Vinstristefnan og efnahagskreppan Katrín Jakobsdóttir skrifar 10. september 2013 08:55 Vinstristefnan og þau meginmarkmið hennar að stuðla að jöfnuði og betra samfélagi eiga brýnt erindi við samtímann, nú þegar auður hefur færst á fárra hendur og ósjálfbær efnahagsstefna hefur leitt Vesturlönd í djúpa kreppu. Samt er því þó iðulega haldið fram að hugtökin hægri og vinstri séu orðin merkingarlaus í pólitískri umræðu. Slíkt minnir á að um það leyti sem mín kynslóð var að skríða upp í gaggó var talað um sigur hægristefnunnar og endalok vinstristefnu í kjölfar falls kommúnistastjórna í Austur-Evrópu. Það leiddi til gagnrýnisleysis á ríkjandi viðhorf og það efnahagskerfi sem hrundi fyrir fimm árum. Illu heilli hefur þrátt fyrir efnahagskreppu enn lítið borið á því að spurt sé grundvallarspurninga um þetta efnahagskerfi. Meðal þess sem ekki hefur verið rætt nægilega er hvort markaðnum séu einhver takmörk sett og hver þau kunni að vera. Enn þrjóskast menn við að færa æ stærri hluta af sameigninni – skóla, heilbrigðisstofnanir, veitukerfi – undir lögmál markaðarins með þjónustusamningum við einkaaðila sem eiga að græða á öllu en bera takmarkaða ábyrgð. Því miður boða ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar útvistun, aukin gjöld, minna eftirlit, fjölbreyttari rekstrarform og einkavæðingu í ræðu og riti eins og ekkert hafi gerst árið 2008. Sömu blindu einsýni má líka sjá í Bretlandi þar sem stórir hlutar heilbrigðisþjónustunnar hafa nú verið settir á markað; spítalar eru reknir af einkaaðilum en fyrir opinbert fé; í nafni þess að auka val sjúklinga. Afleiðingin er aukinn ójöfnuður þar sem hægt er að borga fyrir betri þjónustu, óhagkvæmara ríkiskerfi sem sinnir því sem ekki er hægt að útvista og aukinn gróði fyrir einkaaðila sem fæst í gegnum sjúkdóma annarra. Þessar breytingar hafa orðið fyrst með aðgerðum af hálfu Verkamannaflokksins og síðar með róttækari breytingum af hálfu samsteypustjórnar íhaldsmanna og frjálsra demókrata. Má þá segja að hægrið og vinstrið hafi runnið saman? Svarið við því er nei. Segja má hins vegar að hægristefnan hafi náð þeim hæðum að verða slíkt viðmið í samfélaginu að ýmsir sem kenna sig við vinstri hafi vanrækt að spyrja stóru spurninganna. Er það siðferðilega rétt eða skynsamlegt að einkaaðilar geti hagnast á þeim grunnstoðum sem samfélög hafa byggt upp saman? Er sá hagnaður samfélagsins alls? Eykur það jöfnuð og velsæld í samfélaginu? Svar mitt við því er líka nei. Það skiptir máli nú sem aldrei fyrr að vinstrimenn haldi uppi merki hins sameiginlega sem er ekki endilega arðbært á markaði en er mikilvægur þáttur í að byggja gott samfélag fyrir alla.Sömu hættumerki hér Annað dæmi sem sýnir þörfina á öflugri vinstristefnu er launakjör almennings. Á árunum fyrir hrun jókst ójöfnuður mjög hérlendis. Það var réttlætt með því að góðærið væri slíkt að öllum gengi betur en áður. Eftir hrun þegar bent var á að jöfnuður hefði aukist þegar vinstristjórn tók við stjórnartaumunum svöruðu hægrimenn því að „nú hefðu allir það jafn skítt“. Þar var litið fram hjá því að allar rannsóknir sýna að þar sem jöfnuður er mikill er velsæld samfélagsins alls meiri. Þess vegna er mikilvægt að horfa til þess við gerð komandi kjarasamninga að bæta kjör almennings, sérstaklega þeirra verst settu. Þar þarf að hafa sjónarmið jafnaðar í huga. Nú ber nokkuð á því að kreppan sé notuð til að réttlæta áframhald hægristefnunnar. Þannig virðast forkólfar Evrópusambandsins á borð við Olli Rehn leggja alla áherslu á að jöfnuði verði náð á fjárlögum með niðurskurði en ekki skattahækkunum samkvæmt fréttum sem berast frá Frakklandi þar sem hefur verið farin blönduð leið skattahækkana og niðurskurðar líkt og hér var gert á Íslandi í tíð síðustu ríkisstjórnar. Niðurskurður og samdráttur á samneyslu í kreppunni virðast nú helsta markmið hægrisinnaðra afla sem gæti leitt til vaxandi ójafnaðar og minni lífsgæða á komandi árum fyrir íbúa Evrópu og Bandaríkjanna. Sömu hættumerki eru á lofti hér á Íslandi með nýrri hægristjórn. Viðfangsefni vinstriaflanna er því að standa vaktina, og tryggja að félagsleg markmið og sjálfbærni verði höfð að leiðarljósi við mótun efnahagsstefnu komandi ára til þess að stuðla að bættum hag okkar allra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Jakobsdóttir Mest lesið Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Sjá meira
Vinstristefnan og þau meginmarkmið hennar að stuðla að jöfnuði og betra samfélagi eiga brýnt erindi við samtímann, nú þegar auður hefur færst á fárra hendur og ósjálfbær efnahagsstefna hefur leitt Vesturlönd í djúpa kreppu. Samt er því þó iðulega haldið fram að hugtökin hægri og vinstri séu orðin merkingarlaus í pólitískri umræðu. Slíkt minnir á að um það leyti sem mín kynslóð var að skríða upp í gaggó var talað um sigur hægristefnunnar og endalok vinstristefnu í kjölfar falls kommúnistastjórna í Austur-Evrópu. Það leiddi til gagnrýnisleysis á ríkjandi viðhorf og það efnahagskerfi sem hrundi fyrir fimm árum. Illu heilli hefur þrátt fyrir efnahagskreppu enn lítið borið á því að spurt sé grundvallarspurninga um þetta efnahagskerfi. Meðal þess sem ekki hefur verið rætt nægilega er hvort markaðnum séu einhver takmörk sett og hver þau kunni að vera. Enn þrjóskast menn við að færa æ stærri hluta af sameigninni – skóla, heilbrigðisstofnanir, veitukerfi – undir lögmál markaðarins með þjónustusamningum við einkaaðila sem eiga að græða á öllu en bera takmarkaða ábyrgð. Því miður boða ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar útvistun, aukin gjöld, minna eftirlit, fjölbreyttari rekstrarform og einkavæðingu í ræðu og riti eins og ekkert hafi gerst árið 2008. Sömu blindu einsýni má líka sjá í Bretlandi þar sem stórir hlutar heilbrigðisþjónustunnar hafa nú verið settir á markað; spítalar eru reknir af einkaaðilum en fyrir opinbert fé; í nafni þess að auka val sjúklinga. Afleiðingin er aukinn ójöfnuður þar sem hægt er að borga fyrir betri þjónustu, óhagkvæmara ríkiskerfi sem sinnir því sem ekki er hægt að útvista og aukinn gróði fyrir einkaaðila sem fæst í gegnum sjúkdóma annarra. Þessar breytingar hafa orðið fyrst með aðgerðum af hálfu Verkamannaflokksins og síðar með róttækari breytingum af hálfu samsteypustjórnar íhaldsmanna og frjálsra demókrata. Má þá segja að hægrið og vinstrið hafi runnið saman? Svarið við því er nei. Segja má hins vegar að hægristefnan hafi náð þeim hæðum að verða slíkt viðmið í samfélaginu að ýmsir sem kenna sig við vinstri hafi vanrækt að spyrja stóru spurninganna. Er það siðferðilega rétt eða skynsamlegt að einkaaðilar geti hagnast á þeim grunnstoðum sem samfélög hafa byggt upp saman? Er sá hagnaður samfélagsins alls? Eykur það jöfnuð og velsæld í samfélaginu? Svar mitt við því er líka nei. Það skiptir máli nú sem aldrei fyrr að vinstrimenn haldi uppi merki hins sameiginlega sem er ekki endilega arðbært á markaði en er mikilvægur þáttur í að byggja gott samfélag fyrir alla.Sömu hættumerki hér Annað dæmi sem sýnir þörfina á öflugri vinstristefnu er launakjör almennings. Á árunum fyrir hrun jókst ójöfnuður mjög hérlendis. Það var réttlætt með því að góðærið væri slíkt að öllum gengi betur en áður. Eftir hrun þegar bent var á að jöfnuður hefði aukist þegar vinstristjórn tók við stjórnartaumunum svöruðu hægrimenn því að „nú hefðu allir það jafn skítt“. Þar var litið fram hjá því að allar rannsóknir sýna að þar sem jöfnuður er mikill er velsæld samfélagsins alls meiri. Þess vegna er mikilvægt að horfa til þess við gerð komandi kjarasamninga að bæta kjör almennings, sérstaklega þeirra verst settu. Þar þarf að hafa sjónarmið jafnaðar í huga. Nú ber nokkuð á því að kreppan sé notuð til að réttlæta áframhald hægristefnunnar. Þannig virðast forkólfar Evrópusambandsins á borð við Olli Rehn leggja alla áherslu á að jöfnuði verði náð á fjárlögum með niðurskurði en ekki skattahækkunum samkvæmt fréttum sem berast frá Frakklandi þar sem hefur verið farin blönduð leið skattahækkana og niðurskurðar líkt og hér var gert á Íslandi í tíð síðustu ríkisstjórnar. Niðurskurður og samdráttur á samneyslu í kreppunni virðast nú helsta markmið hægrisinnaðra afla sem gæti leitt til vaxandi ójafnaðar og minni lífsgæða á komandi árum fyrir íbúa Evrópu og Bandaríkjanna. Sömu hættumerki eru á lofti hér á Íslandi með nýrri hægristjórn. Viðfangsefni vinstriaflanna er því að standa vaktina, og tryggja að félagsleg markmið og sjálfbærni verði höfð að leiðarljósi við mótun efnahagsstefnu komandi ára til þess að stuðla að bættum hag okkar allra.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun