Aðgerðir gegn brottfalli Katrín Jakobsdóttir skrifar 23. maí 2013 06:00 Eitt af þeim samfélagslegu markmiðum sem ríkisstjórn Vinstri grænna og Samfylkingar setti í sóknaráætlun til ársins 2020 er að hlutfall Íslendinga á aldrinum 20-66 ára sem ekki hafa lokið formlegu námi að loknum grunnskóla lækki úr 30% árið 2011 niður í 10% árið 2020. Markmiðið er metnaðarfullt og ekki síður mikilvægt. Leiðin að markmiðinu er tvíþætt. Annars vegar að tryggja fólki á vinnumarkaði með litla formlega menntun tækifæri til að auka menntun sína. Hins vegar að tryggja að fleiri sem hefja nám á framhaldsskólastigi ljúki því á tilsettum tíma, en á Íslandi ljúka hlutfallslega færri framhaldsskólanemar námi á tilskildum tíma en í öðrum OECD-löndum. Fráfarandi ríkisstjórnin hefur unnið að þessum tveimur þáttum með markvissum hætti á undanförnum árum. Aukin tækifæri til náms við hæfi Með samþykkt laga um framhaldsfræðslu vorið 2010 var framhaldsfræðslan viðurkennd sem ein af grunnstoðum íslensks menntakerfis. Símenntunarmiðstöðvar um allt land bjóða upp á fjölbreytt námstækifæri og opna þannig leið fyrir fjölda fólks inn í menntakerfið. Haustið 2011 hófst svo á vegum ríkisstjórnarinnar þriggja ára átaksverkefni undir yfirskriftinni „Nám er vinnandi vegur“. Markmið þess er að skapa námstækifæri við hæfi fyrir hópa sem hingað til hafa ekki fundið sig innan skólakerfisins, fjölga þeim sem ljúka framhaldsskóla- eða stúdentsprófi og efla möguleika þeirra til að sækja sér meira nám eða finna sér störf við hæfi. Á grundvelli verkefnisins hafa vel á annað þúsund atvinnuleitendur hafið nám á undanförnum árum. Ástæður brotthvarfs margþættar Á árinu 2011 hóf mennta- og menningarmálaráðuneytið samstarf við OECD um greiningu á ástæðum brotthvarfs úr framhaldsskólum og aðgerðir til að sporna gegn því. Út úr því samstarfi kom greinargóð skýrsla sem unnin var af sérfræðingum OECD í samstarfi við íslenska sérfræðinga og samráði við fulltrúa allra hópa sem koma að mótun íslenska menntakerfisins. Í skýrslunni er að finna greiningu á veikleikum og styrkleikum menntakerfisins ásamt tilgátum um ástæður brotthvarfs og tillögum að mögulegum aðgerðum. Það sem vekur athygli meðal styrkleika íslenska menntakerfisins er meðal annars að íslensk ungmenni eru fyrir ofan meðaltal OECD í læsi og stærðfræði, hér er jafnrétti til náms tiltölulega mikið og Íslendingar fjárfesta mikið í menntun. Enn fremur eru tryggðir möguleikar til náms alla ævi. Hins vegar eru úrlausnarefni, t.d. við að efla starfsnám og auka aðsókn í það, tryggja þarf fjölbreytt námsframboð við hæfi ólíkra nemenda og bæta þarf starfsaðstæður íslenskra kennara. Þá má ekki gleyma öðrum þáttum, t.d. félagslegum aðstæðum nemenda sem geta haft mikil áhrif á brottfall og hlutverki vinnumarkaðarins sem þarf að meta menntun mun betur en nú er gert. Í framhaldi af þessari greiningu voru skipaðir vinnuhópar til að móta og skilgreina aðgerðir og er nú hafin vinna í þremur framhaldsskólum sem síðan verður nýtt til þess að móta tillögur að aðgerðum í grunnskólum og framhaldsskólum á landsvísu. Þó að brotthvarf úr framhaldsskólum hafi lengi verið þekkt vandamál á Íslandi hefur komið á óvart hversu lítið við vitum í raun og veru um það. Það er því mikilvægt að nú hefur verið hafin vinna sem miðar að því að taka á vandamálinu með heildstæðum hætti. Það er mín trú að með markvissum og faglegum aðgerðum megi ná verulegum árangri á næstu árum við að sporna gegn brotthvarfi. Þar þarf að byggja ákvarðanir á gögnum og ígrundun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Jakobsdóttir Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Milljarðarnir óteljandi og bókun 35 Haraldur Ólafsson Skoðun Vextir eins og í útlöndum? Björn Berg Gunnarsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Þegar Steve Jobs græddi milljarða á Toy Story Björn Berg Gunnarsson Fastir pennar Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Eitt af þeim samfélagslegu markmiðum sem ríkisstjórn Vinstri grænna og Samfylkingar setti í sóknaráætlun til ársins 2020 er að hlutfall Íslendinga á aldrinum 20-66 ára sem ekki hafa lokið formlegu námi að loknum grunnskóla lækki úr 30% árið 2011 niður í 10% árið 2020. Markmiðið er metnaðarfullt og ekki síður mikilvægt. Leiðin að markmiðinu er tvíþætt. Annars vegar að tryggja fólki á vinnumarkaði með litla formlega menntun tækifæri til að auka menntun sína. Hins vegar að tryggja að fleiri sem hefja nám á framhaldsskólastigi ljúki því á tilsettum tíma, en á Íslandi ljúka hlutfallslega færri framhaldsskólanemar námi á tilskildum tíma en í öðrum OECD-löndum. Fráfarandi ríkisstjórnin hefur unnið að þessum tveimur þáttum með markvissum hætti á undanförnum árum. Aukin tækifæri til náms við hæfi Með samþykkt laga um framhaldsfræðslu vorið 2010 var framhaldsfræðslan viðurkennd sem ein af grunnstoðum íslensks menntakerfis. Símenntunarmiðstöðvar um allt land bjóða upp á fjölbreytt námstækifæri og opna þannig leið fyrir fjölda fólks inn í menntakerfið. Haustið 2011 hófst svo á vegum ríkisstjórnarinnar þriggja ára átaksverkefni undir yfirskriftinni „Nám er vinnandi vegur“. Markmið þess er að skapa námstækifæri við hæfi fyrir hópa sem hingað til hafa ekki fundið sig innan skólakerfisins, fjölga þeim sem ljúka framhaldsskóla- eða stúdentsprófi og efla möguleika þeirra til að sækja sér meira nám eða finna sér störf við hæfi. Á grundvelli verkefnisins hafa vel á annað þúsund atvinnuleitendur hafið nám á undanförnum árum. Ástæður brotthvarfs margþættar Á árinu 2011 hóf mennta- og menningarmálaráðuneytið samstarf við OECD um greiningu á ástæðum brotthvarfs úr framhaldsskólum og aðgerðir til að sporna gegn því. Út úr því samstarfi kom greinargóð skýrsla sem unnin var af sérfræðingum OECD í samstarfi við íslenska sérfræðinga og samráði við fulltrúa allra hópa sem koma að mótun íslenska menntakerfisins. Í skýrslunni er að finna greiningu á veikleikum og styrkleikum menntakerfisins ásamt tilgátum um ástæður brotthvarfs og tillögum að mögulegum aðgerðum. Það sem vekur athygli meðal styrkleika íslenska menntakerfisins er meðal annars að íslensk ungmenni eru fyrir ofan meðaltal OECD í læsi og stærðfræði, hér er jafnrétti til náms tiltölulega mikið og Íslendingar fjárfesta mikið í menntun. Enn fremur eru tryggðir möguleikar til náms alla ævi. Hins vegar eru úrlausnarefni, t.d. við að efla starfsnám og auka aðsókn í það, tryggja þarf fjölbreytt námsframboð við hæfi ólíkra nemenda og bæta þarf starfsaðstæður íslenskra kennara. Þá má ekki gleyma öðrum þáttum, t.d. félagslegum aðstæðum nemenda sem geta haft mikil áhrif á brottfall og hlutverki vinnumarkaðarins sem þarf að meta menntun mun betur en nú er gert. Í framhaldi af þessari greiningu voru skipaðir vinnuhópar til að móta og skilgreina aðgerðir og er nú hafin vinna í þremur framhaldsskólum sem síðan verður nýtt til þess að móta tillögur að aðgerðum í grunnskólum og framhaldsskólum á landsvísu. Þó að brotthvarf úr framhaldsskólum hafi lengi verið þekkt vandamál á Íslandi hefur komið á óvart hversu lítið við vitum í raun og veru um það. Það er því mikilvægt að nú hefur verið hafin vinna sem miðar að því að taka á vandamálinu með heildstæðum hætti. Það er mín trú að með markvissum og faglegum aðgerðum megi ná verulegum árangri á næstu árum við að sporna gegn brotthvarfi. Þar þarf að byggja ákvarðanir á gögnum og ígrundun.
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar