fíkilinn. Enda er það svo að fíkniefnavandinn er fyrst og síðast heilbrigðisvandamál og félagslegt. Þetta vitum við Íslendingar vel og finnum fyrir í okkar eigin nærumhverfi. Næstum fimmtungur íslenskra karla fer á Vog einhvern tíma á lífsleiðinni og tíunda hver kona. Við látum okkur málefni áfengis- og vímuefnasjúklinga varða og yfir 30 þúsund manns hafa skrifað undir áskorun SÁÁ um betra líf fyrir þá vímuefnasjúklinga sem enn þjást. Áskorunin felur í sér mannúðlega nálgun þar sem ríkið er hvatt til að eyða hluta áfengisgjaldsins í þá sjúklinga sem eru mjög langt leiddir og síðan börn fíkla. Þetta er allt gott og gilt. En hvað eigum við að gera við markað sem veltir 15-30 milljörðum króna og lýtur einokun glæpaklíkna? Eigum við að halda áfram að tryggja þeim einokun á þessum markaði með harðri löggjöf og hertri löggæslu? Við takmörkum aðgengi að áfengi með því að stýra verðinu með ríkiseinokun en á meðan útilokum við hassistann og neyðum hann til að versla við vafasamt fólk í skúmaskotum og dimmum kjöllurum. Kannski er kominn tími til að bjóða hassistanum inn í hlýjuna og leita nýrra lausna. Í stríðinu gegn fíkniefnum erum við komin í sjálfheldu. Neyslan er ekki að minnka, glæpamennirnir eru ekki að linast og virðast þvert á móti forhertari með hverjum deginum sem líður. Því finnum við öll fyrir. Ofbeldið sem við lesum um í fréttum verður sífellt grófara og býr til samfélag, neðanjarðar, sem við getum ekki sætt okkur við. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mikael Torfason Mest lesið Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Við munum líklega ekki lögleiða fíkniefni á nýju kjörtímabili en það er spurning hvort við verðum ekki að leita nýrra leiða til að bregðast við fíkniefnavandanum. Fíkniefnamarkaðurinn sem slíkur er talinn velta 15-30 milljörðum króna á hverju ári, samkvæmt meistararitgerð Ara Matthíassonar fyrir nokkrum árum. Til samanburðar kostar um 30 milljarða að reka Landspítalann. Við Íslendingar notum í það minnsta yfir 700 kíló af amfetamíni og meira en tonn af kannabisefnum, sem eru helstu efnin sem notuð eru hér á landi. Hið svokallaða stríð gegn fíkniefnum hefur haft lítil áhrif síðustu áratugi og þótt lögregla hafi oft verið efld (og reyndar stundum verið skorin niður) þá breytir það litlu. Við á Íslandi höfum apað flest upp eftir Bandaríkjamönnum í stríðinu gegn fíkniefnum. Richard Nixon hóf þá vegferð vestra og í dag er svo komið að hvergi í veröldinni eru jafnmargir fangar og í Bandaríkjunum. Sú staðreynd skrifast að mestu á þetta stríð Bandaríkjamanna gegn fíkniefnum. Hér á landi erum við einnig dugleg að loka fólk inni fyrir brot gegn fíkniefnalöggjöfinni en erum blessunarlega lin við litla neytandann; sjálfan fíkilinn. Enda er það svo að fíkniefnavandinn er fyrst og síðast heilbrigðisvandamál og félagslegt. Þetta vitum við Íslendingar vel og finnum fyrir í okkar eigin nærumhverfi. Næstum fimmtungur íslenskra karla fer á Vog einhvern tíma á lífsleiðinni og tíunda hver kona. Við látum okkur málefni áfengis- og vímuefnasjúklinga varða og yfir 30 þúsund manns hafa skrifað undir áskorun SÁÁ um betra líf fyrir þá vímuefnasjúklinga sem enn þjást. Áskorunin felur í sér mannúðlega nálgun þar sem ríkið er hvatt til að eyða hluta áfengisgjaldsins í þá sjúklinga sem eru mjög langt leiddir og síðan börn fíkla. Þetta er allt gott og gilt. En hvað eigum við að gera við markað sem veltir 15-30 milljörðum króna og lýtur einokun glæpaklíkna? Eigum við að halda áfram að tryggja þeim einokun á þessum markaði með harðri löggjöf og hertri löggæslu? Við takmörkum aðgengi að áfengi með því að stýra verðinu með ríkiseinokun en á meðan útilokum við hassistann og neyðum hann til að versla við vafasamt fólk í skúmaskotum og dimmum kjöllurum. Kannski er kominn tími til að bjóða hassistanum inn í hlýjuna og leita nýrra lausna. Í stríðinu gegn fíkniefnum erum við komin í sjálfheldu. Neyslan er ekki að minnka, glæpamennirnir eru ekki að linast og virðast þvert á móti forhertari með hverjum deginum sem líður. Því finnum við öll fyrir. Ofbeldið sem við lesum um í fréttum verður sífellt grófara og býr til samfélag, neðanjarðar, sem við getum ekki sætt okkur við.
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun