Vinstristefnan og efnahagskreppan Katrín Jakobsdóttir skrifar 10. september 2013 08:55 Vinstristefnan og þau meginmarkmið hennar að stuðla að jöfnuði og betra samfélagi eiga brýnt erindi við samtímann, nú þegar auður hefur færst á fárra hendur og ósjálfbær efnahagsstefna hefur leitt Vesturlönd í djúpa kreppu. Samt er því þó iðulega haldið fram að hugtökin hægri og vinstri séu orðin merkingarlaus í pólitískri umræðu. Slíkt minnir á að um það leyti sem mín kynslóð var að skríða upp í gaggó var talað um sigur hægristefnunnar og endalok vinstristefnu í kjölfar falls kommúnistastjórna í Austur-Evrópu. Það leiddi til gagnrýnisleysis á ríkjandi viðhorf og það efnahagskerfi sem hrundi fyrir fimm árum. Illu heilli hefur þrátt fyrir efnahagskreppu enn lítið borið á því að spurt sé grundvallarspurninga um þetta efnahagskerfi. Meðal þess sem ekki hefur verið rætt nægilega er hvort markaðnum séu einhver takmörk sett og hver þau kunni að vera. Enn þrjóskast menn við að færa æ stærri hluta af sameigninni – skóla, heilbrigðisstofnanir, veitukerfi – undir lögmál markaðarins með þjónustusamningum við einkaaðila sem eiga að græða á öllu en bera takmarkaða ábyrgð. Því miður boða ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar útvistun, aukin gjöld, minna eftirlit, fjölbreyttari rekstrarform og einkavæðingu í ræðu og riti eins og ekkert hafi gerst árið 2008. Sömu blindu einsýni má líka sjá í Bretlandi þar sem stórir hlutar heilbrigðisþjónustunnar hafa nú verið settir á markað; spítalar eru reknir af einkaaðilum en fyrir opinbert fé; í nafni þess að auka val sjúklinga. Afleiðingin er aukinn ójöfnuður þar sem hægt er að borga fyrir betri þjónustu, óhagkvæmara ríkiskerfi sem sinnir því sem ekki er hægt að útvista og aukinn gróði fyrir einkaaðila sem fæst í gegnum sjúkdóma annarra. Þessar breytingar hafa orðið fyrst með aðgerðum af hálfu Verkamannaflokksins og síðar með róttækari breytingum af hálfu samsteypustjórnar íhaldsmanna og frjálsra demókrata. Má þá segja að hægrið og vinstrið hafi runnið saman? Svarið við því er nei. Segja má hins vegar að hægristefnan hafi náð þeim hæðum að verða slíkt viðmið í samfélaginu að ýmsir sem kenna sig við vinstri hafi vanrækt að spyrja stóru spurninganna. Er það siðferðilega rétt eða skynsamlegt að einkaaðilar geti hagnast á þeim grunnstoðum sem samfélög hafa byggt upp saman? Er sá hagnaður samfélagsins alls? Eykur það jöfnuð og velsæld í samfélaginu? Svar mitt við því er líka nei. Það skiptir máli nú sem aldrei fyrr að vinstrimenn haldi uppi merki hins sameiginlega sem er ekki endilega arðbært á markaði en er mikilvægur þáttur í að byggja gott samfélag fyrir alla.Sömu hættumerki hér Annað dæmi sem sýnir þörfina á öflugri vinstristefnu er launakjör almennings. Á árunum fyrir hrun jókst ójöfnuður mjög hérlendis. Það var réttlætt með því að góðærið væri slíkt að öllum gengi betur en áður. Eftir hrun þegar bent var á að jöfnuður hefði aukist þegar vinstristjórn tók við stjórnartaumunum svöruðu hægrimenn því að „nú hefðu allir það jafn skítt“. Þar var litið fram hjá því að allar rannsóknir sýna að þar sem jöfnuður er mikill er velsæld samfélagsins alls meiri. Þess vegna er mikilvægt að horfa til þess við gerð komandi kjarasamninga að bæta kjör almennings, sérstaklega þeirra verst settu. Þar þarf að hafa sjónarmið jafnaðar í huga. Nú ber nokkuð á því að kreppan sé notuð til að réttlæta áframhald hægristefnunnar. Þannig virðast forkólfar Evrópusambandsins á borð við Olli Rehn leggja alla áherslu á að jöfnuði verði náð á fjárlögum með niðurskurði en ekki skattahækkunum samkvæmt fréttum sem berast frá Frakklandi þar sem hefur verið farin blönduð leið skattahækkana og niðurskurðar líkt og hér var gert á Íslandi í tíð síðustu ríkisstjórnar. Niðurskurður og samdráttur á samneyslu í kreppunni virðast nú helsta markmið hægrisinnaðra afla sem gæti leitt til vaxandi ójafnaðar og minni lífsgæða á komandi árum fyrir íbúa Evrópu og Bandaríkjanna. Sömu hættumerki eru á lofti hér á Íslandi með nýrri hægristjórn. Viðfangsefni vinstriaflanna er því að standa vaktina, og tryggja að félagsleg markmið og sjálfbærni verði höfð að leiðarljósi við mótun efnahagsstefnu komandi ára til þess að stuðla að bættum hag okkar allra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Jakobsdóttir Mest lesið Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson Skoðun Að henda bókum í börn Hildur Ýr Ísberg Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Hvernig borgarfulltrúar verðmeta tímann þinn Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir Skoðun Hafnarfjörður er leiðandi í jafnréttismálum Valdimar Víðisson Skoðun Aðferðarfræði til að auka áfallaþol þjóða Böðvar Tómasson Skoðun Ein stærð passar ekki fyrir öll Sigrún Birgisdóttir ,Þóra Leósdóttir Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun Hvíti stafur menningarinnar Sigþór U. Hallfreðsson Skoðun Skoðun Skoðun Neyðarkall frá Gaza: Svona getur þú hjálpað skrifar Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvíti stafur menningarinnar Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er leiðandi í jafnréttismálum Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Aðferðarfræði til að auka áfallaþol þjóða Böðvar Tómasson skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Hvernig borgarfulltrúar verðmeta tímann þinn Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Að henda bókum í börn Hildur Ýr Ísberg skrifar Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Ein stærð passar ekki fyrir öll Sigrún Birgisdóttir ,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Ömmur án landamæra Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson skrifar Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks skrifar Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova skrifar Skoðun Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Skemmtilegri borg Skúli Helgason skrifar Skoðun Drögum úr svifryksmengun frá umferð heilsunnar vegna Þröstur Þorsteinsson skrifar Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Sjá meira
Vinstristefnan og þau meginmarkmið hennar að stuðla að jöfnuði og betra samfélagi eiga brýnt erindi við samtímann, nú þegar auður hefur færst á fárra hendur og ósjálfbær efnahagsstefna hefur leitt Vesturlönd í djúpa kreppu. Samt er því þó iðulega haldið fram að hugtökin hægri og vinstri séu orðin merkingarlaus í pólitískri umræðu. Slíkt minnir á að um það leyti sem mín kynslóð var að skríða upp í gaggó var talað um sigur hægristefnunnar og endalok vinstristefnu í kjölfar falls kommúnistastjórna í Austur-Evrópu. Það leiddi til gagnrýnisleysis á ríkjandi viðhorf og það efnahagskerfi sem hrundi fyrir fimm árum. Illu heilli hefur þrátt fyrir efnahagskreppu enn lítið borið á því að spurt sé grundvallarspurninga um þetta efnahagskerfi. Meðal þess sem ekki hefur verið rætt nægilega er hvort markaðnum séu einhver takmörk sett og hver þau kunni að vera. Enn þrjóskast menn við að færa æ stærri hluta af sameigninni – skóla, heilbrigðisstofnanir, veitukerfi – undir lögmál markaðarins með þjónustusamningum við einkaaðila sem eiga að græða á öllu en bera takmarkaða ábyrgð. Því miður boða ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar útvistun, aukin gjöld, minna eftirlit, fjölbreyttari rekstrarform og einkavæðingu í ræðu og riti eins og ekkert hafi gerst árið 2008. Sömu blindu einsýni má líka sjá í Bretlandi þar sem stórir hlutar heilbrigðisþjónustunnar hafa nú verið settir á markað; spítalar eru reknir af einkaaðilum en fyrir opinbert fé; í nafni þess að auka val sjúklinga. Afleiðingin er aukinn ójöfnuður þar sem hægt er að borga fyrir betri þjónustu, óhagkvæmara ríkiskerfi sem sinnir því sem ekki er hægt að útvista og aukinn gróði fyrir einkaaðila sem fæst í gegnum sjúkdóma annarra. Þessar breytingar hafa orðið fyrst með aðgerðum af hálfu Verkamannaflokksins og síðar með róttækari breytingum af hálfu samsteypustjórnar íhaldsmanna og frjálsra demókrata. Má þá segja að hægrið og vinstrið hafi runnið saman? Svarið við því er nei. Segja má hins vegar að hægristefnan hafi náð þeim hæðum að verða slíkt viðmið í samfélaginu að ýmsir sem kenna sig við vinstri hafi vanrækt að spyrja stóru spurninganna. Er það siðferðilega rétt eða skynsamlegt að einkaaðilar geti hagnast á þeim grunnstoðum sem samfélög hafa byggt upp saman? Er sá hagnaður samfélagsins alls? Eykur það jöfnuð og velsæld í samfélaginu? Svar mitt við því er líka nei. Það skiptir máli nú sem aldrei fyrr að vinstrimenn haldi uppi merki hins sameiginlega sem er ekki endilega arðbært á markaði en er mikilvægur þáttur í að byggja gott samfélag fyrir alla.Sömu hættumerki hér Annað dæmi sem sýnir þörfina á öflugri vinstristefnu er launakjör almennings. Á árunum fyrir hrun jókst ójöfnuður mjög hérlendis. Það var réttlætt með því að góðærið væri slíkt að öllum gengi betur en áður. Eftir hrun þegar bent var á að jöfnuður hefði aukist þegar vinstristjórn tók við stjórnartaumunum svöruðu hægrimenn því að „nú hefðu allir það jafn skítt“. Þar var litið fram hjá því að allar rannsóknir sýna að þar sem jöfnuður er mikill er velsæld samfélagsins alls meiri. Þess vegna er mikilvægt að horfa til þess við gerð komandi kjarasamninga að bæta kjör almennings, sérstaklega þeirra verst settu. Þar þarf að hafa sjónarmið jafnaðar í huga. Nú ber nokkuð á því að kreppan sé notuð til að réttlæta áframhald hægristefnunnar. Þannig virðast forkólfar Evrópusambandsins á borð við Olli Rehn leggja alla áherslu á að jöfnuði verði náð á fjárlögum með niðurskurði en ekki skattahækkunum samkvæmt fréttum sem berast frá Frakklandi þar sem hefur verið farin blönduð leið skattahækkana og niðurskurðar líkt og hér var gert á Íslandi í tíð síðustu ríkisstjórnar. Niðurskurður og samdráttur á samneyslu í kreppunni virðast nú helsta markmið hægrisinnaðra afla sem gæti leitt til vaxandi ójafnaðar og minni lífsgæða á komandi árum fyrir íbúa Evrópu og Bandaríkjanna. Sömu hættumerki eru á lofti hér á Íslandi með nýrri hægristjórn. Viðfangsefni vinstriaflanna er því að standa vaktina, og tryggja að félagsleg markmið og sjálfbærni verði höfð að leiðarljósi við mótun efnahagsstefnu komandi ára til þess að stuðla að bættum hag okkar allra.
Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun
Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun