„Já, hiklaust“ – Carl Bildt Össur Skarphéðinsson skrifar 26. mars 2013 06:00 Eitt þarf ég að leiðrétta í grein minni um góðan gest – Carl Bildt. Ég sagði þar tvennt standa upp úr Íslandsheimsókn hans: Annars vegar lýsing hans á hvernig aðild að ESB hefði styrkt sænskt efnahagslíf. Hins vegar að þrátt fyrir ágreining í upphafi væru nú velflestir Svíar hlynntir aðild – utan öfgamenn til hægri og vinstri. Ég steingleymdi hins vegar að minnast á þriðja grundvallaratriðið hjá honum – sjálft fullveldið. Í Silfrinu lýsti Bildt nöturlega göllum EES-samningsins fyrir Ísland og Noreg, sem verða möglunarlaust að taka við ákvörðunum ESB og innleiða án þess að hafa nokkur áhrif. Bildt var spurður af Silfur-Agli hvort hann teldi fullveldi þjóða meira innan ESB en utan. „Já, hiklaust“ svaraði hann einbeittur. Bildt útskýrði í framhaldinu hvernig Svíþjóð hefur haft áhrif og gætt hagsmuna sinna með því að eiga sæti við borðið með hinum 26 aðildarríkjum Evrópusambandsins. Sömu reynslu höfum við heyrt frá öðrum gestum, eins og forseta Litháen og utanríkisráðherra Eistlands. Bæði, líkt og Carl Bildt, sögðu skýrt: „Fullveldi eykst með þátttöku, ekki einangrun.”Kjarnaatriði Þessi reynsla góðra vinaþjóða leggur til hvílu kjarnaatriði í neikvæðum málflutningi Evrópuandstæðinga – að Ísland glati sjálfstæði sínu og fullveldi með því að ganga í ESB. Reynsla þeirra af inngöngu í ESB segir þvert á móti að fullveldi Íslands muni aukast með því að eiga þátt í sameiginlegum ákvörðunum um sameiginleg hagsmunamál. Í dag húkum við frammi á gangi þegar Evrópusambandið tekur ákvarðanir og fáum svo löggjöfina senda í tölvupósti. Halló, var einhver að tala um aðlögun? Öll þekkjum við hvernig krónuhagkerfið grefur í dag stöðugt undan dugnaði og útsjónarsemi fólks, Ísland dregst aftur úr, og fullveldi okkar sem einstaklinga minnkar. Þess vegna mun efnahagslegur stöðugleiki sem fylgir aðild með lægri vöxtum, lægri verðbólgu og þar með lægri skuldum – auka fullveldi okkar sem einstaklinga. Carl Bildt hitti því naglann á höfuðið betur en hann kannski gerði sér grein fyrir. Fullveldisrökin eru því tvímælalaust já-megin í Evrópuumræðunni. Nema góðir Íslendingar trúi Birni Bjarnasyni og Hjörleifi Guttormssyni betur en Carl Bildt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Össur Skarphéðinsson Mest lesið Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson Skoðun Nýtum kennsluaðferðir sem skila betri árangri Skúli Helgason Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Nýtum kennsluaðferðir sem skila betri árangri Skúli Helgason skrifar Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Eitt þarf ég að leiðrétta í grein minni um góðan gest – Carl Bildt. Ég sagði þar tvennt standa upp úr Íslandsheimsókn hans: Annars vegar lýsing hans á hvernig aðild að ESB hefði styrkt sænskt efnahagslíf. Hins vegar að þrátt fyrir ágreining í upphafi væru nú velflestir Svíar hlynntir aðild – utan öfgamenn til hægri og vinstri. Ég steingleymdi hins vegar að minnast á þriðja grundvallaratriðið hjá honum – sjálft fullveldið. Í Silfrinu lýsti Bildt nöturlega göllum EES-samningsins fyrir Ísland og Noreg, sem verða möglunarlaust að taka við ákvörðunum ESB og innleiða án þess að hafa nokkur áhrif. Bildt var spurður af Silfur-Agli hvort hann teldi fullveldi þjóða meira innan ESB en utan. „Já, hiklaust“ svaraði hann einbeittur. Bildt útskýrði í framhaldinu hvernig Svíþjóð hefur haft áhrif og gætt hagsmuna sinna með því að eiga sæti við borðið með hinum 26 aðildarríkjum Evrópusambandsins. Sömu reynslu höfum við heyrt frá öðrum gestum, eins og forseta Litháen og utanríkisráðherra Eistlands. Bæði, líkt og Carl Bildt, sögðu skýrt: „Fullveldi eykst með þátttöku, ekki einangrun.”Kjarnaatriði Þessi reynsla góðra vinaþjóða leggur til hvílu kjarnaatriði í neikvæðum málflutningi Evrópuandstæðinga – að Ísland glati sjálfstæði sínu og fullveldi með því að ganga í ESB. Reynsla þeirra af inngöngu í ESB segir þvert á móti að fullveldi Íslands muni aukast með því að eiga þátt í sameiginlegum ákvörðunum um sameiginleg hagsmunamál. Í dag húkum við frammi á gangi þegar Evrópusambandið tekur ákvarðanir og fáum svo löggjöfina senda í tölvupósti. Halló, var einhver að tala um aðlögun? Öll þekkjum við hvernig krónuhagkerfið grefur í dag stöðugt undan dugnaði og útsjónarsemi fólks, Ísland dregst aftur úr, og fullveldi okkar sem einstaklinga minnkar. Þess vegna mun efnahagslegur stöðugleiki sem fylgir aðild með lægri vöxtum, lægri verðbólgu og þar með lægri skuldum – auka fullveldi okkar sem einstaklinga. Carl Bildt hitti því naglann á höfuðið betur en hann kannski gerði sér grein fyrir. Fullveldisrökin eru því tvímælalaust já-megin í Evrópuumræðunni. Nema góðir Íslendingar trúi Birni Bjarnasyni og Hjörleifi Guttormssyni betur en Carl Bildt.
Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun