Sögulegur Kínasamningur Össur Skarphéðinsson skrifar 22. apríl 2013 14:15 Í anda Asíugáttarinnar sem ég hef þróað sem utanríkisráðherra undirritaði ég í Peking sl. þriðjudag fríverslunarsamning við Kína. Ísland er fyrsta Evrópuþjóðin sem nær þessum sögulega árangri. Allar þjóðir í Evrópu standa hins vegar í biðröð eftir því að gera slíkan samning því hann skapar störf, og lækkar verð til neytenda. Um leið eigum við í viðræðum gegnum EFTA um fríverslun við Indland, Malasíu, Víetnam, og höfum lagt drög að viðræðum við Taíland og Mjanmar. Ástæðan er sú, að öll þessi lönd eru á fljúgandi ferð í efnahagsmálum. Strax árið 2020 mun Kína verða stærra efnahagsveldi en Bandaríkin, og síðar á öldinni er spáð að Indland yfirtaki Bandaríkin líka. Í löndum Asíugáttarinnar fjölgar millistéttinni hröðum skrefum. Hún verður drifafl neyslu og hagvaxtar á þessari öld. Ég lít á Asíugáttina sem leið til að skapa nýræktir fyrir íslenska framleiðslu á næstu árum og áratugum. Fríverslunarsamningurinn við Kína skapar störf og býr til markaði fyrir jafnt hefðbundna framleiðslu sem splunkuný tækifæri. Ef Íslendingar spila rétt úr sínum kortum geta þeir þróað sterkan markað fyrir hefðbundnar fiskafurðir. Nú þegar hafa frosin þorskflök náð táfestu á kínverska markaðnum og með niðurfellingu tolla á íslenskan fisk gæti kínverski markaðurinn reynst haldreipi fyrir hefðbundnar afurðir andspænis miklu framboði á þorski úr Barentshafi. Afurðir sem hafa verið lítils virði, s.s. grásleppuhveljur og sæbjúgu, skapa þar gríðarleg verðmæti. Um leið er í Kína vaxandi markaður þar fyrir hvers konar íslenskt kjöt, heilnæmar mjólkurafurðir eru þar eftirsóttar, og Guðni Ágústsson ætti því að geta selt þar allt skyr Íslands. Um leið verða til ómæld tækifæri fyrir háþróaða iðnaðarframleiðslu eins og tölvuleiki, gervifætur og matvælatengd tæki, og gleymum ekki því að afnám 17% tolla á koltrefjar mun laða fjárfesta til Íslands til að framleiða þetta framtíðarefni í bíla og flugvélar inn á Kína. Það kemur hins vegar ekkert af sjálfu sér. Samningurinn opnar gríðarleg tækifæri og með honum ná Íslendingar forskoti umfram aðrar þjóðir. Það er undir Íslendingum sjálfum komið hvernig úr honum verður spilað. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Össur Skarphéðinsson Mest lesið Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Í anda Asíugáttarinnar sem ég hef þróað sem utanríkisráðherra undirritaði ég í Peking sl. þriðjudag fríverslunarsamning við Kína. Ísland er fyrsta Evrópuþjóðin sem nær þessum sögulega árangri. Allar þjóðir í Evrópu standa hins vegar í biðröð eftir því að gera slíkan samning því hann skapar störf, og lækkar verð til neytenda. Um leið eigum við í viðræðum gegnum EFTA um fríverslun við Indland, Malasíu, Víetnam, og höfum lagt drög að viðræðum við Taíland og Mjanmar. Ástæðan er sú, að öll þessi lönd eru á fljúgandi ferð í efnahagsmálum. Strax árið 2020 mun Kína verða stærra efnahagsveldi en Bandaríkin, og síðar á öldinni er spáð að Indland yfirtaki Bandaríkin líka. Í löndum Asíugáttarinnar fjölgar millistéttinni hröðum skrefum. Hún verður drifafl neyslu og hagvaxtar á þessari öld. Ég lít á Asíugáttina sem leið til að skapa nýræktir fyrir íslenska framleiðslu á næstu árum og áratugum. Fríverslunarsamningurinn við Kína skapar störf og býr til markaði fyrir jafnt hefðbundna framleiðslu sem splunkuný tækifæri. Ef Íslendingar spila rétt úr sínum kortum geta þeir þróað sterkan markað fyrir hefðbundnar fiskafurðir. Nú þegar hafa frosin þorskflök náð táfestu á kínverska markaðnum og með niðurfellingu tolla á íslenskan fisk gæti kínverski markaðurinn reynst haldreipi fyrir hefðbundnar afurðir andspænis miklu framboði á þorski úr Barentshafi. Afurðir sem hafa verið lítils virði, s.s. grásleppuhveljur og sæbjúgu, skapa þar gríðarleg verðmæti. Um leið er í Kína vaxandi markaður þar fyrir hvers konar íslenskt kjöt, heilnæmar mjólkurafurðir eru þar eftirsóttar, og Guðni Ágústsson ætti því að geta selt þar allt skyr Íslands. Um leið verða til ómæld tækifæri fyrir háþróaða iðnaðarframleiðslu eins og tölvuleiki, gervifætur og matvælatengd tæki, og gleymum ekki því að afnám 17% tolla á koltrefjar mun laða fjárfesta til Íslands til að framleiða þetta framtíðarefni í bíla og flugvélar inn á Kína. Það kemur hins vegar ekkert af sjálfu sér. Samningurinn opnar gríðarleg tækifæri og með honum ná Íslendingar forskoti umfram aðrar þjóðir. Það er undir Íslendingum sjálfum komið hvernig úr honum verður spilað.
Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir Skoðun
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir Skoðun