Eflum heilsugæslu með aðkomu fleiri heilbrigðisstétta Guðlaug Kristjánsdóttir skrifar 25. apríl 2013 06:00 Ég er ein þeirra sem óttast að íslensk heilbrigðisþjónusta missi marks í nærþjónustu og forvörnum. Öryggisnet heilsugæslunnar er of gisið, sem leiðir til aukins álags á bráðaþjónustu. Bráðaþjónusta er dýr, ef við missum strauminn þangað í of miklum mæli, er hætt við því að lítið fé verði aflögu í úrræði sem þó eru mun hagkvæmari. Hér verða að verða vatnaskil, afgerandi og fljótt. Blínt á sömu lausnir, gengur það til lengdar? Umræða um heilsugæslu, skilvirkni hennar og nýtingu, fer að mínu mati of oft að snúast um stöðu lækna og skort á læknum. Vandi heilsugæslunnar er víðtækari en svo og leit á lausn hans kallar á aðkomu fleiri stétta. Ástæður fyrir komu í heilsugæslu eru mjög oft stoðkerfiseinkenni og vandi af geðrænum toga. Snemmtæk íhlutun er í báðum þessum tilfellum afgerandi hvað framhaldið varðar, hvort unnið er með fólki í að snúa við ferlinu og þannig fyrirbyggja komur í bráðaþjónustu síðar. Heilsugæslan þyrfti í auknum mæli að vera „one stop shop“, þar sem breiður hópur fagfólks mannar fyrstu heimsókn. Í tilfelli stoðkerfis- og geðrænna viðfangsefna, myndi t.d. aðkoma sjúkraþjálfara og sálfræðinga í heilsugæslunni vera styrkur. Teymisvinna, samstarf sérfræðinga úr nokkrum stéttum með ólíkan grunn og reynslu, snýst ekki um að ein stétt taki verkefni af annarri, heldur að þær vinni saman og stytti úrvinnslutíma og fækki komum þeirra sem þjónustunnar njóta.Forvarnir og heilsuefling spara tíma, fé og krafta Einstaklingur sem finnur til heilsubrests er í dag alltof einsamall með sinn vanda og leið hans milli heilbrigðisstofnana og –starfsfólks er oft löng áður en lausnin finnst. Gífurlegur sparnaður í þjóðhagslegu tilliti felst í því að stytta þennan tíma. Fækka stoppistöðum, fækka tímabilum þar sem beðið er eftir lausum tíma, eyða óvissu og óvirkni. Ef fjármagn á að vera á lausu til forvarna og heilsueflingar, þarf að stemma stigu við óþörfu álagi á bráðastiginu, sem er hlutfallslega dýrast. Inngrip áður en til skurðaðgerða kemur er dæmi um slíkt og snerpan í því ferli byggir á skilvirkri heilsugæslu. Langtíma stefnumótun byggir á breiðri aðkomu, opinni samræðu og skýrri sýn Það þýðir ekki að ræða þessi mál í lokuðum sellum stakra stétta eða í átökum milli stríðandi fylkinga í pólitík. Það þýðir ekki heldur að ræða það á grunni algjörs langtímastefnuleysis í heilbrigðismálum. Slíkt ástand grefur undan trausti og skapar varnarstöðu þar sem hver reynir að halda sínu. Þar er þessi umræða stödd núna og verður áfram ef ekkert breytist. Grundvöllur langtímastefnu eins og hún blasir við mér er þessi: hér er fámenn þjóð að reka heilbrigðiskerfi í háum gæðaflokki. Það kostar. Til að við höfum efni á því þarf að hagræða, því ekki viljum við slá af gæðunum. Leiðin til hagræðingar er ekki að ýta kostnaði milli ráðuneyta, stofnana, húsa, hverfa eða landsvæða. Hagsýnn rekstur krefst heiltækrar stefnu, skilnings og samvinnu allra hagsmunaaðila og viðurkenningar á því að fjárfesting í heilbrigði er málefni allrar þjóðarinnar. Ég er til í svona samræður, hvað með kjósendur? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Ég er ein þeirra sem óttast að íslensk heilbrigðisþjónusta missi marks í nærþjónustu og forvörnum. Öryggisnet heilsugæslunnar er of gisið, sem leiðir til aukins álags á bráðaþjónustu. Bráðaþjónusta er dýr, ef við missum strauminn þangað í of miklum mæli, er hætt við því að lítið fé verði aflögu í úrræði sem þó eru mun hagkvæmari. Hér verða að verða vatnaskil, afgerandi og fljótt. Blínt á sömu lausnir, gengur það til lengdar? Umræða um heilsugæslu, skilvirkni hennar og nýtingu, fer að mínu mati of oft að snúast um stöðu lækna og skort á læknum. Vandi heilsugæslunnar er víðtækari en svo og leit á lausn hans kallar á aðkomu fleiri stétta. Ástæður fyrir komu í heilsugæslu eru mjög oft stoðkerfiseinkenni og vandi af geðrænum toga. Snemmtæk íhlutun er í báðum þessum tilfellum afgerandi hvað framhaldið varðar, hvort unnið er með fólki í að snúa við ferlinu og þannig fyrirbyggja komur í bráðaþjónustu síðar. Heilsugæslan þyrfti í auknum mæli að vera „one stop shop“, þar sem breiður hópur fagfólks mannar fyrstu heimsókn. Í tilfelli stoðkerfis- og geðrænna viðfangsefna, myndi t.d. aðkoma sjúkraþjálfara og sálfræðinga í heilsugæslunni vera styrkur. Teymisvinna, samstarf sérfræðinga úr nokkrum stéttum með ólíkan grunn og reynslu, snýst ekki um að ein stétt taki verkefni af annarri, heldur að þær vinni saman og stytti úrvinnslutíma og fækki komum þeirra sem þjónustunnar njóta.Forvarnir og heilsuefling spara tíma, fé og krafta Einstaklingur sem finnur til heilsubrests er í dag alltof einsamall með sinn vanda og leið hans milli heilbrigðisstofnana og –starfsfólks er oft löng áður en lausnin finnst. Gífurlegur sparnaður í þjóðhagslegu tilliti felst í því að stytta þennan tíma. Fækka stoppistöðum, fækka tímabilum þar sem beðið er eftir lausum tíma, eyða óvissu og óvirkni. Ef fjármagn á að vera á lausu til forvarna og heilsueflingar, þarf að stemma stigu við óþörfu álagi á bráðastiginu, sem er hlutfallslega dýrast. Inngrip áður en til skurðaðgerða kemur er dæmi um slíkt og snerpan í því ferli byggir á skilvirkri heilsugæslu. Langtíma stefnumótun byggir á breiðri aðkomu, opinni samræðu og skýrri sýn Það þýðir ekki að ræða þessi mál í lokuðum sellum stakra stétta eða í átökum milli stríðandi fylkinga í pólitík. Það þýðir ekki heldur að ræða það á grunni algjörs langtímastefnuleysis í heilbrigðismálum. Slíkt ástand grefur undan trausti og skapar varnarstöðu þar sem hver reynir að halda sínu. Þar er þessi umræða stödd núna og verður áfram ef ekkert breytist. Grundvöllur langtímastefnu eins og hún blasir við mér er þessi: hér er fámenn þjóð að reka heilbrigðiskerfi í háum gæðaflokki. Það kostar. Til að við höfum efni á því þarf að hagræða, því ekki viljum við slá af gæðunum. Leiðin til hagræðingar er ekki að ýta kostnaði milli ráðuneyta, stofnana, húsa, hverfa eða landsvæða. Hagsýnn rekstur krefst heiltækrar stefnu, skilnings og samvinnu allra hagsmunaaðila og viðurkenningar á því að fjárfesting í heilbrigði er málefni allrar þjóðarinnar. Ég er til í svona samræður, hvað með kjósendur?
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun