Atvinnumenn í tölvuleikjum Mikael Torfason skrifar 5. júlí 2013 09:00 Úr herbergjum unglinganna á Íslandi heyrast oft háværar samræður á ensku ef unglingurinn er að spila tölvuleik. Þetta er ný menning og mörgum þykir hún óhugnanleg. Í því samhengi er rætt um tölvuleikjafíkn og foreldrar oft áhyggjufullir. Það er erfitt að ala upp ungling í nútímasamfélagi hvað þá ef hann dvelur tímunum saman í gerviveröld tölvuleikjanna. En nýir siðir ungs fólks hafa alltaf valdið áhyggjum hinna sem eldri eru. Þannig var það með tónlistina, vídeógláp og aðrar nýjungar. Við erum oft alltof svartsýn á framtíð unga fólksins okkar og einblínum um of á hið neikvæða. Í Fréttablaðinu í gær sögðum við frá íslenskum atvinnumanni í tölvuleikjaspilun. Það er búið að kaupa hann til Sviss og þótt þessi frétt sé nýlunda í íslenskum fjölmiðlum eru tíðindin ekkert ósvipuð því en þegar sagðar eru fréttir af unglingum sem keyptir eru til að spila fótbolta eða handbolta í Svíþjóð. Sjálfur segir ungi atvinnumaðurinn, Jökull Jóhannsson, að þetta sé eins og hver önnur vinna en hann æfir þessa íþrótt, að spila tölvuleik, í átta tíma á dag. Bestu atvinnumennirnir í deild Jökuls, sem kennir sig við leikinn Starcraft, þéna eina til tvær milljónir á mánuði. Það er því til nokkurs að vinna. Tölvuleikir tilheyra afþreyingariðnaði og síðustu ár hefur velta iðnaðarins orðið tvöfalt meiri en velta tónlistariðnaðarins. Fyrsti söludagur nýs leiks slær oft út miðasölu á stærstu bíómyndir hvers árs á opnunarhelgi. Tölvuleikir velta líka meiru en tímaritaútgáfa í heiminum og slaga vel yfir helming veltu kvikmyndaiðnaðarins. Eitt af framsæknari fyrirtækjunum hér á landi er tölvuleikjaframleiðandinn CCP sem gefur út Eve Online og fleiri leiki. Fjöldi manns starfar hjá fyrirtækinu sem er með skrifstofur víða um heim. Hrunið hafði lítil áhrif á tölvuleikjaiðnaðinn nema þá til batnaðar því það losnaði um hæfileikafólk sem kastaði sér út í ævintýri á nýjum slóðum. Við sögðum frá nokkrum ungum mönnum í síðustu viku sem hafa skapað nýjan leik sem kemur út á næstunni og heitir Aaru‘s Awakening. Samtals hafa þessir ungu menn eytt níu milljónum í beinhörðum peningum til að koma leiknum á koppinn en raunverðið hleypur á yfir hundrað milljónum ef vinnuframlag þeirra er tekið með í reikninginn. Þetta er frumkvöðlastarf og mikil áhætta en miðað við umfjöllun í erlendum tölvuleikjamiðlum bendir allt til þess að veðmálið gæti gengið upp. Íslenskur tölvuleikjaiðnaður veltir yfir tíu milljörðum króna á ári og þó eigum við nóg inni. Ekkert bendir til þess að eftirspurn eftir afþreyingu í formi tölvuleikja eigi eftir að minnka. Þvert á móti fjölgar þeim sem spila leiki og þetta fólk eldist og vill fjölbreyttari afþreyingarleiki. Við eigum að taka öllum svona breytingum fagnandi og passa okkur að gera ekki lítið úr furðulegu samræðunum sem við heyrum úr herbergjum unglinganna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mikael Torfason Tengdar fréttir Vinnur við að keppa í vinsælum tölvuleik Íslenskur atvinnumaður í tölvuleikjaspilun hefur náð gríðargóðum árangri og er genginn til liðs við svissneskt atvinnumannalið. Bestu atvinnumennirnir þéna eina til tvær milljónir á mánuði. Hann segir atvinnumennsku eins og hverja aðra vinnu. 4. júlí 2013 07:30 Mest lesið Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Sjá meira
Úr herbergjum unglinganna á Íslandi heyrast oft háværar samræður á ensku ef unglingurinn er að spila tölvuleik. Þetta er ný menning og mörgum þykir hún óhugnanleg. Í því samhengi er rætt um tölvuleikjafíkn og foreldrar oft áhyggjufullir. Það er erfitt að ala upp ungling í nútímasamfélagi hvað þá ef hann dvelur tímunum saman í gerviveröld tölvuleikjanna. En nýir siðir ungs fólks hafa alltaf valdið áhyggjum hinna sem eldri eru. Þannig var það með tónlistina, vídeógláp og aðrar nýjungar. Við erum oft alltof svartsýn á framtíð unga fólksins okkar og einblínum um of á hið neikvæða. Í Fréttablaðinu í gær sögðum við frá íslenskum atvinnumanni í tölvuleikjaspilun. Það er búið að kaupa hann til Sviss og þótt þessi frétt sé nýlunda í íslenskum fjölmiðlum eru tíðindin ekkert ósvipuð því en þegar sagðar eru fréttir af unglingum sem keyptir eru til að spila fótbolta eða handbolta í Svíþjóð. Sjálfur segir ungi atvinnumaðurinn, Jökull Jóhannsson, að þetta sé eins og hver önnur vinna en hann æfir þessa íþrótt, að spila tölvuleik, í átta tíma á dag. Bestu atvinnumennirnir í deild Jökuls, sem kennir sig við leikinn Starcraft, þéna eina til tvær milljónir á mánuði. Það er því til nokkurs að vinna. Tölvuleikir tilheyra afþreyingariðnaði og síðustu ár hefur velta iðnaðarins orðið tvöfalt meiri en velta tónlistariðnaðarins. Fyrsti söludagur nýs leiks slær oft út miðasölu á stærstu bíómyndir hvers árs á opnunarhelgi. Tölvuleikir velta líka meiru en tímaritaútgáfa í heiminum og slaga vel yfir helming veltu kvikmyndaiðnaðarins. Eitt af framsæknari fyrirtækjunum hér á landi er tölvuleikjaframleiðandinn CCP sem gefur út Eve Online og fleiri leiki. Fjöldi manns starfar hjá fyrirtækinu sem er með skrifstofur víða um heim. Hrunið hafði lítil áhrif á tölvuleikjaiðnaðinn nema þá til batnaðar því það losnaði um hæfileikafólk sem kastaði sér út í ævintýri á nýjum slóðum. Við sögðum frá nokkrum ungum mönnum í síðustu viku sem hafa skapað nýjan leik sem kemur út á næstunni og heitir Aaru‘s Awakening. Samtals hafa þessir ungu menn eytt níu milljónum í beinhörðum peningum til að koma leiknum á koppinn en raunverðið hleypur á yfir hundrað milljónum ef vinnuframlag þeirra er tekið með í reikninginn. Þetta er frumkvöðlastarf og mikil áhætta en miðað við umfjöllun í erlendum tölvuleikjamiðlum bendir allt til þess að veðmálið gæti gengið upp. Íslenskur tölvuleikjaiðnaður veltir yfir tíu milljörðum króna á ári og þó eigum við nóg inni. Ekkert bendir til þess að eftirspurn eftir afþreyingu í formi tölvuleikja eigi eftir að minnka. Þvert á móti fjölgar þeim sem spila leiki og þetta fólk eldist og vill fjölbreyttari afþreyingarleiki. Við eigum að taka öllum svona breytingum fagnandi og passa okkur að gera ekki lítið úr furðulegu samræðunum sem við heyrum úr herbergjum unglinganna.
Vinnur við að keppa í vinsælum tölvuleik Íslenskur atvinnumaður í tölvuleikjaspilun hefur náð gríðargóðum árangri og er genginn til liðs við svissneskt atvinnumannalið. Bestu atvinnumennirnir þéna eina til tvær milljónir á mánuði. Hann segir atvinnumennsku eins og hverja aðra vinnu. 4. júlí 2013 07:30
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun