Kosið verður um efnahagslegt sjálfstæði þjóðarinnar Kristinn H. Gunnarsson skrifar 25. apríl 2013 06:00 Í yfirstandandi kosningabaráttu er að verulegu leyti siglt framhjá þeirri staðreynd að það varð fjárhagslegt hrun í bankakreppunni. Of margir stjórnmálaflokkar bjóða óraunhæfa framtíðarsýn og vekja vonir og væntingar sem engin innistæða er fyrir. Afleiðingin af þessu ábyrgðarleysi verður eingöngu slæm, óstöðugleiki, verðbólga, kjaraskerðing og ennfrekari skuldasöfnun hins opinbera og einstaklinga. Veruleikinn er sá, að þjóðin hefur aldrei verið eins nálægt því að missa úr höndunum á sér efnahagslegt sjálfstæði sitt. Óstöðugleiki og verðbólga á næstu árum gætu leitt til þess að stjórnvöld misstu algerlega tökin og landið yrði komið upp á náð og miskunn erlendra lánardrottna. Þetta hefur áður gerst í sögunni og er nærtækast að minna á Nýfundnaland, sem réði ekki við skuldir sínar og varð hluti af Kanada um miðja síðustu öld. Þrátt fyrir harðar aðgerðir í ríkisfjármálum á síðustu 4 árum er enn nokkuð langt í land. Skuldir hins opinbera eru mjög háar og vaxtagreiðslur eru einn allra stærsti útgjaldaliður fjárlaga. Á hverji ári er greitt tvöfalt meira í vexti af skuldum en varið er til reksturs Landsspítalans. Vaxtakostnaður eins árs eru svipaðar og fjárveitingar til nýframkvæmda í vegamálum í heilan áratug. Ríkið er háð Alþjóða gjaldeyrissjóðnum um aðgang að nægilegum erlendum gjaldeyri og það þarf að hafa ströng gjaldeyrishöft til þess að koma í veg fyrir stórfellda almenna kjaraskerðingu sem annars yrði. Brýnasta verkefnið er að greiða niður skuldir ríkisins, endurskipuleggja rekstur þess, losa um gjaldeyrishöft og koma á efnahagslegum stöðugleika með lágri verðbólgu. Takist þetta mun verða hægt að standa við framtíðarskuldbindingar innanlands sem erlendis og auka á næstu árum hægt og bítandi framlög til velferðarmála. Þetta er verkefnið framundan, sem verður að horfast í augu við. Það er flótti frá veruleikanum að halda öðru fram. Það eru engin töfraráð til sem breyta myndinni og verði hlaupið eftir lýðskruminu að þessu sinni mun það seinka því að farið verði í nauðsynlegar efnahagslegar aðgerðir og þær munu þurfa að verða enn harðari þegar að þeim loks mun koma. Ríkisstjórnarflokkarnir hafa skorið sig að verulegu leyti úr í kosningabaráttunni að þessu leyti. Forystumönnum flokkanna er greinilega ljós alvara málsins eftir eitt allra erfiðasta kjörtímabil á lýðveldistímanum. Jafnaðarmannaflokkarnir eru þess vegna öðrum flokkum líklegri til þess að haga stjórn efnahagsmála þannig að farsælt verði fyrir þjóðina. Ríkisstjórn annarra flokka er líkleg til þess að eyða tíma og takmörkuðum fjárráðum til þess að efna stórkarlaleg kosningaloforð. Það mun tefja efnahagslega endurreisn og setja í alvarlega tvísýnu efnahagslegt sjálfstæði þjóðarinnar. Það er fjöregg sem stjórnmálaflokkarnir eiga ekki að leika sér að. Þá verður það verkefni næsta kjörtímabils að ákveða hvernig arðinum af auðlindum til lands og sjávar verður skipt og hvernig framtíðareignarhald verður mikilvægum fyrirtækjum eins og Landsvirkjun og Landsbankanum. Reynslan af einkavæðingunni í upphafi aldarinnar gefur ekki tilefni til þess að setja sömu flokkana aftur að þeim verkum. Samfylkingin hefur gefið út ítarlegan bækling um efnahagsmál, sem staðfestir að flokkurinn lítur á efnahagslegt sjálfstæði þjóðarinnar sem helsta viðfangsefnið með mörgum skynsamlegum tillögum og Vinstri grænir hafa farið mjög gætilega í útgjaldaloforðum. Þrátt fyrir margvísleg mistök á kjörtímabilinu og alvarlegar vanefndir á mikilsverðum loforðum, sem sitja í mörgum þeirra sem studdu flokkana til valda fyrir fjórum árum eru jafnaðarmannaflokkarnir líklegri en gömlu stjórnarflokkarnir til þess að vinna úr fjárhagsvanda þjóðarinnar með ábyrgum hætti. Þeir eru fjárhagslega ábyrgari og munu fyrr geta lagt grunn að nauðsynlegri þjóðarsátt um langtímaaðgerðir í efnahagsmálum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Kristinn H. Gunnarsson Mest lesið Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Sjá meira
Í yfirstandandi kosningabaráttu er að verulegu leyti siglt framhjá þeirri staðreynd að það varð fjárhagslegt hrun í bankakreppunni. Of margir stjórnmálaflokkar bjóða óraunhæfa framtíðarsýn og vekja vonir og væntingar sem engin innistæða er fyrir. Afleiðingin af þessu ábyrgðarleysi verður eingöngu slæm, óstöðugleiki, verðbólga, kjaraskerðing og ennfrekari skuldasöfnun hins opinbera og einstaklinga. Veruleikinn er sá, að þjóðin hefur aldrei verið eins nálægt því að missa úr höndunum á sér efnahagslegt sjálfstæði sitt. Óstöðugleiki og verðbólga á næstu árum gætu leitt til þess að stjórnvöld misstu algerlega tökin og landið yrði komið upp á náð og miskunn erlendra lánardrottna. Þetta hefur áður gerst í sögunni og er nærtækast að minna á Nýfundnaland, sem réði ekki við skuldir sínar og varð hluti af Kanada um miðja síðustu öld. Þrátt fyrir harðar aðgerðir í ríkisfjármálum á síðustu 4 árum er enn nokkuð langt í land. Skuldir hins opinbera eru mjög háar og vaxtagreiðslur eru einn allra stærsti útgjaldaliður fjárlaga. Á hverji ári er greitt tvöfalt meira í vexti af skuldum en varið er til reksturs Landsspítalans. Vaxtakostnaður eins árs eru svipaðar og fjárveitingar til nýframkvæmda í vegamálum í heilan áratug. Ríkið er háð Alþjóða gjaldeyrissjóðnum um aðgang að nægilegum erlendum gjaldeyri og það þarf að hafa ströng gjaldeyrishöft til þess að koma í veg fyrir stórfellda almenna kjaraskerðingu sem annars yrði. Brýnasta verkefnið er að greiða niður skuldir ríkisins, endurskipuleggja rekstur þess, losa um gjaldeyrishöft og koma á efnahagslegum stöðugleika með lágri verðbólgu. Takist þetta mun verða hægt að standa við framtíðarskuldbindingar innanlands sem erlendis og auka á næstu árum hægt og bítandi framlög til velferðarmála. Þetta er verkefnið framundan, sem verður að horfast í augu við. Það er flótti frá veruleikanum að halda öðru fram. Það eru engin töfraráð til sem breyta myndinni og verði hlaupið eftir lýðskruminu að þessu sinni mun það seinka því að farið verði í nauðsynlegar efnahagslegar aðgerðir og þær munu þurfa að verða enn harðari þegar að þeim loks mun koma. Ríkisstjórnarflokkarnir hafa skorið sig að verulegu leyti úr í kosningabaráttunni að þessu leyti. Forystumönnum flokkanna er greinilega ljós alvara málsins eftir eitt allra erfiðasta kjörtímabil á lýðveldistímanum. Jafnaðarmannaflokkarnir eru þess vegna öðrum flokkum líklegri til þess að haga stjórn efnahagsmála þannig að farsælt verði fyrir þjóðina. Ríkisstjórn annarra flokka er líkleg til þess að eyða tíma og takmörkuðum fjárráðum til þess að efna stórkarlaleg kosningaloforð. Það mun tefja efnahagslega endurreisn og setja í alvarlega tvísýnu efnahagslegt sjálfstæði þjóðarinnar. Það er fjöregg sem stjórnmálaflokkarnir eiga ekki að leika sér að. Þá verður það verkefni næsta kjörtímabils að ákveða hvernig arðinum af auðlindum til lands og sjávar verður skipt og hvernig framtíðareignarhald verður mikilvægum fyrirtækjum eins og Landsvirkjun og Landsbankanum. Reynslan af einkavæðingunni í upphafi aldarinnar gefur ekki tilefni til þess að setja sömu flokkana aftur að þeim verkum. Samfylkingin hefur gefið út ítarlegan bækling um efnahagsmál, sem staðfestir að flokkurinn lítur á efnahagslegt sjálfstæði þjóðarinnar sem helsta viðfangsefnið með mörgum skynsamlegum tillögum og Vinstri grænir hafa farið mjög gætilega í útgjaldaloforðum. Þrátt fyrir margvísleg mistök á kjörtímabilinu og alvarlegar vanefndir á mikilsverðum loforðum, sem sitja í mörgum þeirra sem studdu flokkana til valda fyrir fjórum árum eru jafnaðarmannaflokkarnir líklegri en gömlu stjórnarflokkarnir til þess að vinna úr fjárhagsvanda þjóðarinnar með ábyrgum hætti. Þeir eru fjárhagslega ábyrgari og munu fyrr geta lagt grunn að nauðsynlegri þjóðarsátt um langtímaaðgerðir í efnahagsmálum.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun