Landflóttinn ekki meiri síðan 1891 Davíð Þorláksson skrifar 27. apríl 2013 06:00 Steingrímur J. Sigfússon atvinnuvegaráðherra sagði í grein sem birtist í Fréttablaðinu 20. apríl sl. að mikil og góð umskipti hefðu orðið í fólksflutningum á síðustu tveimur ársfjórðungum. Hann sagði Samband ungra sjálfstæðismanna (SUS) hafa gert mikið úr fólksflóttanum fram undir hið síðasta og notað stór orð. Þar vísar hann sérstaklega til ályktunar SUS frá 9. janúar 2012 þar sem bent var á hve gríðarlegur landflóttinn væri og að hann væri áfellisdómur yfir ríkisstjórninni. Ríkisstjórnin vill sennilega kenna hruninu, og líklega Geir H. Haarde og Davíð Oddssyni, um landflóttann eins og nánast allt annað sem aflaga fer. Það verður hinsvegar að telja líklegra að fólk taki ákvörðun um að flytja úr landi vegna væntinga um það hvort að hagur þeirra muni vænkast eða ekki, en ekki vegna gjaldþrota banka sem áttu sér stað fyrir rúmlega fjórum árum síðan. Einnig hvort að líklegt sé að störf við hæfi standi til boða á næstunni. Viðsnúningur í landflótta væri því miklu frekar vísbending um að fólk hafi séð kannanir sem sýna að ríkisstjórnin muni falla í næstu kosningum. Samkvæmt nýjustu skoðanakönnunum eru ríkisstjórnarflokkarnir nú með samtals 20-25% fylgi. Auðvitað eru það jákvæð tíðindi ef landflóttinn er að snúast við. Því miður er staðreyndin sú að þótt aðfluttir hafi verið fleiri en brottfluttir á síðustu tveimur ársfjórðungum þá er langt í að það nái að vega upp þann mikla flótta sem var frá landinu þar á undan. Það vegur aðeins rétt rúmlega upp þann fjölda sem flutti frá landinu á fyrri hluta ársins 2012. Þeir sem flutt hafa heim undanfarið eru bara dropi í hafið miðað við þá 9.253 brottfluttu umfram aðflutta árin 2009-2011 og á fyrstu þremur ársfjórðungum ársins 2012. Ekki hefur verið jafnmikill landflótti, sem hlutfall af mannfjölda, á fjögurra ára tímabili síðan árin 1888-1891, á tímum vesturferðanna. Varla er það árangur sem ástæða er til að stæra sig af. Það á að vera forgangsverkefni nýrrar ríkisstjórnar að skapa þannig aðstæður að það fólk sem við höfum séð fara burt síðustu ár sjái sér hag í að snúa aftur. Til þess þarf að skapa aðstæður til þess að störfum fjölgi og laun geti hækkað. Það eru engir betur til þess fallnir en sjálfstæðismenn að leiða ríkisstjórn sem getur skapað þannig aðstæður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Davíð Þorláksson Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Halldór 4. 10. 2025 Halldór Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Sjá meira
Steingrímur J. Sigfússon atvinnuvegaráðherra sagði í grein sem birtist í Fréttablaðinu 20. apríl sl. að mikil og góð umskipti hefðu orðið í fólksflutningum á síðustu tveimur ársfjórðungum. Hann sagði Samband ungra sjálfstæðismanna (SUS) hafa gert mikið úr fólksflóttanum fram undir hið síðasta og notað stór orð. Þar vísar hann sérstaklega til ályktunar SUS frá 9. janúar 2012 þar sem bent var á hve gríðarlegur landflóttinn væri og að hann væri áfellisdómur yfir ríkisstjórninni. Ríkisstjórnin vill sennilega kenna hruninu, og líklega Geir H. Haarde og Davíð Oddssyni, um landflóttann eins og nánast allt annað sem aflaga fer. Það verður hinsvegar að telja líklegra að fólk taki ákvörðun um að flytja úr landi vegna væntinga um það hvort að hagur þeirra muni vænkast eða ekki, en ekki vegna gjaldþrota banka sem áttu sér stað fyrir rúmlega fjórum árum síðan. Einnig hvort að líklegt sé að störf við hæfi standi til boða á næstunni. Viðsnúningur í landflótta væri því miklu frekar vísbending um að fólk hafi séð kannanir sem sýna að ríkisstjórnin muni falla í næstu kosningum. Samkvæmt nýjustu skoðanakönnunum eru ríkisstjórnarflokkarnir nú með samtals 20-25% fylgi. Auðvitað eru það jákvæð tíðindi ef landflóttinn er að snúast við. Því miður er staðreyndin sú að þótt aðfluttir hafi verið fleiri en brottfluttir á síðustu tveimur ársfjórðungum þá er langt í að það nái að vega upp þann mikla flótta sem var frá landinu þar á undan. Það vegur aðeins rétt rúmlega upp þann fjölda sem flutti frá landinu á fyrri hluta ársins 2012. Þeir sem flutt hafa heim undanfarið eru bara dropi í hafið miðað við þá 9.253 brottfluttu umfram aðflutta árin 2009-2011 og á fyrstu þremur ársfjórðungum ársins 2012. Ekki hefur verið jafnmikill landflótti, sem hlutfall af mannfjölda, á fjögurra ára tímabili síðan árin 1888-1891, á tímum vesturferðanna. Varla er það árangur sem ástæða er til að stæra sig af. Það á að vera forgangsverkefni nýrrar ríkisstjórnar að skapa þannig aðstæður að það fólk sem við höfum séð fara burt síðustu ár sjái sér hag í að snúa aftur. Til þess þarf að skapa aðstæður til þess að störfum fjölgi og laun geti hækkað. Það eru engir betur til þess fallnir en sjálfstæðismenn að leiða ríkisstjórn sem getur skapað þannig aðstæður.
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar