Kosið verður um efnahagslegt sjálfstæði þjóðarinnar Kristinn H. Gunnarsson skrifar 25. apríl 2013 06:00 Í yfirstandandi kosningabaráttu er að verulegu leyti siglt framhjá þeirri staðreynd að það varð fjárhagslegt hrun í bankakreppunni. Of margir stjórnmálaflokkar bjóða óraunhæfa framtíðarsýn og vekja vonir og væntingar sem engin innistæða er fyrir. Afleiðingin af þessu ábyrgðarleysi verður eingöngu slæm, óstöðugleiki, verðbólga, kjaraskerðing og ennfrekari skuldasöfnun hins opinbera og einstaklinga. Veruleikinn er sá, að þjóðin hefur aldrei verið eins nálægt því að missa úr höndunum á sér efnahagslegt sjálfstæði sitt. Óstöðugleiki og verðbólga á næstu árum gætu leitt til þess að stjórnvöld misstu algerlega tökin og landið yrði komið upp á náð og miskunn erlendra lánardrottna. Þetta hefur áður gerst í sögunni og er nærtækast að minna á Nýfundnaland, sem réði ekki við skuldir sínar og varð hluti af Kanada um miðja síðustu öld. Þrátt fyrir harðar aðgerðir í ríkisfjármálum á síðustu 4 árum er enn nokkuð langt í land. Skuldir hins opinbera eru mjög háar og vaxtagreiðslur eru einn allra stærsti útgjaldaliður fjárlaga. Á hverji ári er greitt tvöfalt meira í vexti af skuldum en varið er til reksturs Landsspítalans. Vaxtakostnaður eins árs eru svipaðar og fjárveitingar til nýframkvæmda í vegamálum í heilan áratug. Ríkið er háð Alþjóða gjaldeyrissjóðnum um aðgang að nægilegum erlendum gjaldeyri og það þarf að hafa ströng gjaldeyrishöft til þess að koma í veg fyrir stórfellda almenna kjaraskerðingu sem annars yrði. Brýnasta verkefnið er að greiða niður skuldir ríkisins, endurskipuleggja rekstur þess, losa um gjaldeyrishöft og koma á efnahagslegum stöðugleika með lágri verðbólgu. Takist þetta mun verða hægt að standa við framtíðarskuldbindingar innanlands sem erlendis og auka á næstu árum hægt og bítandi framlög til velferðarmála. Þetta er verkefnið framundan, sem verður að horfast í augu við. Það er flótti frá veruleikanum að halda öðru fram. Það eru engin töfraráð til sem breyta myndinni og verði hlaupið eftir lýðskruminu að þessu sinni mun það seinka því að farið verði í nauðsynlegar efnahagslegar aðgerðir og þær munu þurfa að verða enn harðari þegar að þeim loks mun koma. Ríkisstjórnarflokkarnir hafa skorið sig að verulegu leyti úr í kosningabaráttunni að þessu leyti. Forystumönnum flokkanna er greinilega ljós alvara málsins eftir eitt allra erfiðasta kjörtímabil á lýðveldistímanum. Jafnaðarmannaflokkarnir eru þess vegna öðrum flokkum líklegri til þess að haga stjórn efnahagsmála þannig að farsælt verði fyrir þjóðina. Ríkisstjórn annarra flokka er líkleg til þess að eyða tíma og takmörkuðum fjárráðum til þess að efna stórkarlaleg kosningaloforð. Það mun tefja efnahagslega endurreisn og setja í alvarlega tvísýnu efnahagslegt sjálfstæði þjóðarinnar. Það er fjöregg sem stjórnmálaflokkarnir eiga ekki að leika sér að. Þá verður það verkefni næsta kjörtímabils að ákveða hvernig arðinum af auðlindum til lands og sjávar verður skipt og hvernig framtíðareignarhald verður mikilvægum fyrirtækjum eins og Landsvirkjun og Landsbankanum. Reynslan af einkavæðingunni í upphafi aldarinnar gefur ekki tilefni til þess að setja sömu flokkana aftur að þeim verkum. Samfylkingin hefur gefið út ítarlegan bækling um efnahagsmál, sem staðfestir að flokkurinn lítur á efnahagslegt sjálfstæði þjóðarinnar sem helsta viðfangsefnið með mörgum skynsamlegum tillögum og Vinstri grænir hafa farið mjög gætilega í útgjaldaloforðum. Þrátt fyrir margvísleg mistök á kjörtímabilinu og alvarlegar vanefndir á mikilsverðum loforðum, sem sitja í mörgum þeirra sem studdu flokkana til valda fyrir fjórum árum eru jafnaðarmannaflokkarnir líklegri en gömlu stjórnarflokkarnir til þess að vinna úr fjárhagsvanda þjóðarinnar með ábyrgum hætti. Þeir eru fjárhagslega ábyrgari og munu fyrr geta lagt grunn að nauðsynlegri þjóðarsátt um langtímaaðgerðir í efnahagsmálum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Kristinn H. Gunnarsson Mest lesið Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Sjá meira
Í yfirstandandi kosningabaráttu er að verulegu leyti siglt framhjá þeirri staðreynd að það varð fjárhagslegt hrun í bankakreppunni. Of margir stjórnmálaflokkar bjóða óraunhæfa framtíðarsýn og vekja vonir og væntingar sem engin innistæða er fyrir. Afleiðingin af þessu ábyrgðarleysi verður eingöngu slæm, óstöðugleiki, verðbólga, kjaraskerðing og ennfrekari skuldasöfnun hins opinbera og einstaklinga. Veruleikinn er sá, að þjóðin hefur aldrei verið eins nálægt því að missa úr höndunum á sér efnahagslegt sjálfstæði sitt. Óstöðugleiki og verðbólga á næstu árum gætu leitt til þess að stjórnvöld misstu algerlega tökin og landið yrði komið upp á náð og miskunn erlendra lánardrottna. Þetta hefur áður gerst í sögunni og er nærtækast að minna á Nýfundnaland, sem réði ekki við skuldir sínar og varð hluti af Kanada um miðja síðustu öld. Þrátt fyrir harðar aðgerðir í ríkisfjármálum á síðustu 4 árum er enn nokkuð langt í land. Skuldir hins opinbera eru mjög háar og vaxtagreiðslur eru einn allra stærsti útgjaldaliður fjárlaga. Á hverji ári er greitt tvöfalt meira í vexti af skuldum en varið er til reksturs Landsspítalans. Vaxtakostnaður eins árs eru svipaðar og fjárveitingar til nýframkvæmda í vegamálum í heilan áratug. Ríkið er háð Alþjóða gjaldeyrissjóðnum um aðgang að nægilegum erlendum gjaldeyri og það þarf að hafa ströng gjaldeyrishöft til þess að koma í veg fyrir stórfellda almenna kjaraskerðingu sem annars yrði. Brýnasta verkefnið er að greiða niður skuldir ríkisins, endurskipuleggja rekstur þess, losa um gjaldeyrishöft og koma á efnahagslegum stöðugleika með lágri verðbólgu. Takist þetta mun verða hægt að standa við framtíðarskuldbindingar innanlands sem erlendis og auka á næstu árum hægt og bítandi framlög til velferðarmála. Þetta er verkefnið framundan, sem verður að horfast í augu við. Það er flótti frá veruleikanum að halda öðru fram. Það eru engin töfraráð til sem breyta myndinni og verði hlaupið eftir lýðskruminu að þessu sinni mun það seinka því að farið verði í nauðsynlegar efnahagslegar aðgerðir og þær munu þurfa að verða enn harðari þegar að þeim loks mun koma. Ríkisstjórnarflokkarnir hafa skorið sig að verulegu leyti úr í kosningabaráttunni að þessu leyti. Forystumönnum flokkanna er greinilega ljós alvara málsins eftir eitt allra erfiðasta kjörtímabil á lýðveldistímanum. Jafnaðarmannaflokkarnir eru þess vegna öðrum flokkum líklegri til þess að haga stjórn efnahagsmála þannig að farsælt verði fyrir þjóðina. Ríkisstjórn annarra flokka er líkleg til þess að eyða tíma og takmörkuðum fjárráðum til þess að efna stórkarlaleg kosningaloforð. Það mun tefja efnahagslega endurreisn og setja í alvarlega tvísýnu efnahagslegt sjálfstæði þjóðarinnar. Það er fjöregg sem stjórnmálaflokkarnir eiga ekki að leika sér að. Þá verður það verkefni næsta kjörtímabils að ákveða hvernig arðinum af auðlindum til lands og sjávar verður skipt og hvernig framtíðareignarhald verður mikilvægum fyrirtækjum eins og Landsvirkjun og Landsbankanum. Reynslan af einkavæðingunni í upphafi aldarinnar gefur ekki tilefni til þess að setja sömu flokkana aftur að þeim verkum. Samfylkingin hefur gefið út ítarlegan bækling um efnahagsmál, sem staðfestir að flokkurinn lítur á efnahagslegt sjálfstæði þjóðarinnar sem helsta viðfangsefnið með mörgum skynsamlegum tillögum og Vinstri grænir hafa farið mjög gætilega í útgjaldaloforðum. Þrátt fyrir margvísleg mistök á kjörtímabilinu og alvarlegar vanefndir á mikilsverðum loforðum, sem sitja í mörgum þeirra sem studdu flokkana til valda fyrir fjórum árum eru jafnaðarmannaflokkarnir líklegri en gömlu stjórnarflokkarnir til þess að vinna úr fjárhagsvanda þjóðarinnar með ábyrgum hætti. Þeir eru fjárhagslega ábyrgari og munu fyrr geta lagt grunn að nauðsynlegri þjóðarsátt um langtímaaðgerðir í efnahagsmálum.
Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun