Okkur er ekki treystandi Mikael Torfason skrifar 9. mars 2013 06:00 Við sem samfélag eigum í miklum erfiðleikum með hvernig við bregðumst við kynferðisofbeldi gegn börnum. Í gær birtum við í Fréttablaðinu viðtöl við ungmenni sem orðið hafa fyrir kynferðisofbeldi. Þau sögðu reynslu sína ekki góða af kerfinu okkar: „Þetta er mjög hrottaleg meðferð sem þetta opinbera kerfi er að veita þessum einstaklingum sem verða fyrir ofbeldi," sagði tvítugur piltur sem var misnotaður af frænda sínum þegar hann var níu ára gamall. Hann segist feginn því að fjölskyldan hafi ekki kært og að mál hans hafi verið útkljáð innan fjölskyldunnar. Í fyrradag settist þessi ungi drengur niður með ráðherrum ríkisstjórnarinnar ásamt öðrum krökkum sem sögðu frá reynslu sinni. Sögur krakkanna voru sláandi en það sem sló fyrrnefndan pilt mest voru sögur hinna krakkanna af kerfinu. Honum fannst eins og þau hefðu gengið í gegnum helvíti. Sjálfur sagði hann að Barnahús hefði hjálpað sér mest og undir það tók átján ára stúlka sem við ræddum einnig við í blaðinu í gær. Hún sagði nauðgara eins og vitsugur úr skáldsögum um Harry Potter og að Barnahús væri verndargaldurinn sem kenndi henni að hjálpa sér sjálf. Ástæðan fyrir því að fyrrnefndir krakkar rufu þögnina svo hetjulega í gær og settust á fund með ríkisstjórninni var útgáfa á skýrslu Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna um ofbeldi gegn börnum á Íslandi. Skýrslan er full af tillögum til úrbóta en ljóst er að okkur sem samfélagi er varla treystandi fyrir þessum málaflokki eins og staðan er. Börnin óttast kerfið og treysta því ekki. Það vantraust er ekki úr lausu lofti gripið. Stofnanir okkar standa sig ekki nógu vel. Við höfum verið allt of lin. Samfélagið hefur brugðist þessum börnum og þúsundum annarra. Á hverjum virkum degi hið minnsta berst lögreglu tilkynning eða kæra um kyferðisbrot. Í fyrra tók Fréttablaðið saman tölur frá 2009-2011, en þar kom fram að 1.374 mál voru tilkynnt til lögreglu en aðeins var ákært í 71 máli á þessu tímabili. Í 29 af þeim málum var sýknað í héraðsdómi, en það merkir að sýknað er í 40% af málunum (næstum í annað hvert sinn sem ákært er). Sem verður að teljast með ólíkindum þar sem dómarar dæma í um 9 af hverjum 10 málum samkvæmt nýlegri úttekt. Er þá nema von að börnin vantreysti okkur? Hvað þá þegar margar af okkar helstu stofnunum hafa brugðist börnum aftur og aftur. Heilu samfélögin hafna börnum sem rofið hafa þögnina og sagt frá alvarlegum kynferðisbrotum. Jafnvel þegar játning liggur fyrir og dómur í ofanálag vilja heilu bæjarfélögin ekki horfast í augu við glæpina. Trúarstofnanir á borð við þjóðkirkjuna og Kaþólsku kirkjuna og KFUM og fleiri hafa brugðist börnum og öðrum sem orðið hafa fyrir kynferðisbrotum. Trekk í trekk. Við verðum að takast á við þennan málaflokk í dag. Það gengur heldur ekki að við sem samfélag getum ekki einu sinni þolað umræðu um málaflokkinn nema brotin séu löngu fyrnd. Ef við pössum okkur ekki megum við eiga von á að lesa um hrottaleg mál í fjölmiðlum eftir 20 og 30 ár. Mál sem eru að gerast í dag en verða ekki að fréttum fyrr en áratugir hafa liðið. Nú er nóg komið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mikael Torfason Mest lesið Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Afreksverk Lilju Daggar Alfreðsdóttur Atli Valur Jóhannsson Skoðun Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Fullorðins greining á loftslags stefnumálum Páll Gunnarsson,Matthías Ólafsson Skoðun Stórsigur fyrir lífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Lækkum álögur á fólk og fyrirtæki á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Tæknitröll í heilbrigðiskerfið Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Valdeflandi endurhæfing Hugarafls styrkt í sessi Auður Axelsdóttir skrifar Skoðun Ert þú að velja milli Samfylkingar og Viðreisnar? Sigurrós Elddís Huldudóttir skrifar Skoðun Kjósum breytingar – Kjósum Pírata Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Þreyttur á vók? Símon Vestarr skrifar Skoðun Áskorun í minnkandi heimi Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ný nálgun í heilbrigðismálum – bréf frá einstakling með ADHD Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Er þetta gott plan í heilbrigðismálum? Jón Ívar Einarsson skrifar Skoðun Einkaframtakinu þarf að fylgja ábyrgð Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar Skoðun Vindorkuver? Ekki svona, ekki núna! Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin - lofað upp í ermina á sér Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri til breytinga með Samfylkingunni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Hvernig getur þú stutt þjóðarmorð? Ingólfur Gíslason skrifar Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson skrifar Skoðun Viljum við frjálshyggju? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Af hverju að kjósa Viðreisn - C fyrir frelsi og frið Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Fleiri læk – betra skap Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Öflugt atvinnulíf undir forystu Sjálfstæðisflokksins Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Wybory islandzkie i sprawy polskie Maksymilian Haraldur Frach skrifar Skoðun Grasrótin í brennidepli undir forystu Ásmundar Einars Ólafur Magnússon skrifar Skoðun United Silicon í Reykjanesbæ – víti til varnaðar fyrir Ölfus! Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun 108 ár – hverjum treystir þú? Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Róluvallaráðherra Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hveitipoki á fjörutíu þúsund Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Tími til að endurvekja frelsið Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Einkaframtakið í sinni fegurstu mynd Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Viðreisn vakti hjá mér von Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvernig metum við listir og menningu? Andri Björn Róbertsson skrifar Sjá meira
Við sem samfélag eigum í miklum erfiðleikum með hvernig við bregðumst við kynferðisofbeldi gegn börnum. Í gær birtum við í Fréttablaðinu viðtöl við ungmenni sem orðið hafa fyrir kynferðisofbeldi. Þau sögðu reynslu sína ekki góða af kerfinu okkar: „Þetta er mjög hrottaleg meðferð sem þetta opinbera kerfi er að veita þessum einstaklingum sem verða fyrir ofbeldi," sagði tvítugur piltur sem var misnotaður af frænda sínum þegar hann var níu ára gamall. Hann segist feginn því að fjölskyldan hafi ekki kært og að mál hans hafi verið útkljáð innan fjölskyldunnar. Í fyrradag settist þessi ungi drengur niður með ráðherrum ríkisstjórnarinnar ásamt öðrum krökkum sem sögðu frá reynslu sinni. Sögur krakkanna voru sláandi en það sem sló fyrrnefndan pilt mest voru sögur hinna krakkanna af kerfinu. Honum fannst eins og þau hefðu gengið í gegnum helvíti. Sjálfur sagði hann að Barnahús hefði hjálpað sér mest og undir það tók átján ára stúlka sem við ræddum einnig við í blaðinu í gær. Hún sagði nauðgara eins og vitsugur úr skáldsögum um Harry Potter og að Barnahús væri verndargaldurinn sem kenndi henni að hjálpa sér sjálf. Ástæðan fyrir því að fyrrnefndir krakkar rufu þögnina svo hetjulega í gær og settust á fund með ríkisstjórninni var útgáfa á skýrslu Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna um ofbeldi gegn börnum á Íslandi. Skýrslan er full af tillögum til úrbóta en ljóst er að okkur sem samfélagi er varla treystandi fyrir þessum málaflokki eins og staðan er. Börnin óttast kerfið og treysta því ekki. Það vantraust er ekki úr lausu lofti gripið. Stofnanir okkar standa sig ekki nógu vel. Við höfum verið allt of lin. Samfélagið hefur brugðist þessum börnum og þúsundum annarra. Á hverjum virkum degi hið minnsta berst lögreglu tilkynning eða kæra um kyferðisbrot. Í fyrra tók Fréttablaðið saman tölur frá 2009-2011, en þar kom fram að 1.374 mál voru tilkynnt til lögreglu en aðeins var ákært í 71 máli á þessu tímabili. Í 29 af þeim málum var sýknað í héraðsdómi, en það merkir að sýknað er í 40% af málunum (næstum í annað hvert sinn sem ákært er). Sem verður að teljast með ólíkindum þar sem dómarar dæma í um 9 af hverjum 10 málum samkvæmt nýlegri úttekt. Er þá nema von að börnin vantreysti okkur? Hvað þá þegar margar af okkar helstu stofnunum hafa brugðist börnum aftur og aftur. Heilu samfélögin hafna börnum sem rofið hafa þögnina og sagt frá alvarlegum kynferðisbrotum. Jafnvel þegar játning liggur fyrir og dómur í ofanálag vilja heilu bæjarfélögin ekki horfast í augu við glæpina. Trúarstofnanir á borð við þjóðkirkjuna og Kaþólsku kirkjuna og KFUM og fleiri hafa brugðist börnum og öðrum sem orðið hafa fyrir kynferðisbrotum. Trekk í trekk. Við verðum að takast á við þennan málaflokk í dag. Það gengur heldur ekki að við sem samfélag getum ekki einu sinni þolað umræðu um málaflokkinn nema brotin séu löngu fyrnd. Ef við pössum okkur ekki megum við eiga von á að lesa um hrottaleg mál í fjölmiðlum eftir 20 og 30 ár. Mál sem eru að gerast í dag en verða ekki að fréttum fyrr en áratugir hafa liðið. Nú er nóg komið.
Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Skoðun United Silicon í Reykjanesbæ – víti til varnaðar fyrir Ölfus! Berglind Friðriksdóttir skrifar
Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmtýr Heiðdal Skoðun