Skynsöm þjóð Höskuldur Þórhallsson skrifar 2. apríl 2013 10:45 Hljómgrunnur við stefnu Framsóknarflokksins virðist flækjast verulega fyrir leiðarahöfundum Fréttablaðsins. Fjallað hefur verið um tillögur Framsóknarflokksins sem útópíu og fullyrt að "sölumennska“ flokksins virðist greinilega ganga í hinn almenna kjósanda. Framsóknarflokkurinn sé "óvinur nr. 1“ og að tillögur okkar séu óraunhæfar og óábyrgar. Pistlarnir koma okkur ekkert sérstaklega á óvart. Þegar við lögðum fram tillögur um leiðréttingu lána á vordögum ársins 2009 birtust sams konar pistlar í blaðinu þar sem tillögurnar voru kallaðar svipuðum nöfnum. Tillögur sem flestir eru nú sammála um að voru raunhæfar, sanngjarnar og til þess fallnar að skapa sátt í samfélaginu. Leiðararnir eru einnig í sömu veru og við þurftum endalaust að búa við í baráttunni gegn því að Icesave-samningarnir yrðu samþykktir. Því var fylgt eftir með fréttaflutningi um að hitt og þetta myndi gerast ef Alþingi myndi ekki staðfesta samningana. Fréttir um hugsanlegar afleiðingar sem enga stoð áttu sér í raunveruleikanum og tók okkur oft margar vikur að leiðrétta fyrir þjóðinni. Tillögur okkar eru í þeim anda sem við höfum talað fyrir síðastliðin fjögur ár. Við höfum bent á þann forsendubrest sem varð við fall gömlu bankanna og nauðsyn þess að taka á vogunarsjóðunum, sem hafa hagnast gríðarlega á skuldsettum heimilum landsins. Við höfum líka talað fyrir því að koma á sanngjörnu lánafyrirkomulagi á Íslandi þar sem áhættan skiptist jafnt á milli lántaka og lánveitanda. Þar skiptir afnám verðtryggingarinnar miklu. Við teljum að það sé raunhæft að breyta þessu fyrirkomulagi og að þannig verði Ísland best rekið til framtíðar. Í Icesave-málinu gerðum við okkur grein fyrir því að almenningur væri skynsamur og vel til þess búinn að setja sig inn í flókin deilumál. Hann væri líka fær um að kynna sér mismunandi rök og beita gagnrýnni hugsun til að móta sér afstöðu. Tillögur okkar eru einmitt settar fram með það að markmiði að þær séu skoðaðar, gagnrýndar og metnar. Sú afstaða leiðarhöfundar Fréttablaðsins laugardaginn 16. mars sl. að "veruleikafirring“ þjóðarinnar sé ástæða þess að tillögur okkar hljóti hljómgrunn er því miður ódýr afgreiðsla á annars vel menntaðri og vel meinandi þjóð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Dauðinn og jólin Arnar Sveinn Geirsson Skoðun Skoðun Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Hljómgrunnur við stefnu Framsóknarflokksins virðist flækjast verulega fyrir leiðarahöfundum Fréttablaðsins. Fjallað hefur verið um tillögur Framsóknarflokksins sem útópíu og fullyrt að "sölumennska“ flokksins virðist greinilega ganga í hinn almenna kjósanda. Framsóknarflokkurinn sé "óvinur nr. 1“ og að tillögur okkar séu óraunhæfar og óábyrgar. Pistlarnir koma okkur ekkert sérstaklega á óvart. Þegar við lögðum fram tillögur um leiðréttingu lána á vordögum ársins 2009 birtust sams konar pistlar í blaðinu þar sem tillögurnar voru kallaðar svipuðum nöfnum. Tillögur sem flestir eru nú sammála um að voru raunhæfar, sanngjarnar og til þess fallnar að skapa sátt í samfélaginu. Leiðararnir eru einnig í sömu veru og við þurftum endalaust að búa við í baráttunni gegn því að Icesave-samningarnir yrðu samþykktir. Því var fylgt eftir með fréttaflutningi um að hitt og þetta myndi gerast ef Alþingi myndi ekki staðfesta samningana. Fréttir um hugsanlegar afleiðingar sem enga stoð áttu sér í raunveruleikanum og tók okkur oft margar vikur að leiðrétta fyrir þjóðinni. Tillögur okkar eru í þeim anda sem við höfum talað fyrir síðastliðin fjögur ár. Við höfum bent á þann forsendubrest sem varð við fall gömlu bankanna og nauðsyn þess að taka á vogunarsjóðunum, sem hafa hagnast gríðarlega á skuldsettum heimilum landsins. Við höfum líka talað fyrir því að koma á sanngjörnu lánafyrirkomulagi á Íslandi þar sem áhættan skiptist jafnt á milli lántaka og lánveitanda. Þar skiptir afnám verðtryggingarinnar miklu. Við teljum að það sé raunhæft að breyta þessu fyrirkomulagi og að þannig verði Ísland best rekið til framtíðar. Í Icesave-málinu gerðum við okkur grein fyrir því að almenningur væri skynsamur og vel til þess búinn að setja sig inn í flókin deilumál. Hann væri líka fær um að kynna sér mismunandi rök og beita gagnrýnni hugsun til að móta sér afstöðu. Tillögur okkar eru einmitt settar fram með það að markmiði að þær séu skoðaðar, gagnrýndar og metnar. Sú afstaða leiðarhöfundar Fréttablaðsins laugardaginn 16. mars sl. að "veruleikafirring“ þjóðarinnar sé ástæða þess að tillögur okkar hljóti hljómgrunn er því miður ódýr afgreiðsla á annars vel menntaðri og vel meinandi þjóð.
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar
Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun