
Aflamarkskerfi, veiðidagakerfi og frjálsar handfæraveiðar
Friðaður til dauða
Fiskifræðingar sem eru á öndverðum meiði við friðunarstefnu Hafró hafa fært mjög sannfærandi rök fyrir því að verið sé að friða þorskinn til dauða. Með umfangsmikilli friðun er verið að minnka æti fyrir heildina að mati þessara fiskifræðinga. Máli sínu til stuðnings hafa þeir bent á svæði í Barentshafi þar sem ráðleggingar friðunarsinna meðal fiskifræðinga voru hundsaðar og það borið saman við annað svæði þar sem farið var eftir friðunnarsinnum. Þar sem ekki var skorið niður samkvæmt ráði fiskifræðinga hefur stofninn stækkað og nýliðun er mjög góð. Þar sem farið var að ráði fiskifræðinga og skorið niður í veiðum hefur afli sífellt verið að minnka og nýliðun lítil líkt og hér á Íslandsmiðum. Hér hefur afli verið að minnka og nýliðun nánast alltaf verið léleg alveg sama hvað Hafró friðar mikið. Þessa sögu þekkja allir.
Nýjar lausnir fyrir alla
XG Hægri grænir, flokkur fólksins hefur lagt fram mjög athyglisverða og skynsama lausn í stjórn fiskveiða á Íslandi. Það er þó fátt eitt nýtt undir sólinni og tillögurnar í ætt við það eins og fiskveiðar við Ísland voru fyrir daga kvótakerfisins, þegar við vorum að veiða hátt í 500 þúsund tonn á ári af þorski áratug eftir áratug. Tillagan gengur út á að draga úr miðstýringunni og að veiðar verði frjálsar, þ.e. útgerð verði ekki bundin af kvóta. Það getur þá hver sem er hafið útgerð að uppfylltun almennum ákveðnum skilyrðum eins og t.d. að hafa skipstjórnarréttindi, leggja fram söluáætlun á aflanum, o.s.frv. Veiðidagakerfi verði á botnfiskveiðum, óháð tegundum, magni og stærð fiskjar og að öllum afla verði að landa að viðlögðum leyfismissi. Aflamarkskerfi verði á uppsjávarveiðum m.a. vegna alþjóðlegra samninga, þó þannig að smærri skip og bátar geti fengið að stunda t.d. makrílveiðar. Handfæraveiðar verða gefnar alveg frjálsar á leyfilegum veiðitíma t.d. frá fyrsta sumardegi til fyrsta vetrardags. Með þessu er kvótakerfið úr sögunni og framsal veiðileyfa sem að margra mati var upphafið af hruni Íslands bannað. Það er ekkert tekið af neinum og þar af leiðandi ekki um það að ræða að menn geti krafist bóta.
Þvert á móti er útlit fyrir að núverandi útgerðir og aðrir nýliðar muni hafa aðgang að meiri afla en í gegnum kvótann.
Upp úr hjólfarinu
Núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi er handótnýtt. Við verðum að prófa eitthvað annað. Þessar tillögur Hægri grænna eru skynsamar og ábyrgar og eru settar fram eftir ítarlega yfirlegu og samtöl við fiskifræðinga og aðra aðila í sjávarútvegi og síðast en ekki síst á samanburði á veiddum afla fyrir og eftir kvótakerfið. Niðurstaðan er sláandi.
Skoðun

Þau eru fá en þörfin er stór
Sif Huld Albertsdóttir skrifar

Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri
Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar

Leiðin til helvítis
Jón Pétur Zimsen skrifar

Eitruð kvenmennska
Ása Lind Finnbogadóttir skrifar

Hinn nýi íslenski aðall
Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar

Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri
Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar

Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað
Sæþór Randalsson skrifar

Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga
Sólrún María Ólafsdóttir skrifar

Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði?
Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar

Þegar rykið hefur sest
Jörgen Ingimar Hansson skrifar

Búum til réttlátt lífeyriskerfi
Hrafn Magnússon skrifar

Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur…
Stefán Pálsson skrifar

Hin raunverulega byggðastefna
Jón Þór Kristjánsson skrifar

Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi
Ó. Ingi Tómasson skrifar

Rúmir 30 milljarðar í fangelsi
Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar

Sérstök staða orkusveitarfélaga!
Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar

Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna
Elín Íris Fanndal skrifar

Drögum úr fordómum í garð Breiðholts
Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar

Er almenningur rusl?
Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar

Líffræðilega ómögulegt
Björn Ólafsson skrifar

Veiðigjaldið stendur undir kostnaði
Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar

Minn gamli góði flokkur
Hólmgeir Baldursson skrifar

Hve lengi tekur sjórinn við?
Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar

Orkan okkar, börnin og barnabörnin
Jóna Bjarnadóttir skrifar

Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun
Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar

Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu
Ingibjörg Isaksen skrifar

Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns?
Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar

Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“
Þórður Snær Júlíusson skrifar

Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands?
Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar

Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna
Ragna Sigurðardóttir skrifar