Hvað er hægri, Katrín? Kristinn H. Gunnarsson skrifar 17. október 2013 06:00 Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, skrifar grein í Fréttablaðið og leitast við að draga skarpar pólitískar línur milli fyrrverandi og núverandi stjórnarflokka. Er það kjarninn í málflutningi Katrínar að stjórnarstefnan, sem birtist m.a. í fjárlagafrumvarpinu, marki stefnuna aftur til hægri. Ástæða er til þess að efast um þessa pólitísku greiningu. Það má færa, því miður, allt of góð rök fyrir því að stefnubreytingin sé mun minni en af er látið. Katrín nefnir, sem rétt er, að gamla ríkisstjórnin gerði margt gott varðandi ríkisfjármálin þrátt fyrir ótrúlega erfiðar aðstæður. Telur hún að einkum þrennt aðgreini ríkisstjórnirnar tvær, framlög til heilbrigðismála, lækkun skatta og gjalda á velmegandi, eins og lækkun veiðigjalds í sjávarútvegi og fjárframlög til fjárfestinga og uppbyggingar. Þarna er Katrín á hálum ís. Munurinn á „góðu ríkisstjórninni“ sem hún sat í og „þeirri vondu“ sem hún situr ekki í er ekki sem skyldi. Veiðigjaldið í sjávarútvegi var loks hækkað undir lok síðasta kjörtímabils og komst aldrei til framkvæmda. Gamla ríkisstjórnin lét hjá líða í rúm þrjú ár að breyta veiðigjaldinu að neinu ráði. Á hennar valdatíma lagði sjávarútvegurinn nánast ekkert til í ríkissjóð af um 300 milljarða króna rekstrarafgangi sínum til þess að takast á við ómælda erfiðleika þjóðarinnar. Flokkarnir láku niður eins og bráðið smjör fyrir útgerðarauðvaldinu, hentu frá sér umsvifalaust eftir kosningarnar 2009 stefnu sinni um grundvallarbreytingar á úthlutun veiðiheimilda. Núverandi handhöfum kvótans var boðinn kvótinn áfram ótímabundið með sérstakri fimmtán ára ríkisábyrgð gegn lagabreytingum. Sér einhver vinstri stefnuna?Enginn sómi Nýleg skýrsla Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands staðfestir hversu harkalega var gengið í niðurskurði í heilbrigðiskerfinu á ráðherraferli Katrínar. Frá 2007 til 2011 var niðurskurðurinn 24% í fjárveitingum til Landspítalans. Á kjörtímabilinu var haldinn 1.200 manna fundur almennra borgara á Ísafirði til varnar Fjórðungssjúkrahúsinu og svipaður fundur var á Húsavík um sama leyti. Svona fundarsókn er engin tilviljun heldur lýsir því að almenningur var verulega óttasleginn. En þeir sem voru við völd hefðu mátt heyra betur. Það má vera að skýr munur á ríkisstjórnunum muni sjást í framlögum til fjárfestinga og uppbygginga þegar upp verður staðið. Staðreyndin er auðvitað sú að engir peningar eru til. Framlög til vegamála voru harkalega skorin niður. Við því var lítið að gera, en sárt var að horfa upp á að þurrkaðar voru út fjárveitingar til Dýrafjarðarganga á Vestfjörðum. Það er langmikilvægasta framkvæmdin til varnar veikasta svæði landsins, en henni var sópað út af borðinu vegna fjárskorts. Þess í stað voru sett inn miklu dýrari jarðgöng undir Vaðlaheiði og þau verða að fullu og öllu greidd úr sama fjárvana ríkissjóði. Fyrri ríkisstjórn fær engan sóma af skáldsögunni sem spunnin var upp um einkaframkvæmd sem ríkissjóði væri óviðkomandi. Er það einhver vinstri stefna að taka fé af veikum og þurfandi byggðum og færa þeim sem best standa á landsbyggðinni?Skrítnar áherslur Stóru tíðindin í áðurnefndri skýrslu Hagfræðistofnunar eru jafnaðarmönnum mikið umhugsunarefni. Pólitísku línurnar eru að fé var aukið til ríkisstofnana í mennta- og umhverfismálum en dregið saman í heilbrigðiskerfinu. Það var engin kreppa sjáanleg í stofnunum eins og Umhverfisstofnun og Náttúrufræðistofnun Íslands ólíkt því sem varð í sjúkrastofnunum landsins. Það er líka gremjulegt að sjá landfræðilegu mismununina sem Hagfræðistofnunin bendir á. Höfuðborgarsvæðið virðist ekki hafa orðið fyrir barðinu á niðurskurði í fjárveitingum ríkisins og þær reyndar jukust á aðliggjandi landsvæðum, Suðurnesjum og Suðurlandi. Hins vegar varð samdráttur annars staðar á landsbyggðinni frá Vesturlandi vestur og norður um til Austurlands. Hvað á þetta að þýða? Er þetta einhver vinstri stefna? Ef skýrslan gefur takmarkaða eða jafnvel villandi mynd af stefnu þáverandi ríkisstjórnarflokka þarf að bæta úr. En þarna birtast skrítnar áherslur frá manni að mold, frá sjúkum að ríkum útgerðarmönnum og frá landsbyggð að höfuðborgarsvæði að viðbættri ósvífinni hagsmunagæslu í kjördæmi formanns Vinstri grænna. Fráfarandi stjórnarflokkar komu verulega laskaðir frá alþingiskosningunum og það verður ekki allt skrifað á efnahagshrunið og óvenjulega óskammfeilna stjórnarandstöðu núverandi stjórnarflokka. Þeir sem stóðu í brúnni þurfa að horfa í eigin barm. Þeir stýrðu ekki skútunni í veigamiklum málum eftir þeirri stefnu sem lögð var fyrir kjósendur og hlaut brautargengi. Það má spyrja, að hvaða leyti er nú farið aftur hægri? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn H. Gunnarsson Mest lesið Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Þetta er allt í vinnslu“ María Pétursdóttir skrifar Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, skrifar grein í Fréttablaðið og leitast við að draga skarpar pólitískar línur milli fyrrverandi og núverandi stjórnarflokka. Er það kjarninn í málflutningi Katrínar að stjórnarstefnan, sem birtist m.a. í fjárlagafrumvarpinu, marki stefnuna aftur til hægri. Ástæða er til þess að efast um þessa pólitísku greiningu. Það má færa, því miður, allt of góð rök fyrir því að stefnubreytingin sé mun minni en af er látið. Katrín nefnir, sem rétt er, að gamla ríkisstjórnin gerði margt gott varðandi ríkisfjármálin þrátt fyrir ótrúlega erfiðar aðstæður. Telur hún að einkum þrennt aðgreini ríkisstjórnirnar tvær, framlög til heilbrigðismála, lækkun skatta og gjalda á velmegandi, eins og lækkun veiðigjalds í sjávarútvegi og fjárframlög til fjárfestinga og uppbyggingar. Þarna er Katrín á hálum ís. Munurinn á „góðu ríkisstjórninni“ sem hún sat í og „þeirri vondu“ sem hún situr ekki í er ekki sem skyldi. Veiðigjaldið í sjávarútvegi var loks hækkað undir lok síðasta kjörtímabils og komst aldrei til framkvæmda. Gamla ríkisstjórnin lét hjá líða í rúm þrjú ár að breyta veiðigjaldinu að neinu ráði. Á hennar valdatíma lagði sjávarútvegurinn nánast ekkert til í ríkissjóð af um 300 milljarða króna rekstrarafgangi sínum til þess að takast á við ómælda erfiðleika þjóðarinnar. Flokkarnir láku niður eins og bráðið smjör fyrir útgerðarauðvaldinu, hentu frá sér umsvifalaust eftir kosningarnar 2009 stefnu sinni um grundvallarbreytingar á úthlutun veiðiheimilda. Núverandi handhöfum kvótans var boðinn kvótinn áfram ótímabundið með sérstakri fimmtán ára ríkisábyrgð gegn lagabreytingum. Sér einhver vinstri stefnuna?Enginn sómi Nýleg skýrsla Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands staðfestir hversu harkalega var gengið í niðurskurði í heilbrigðiskerfinu á ráðherraferli Katrínar. Frá 2007 til 2011 var niðurskurðurinn 24% í fjárveitingum til Landspítalans. Á kjörtímabilinu var haldinn 1.200 manna fundur almennra borgara á Ísafirði til varnar Fjórðungssjúkrahúsinu og svipaður fundur var á Húsavík um sama leyti. Svona fundarsókn er engin tilviljun heldur lýsir því að almenningur var verulega óttasleginn. En þeir sem voru við völd hefðu mátt heyra betur. Það má vera að skýr munur á ríkisstjórnunum muni sjást í framlögum til fjárfestinga og uppbygginga þegar upp verður staðið. Staðreyndin er auðvitað sú að engir peningar eru til. Framlög til vegamála voru harkalega skorin niður. Við því var lítið að gera, en sárt var að horfa upp á að þurrkaðar voru út fjárveitingar til Dýrafjarðarganga á Vestfjörðum. Það er langmikilvægasta framkvæmdin til varnar veikasta svæði landsins, en henni var sópað út af borðinu vegna fjárskorts. Þess í stað voru sett inn miklu dýrari jarðgöng undir Vaðlaheiði og þau verða að fullu og öllu greidd úr sama fjárvana ríkissjóði. Fyrri ríkisstjórn fær engan sóma af skáldsögunni sem spunnin var upp um einkaframkvæmd sem ríkissjóði væri óviðkomandi. Er það einhver vinstri stefna að taka fé af veikum og þurfandi byggðum og færa þeim sem best standa á landsbyggðinni?Skrítnar áherslur Stóru tíðindin í áðurnefndri skýrslu Hagfræðistofnunar eru jafnaðarmönnum mikið umhugsunarefni. Pólitísku línurnar eru að fé var aukið til ríkisstofnana í mennta- og umhverfismálum en dregið saman í heilbrigðiskerfinu. Það var engin kreppa sjáanleg í stofnunum eins og Umhverfisstofnun og Náttúrufræðistofnun Íslands ólíkt því sem varð í sjúkrastofnunum landsins. Það er líka gremjulegt að sjá landfræðilegu mismununina sem Hagfræðistofnunin bendir á. Höfuðborgarsvæðið virðist ekki hafa orðið fyrir barðinu á niðurskurði í fjárveitingum ríkisins og þær reyndar jukust á aðliggjandi landsvæðum, Suðurnesjum og Suðurlandi. Hins vegar varð samdráttur annars staðar á landsbyggðinni frá Vesturlandi vestur og norður um til Austurlands. Hvað á þetta að þýða? Er þetta einhver vinstri stefna? Ef skýrslan gefur takmarkaða eða jafnvel villandi mynd af stefnu þáverandi ríkisstjórnarflokka þarf að bæta úr. En þarna birtast skrítnar áherslur frá manni að mold, frá sjúkum að ríkum útgerðarmönnum og frá landsbyggð að höfuðborgarsvæði að viðbættri ósvífinni hagsmunagæslu í kjördæmi formanns Vinstri grænna. Fráfarandi stjórnarflokkar komu verulega laskaðir frá alþingiskosningunum og það verður ekki allt skrifað á efnahagshrunið og óvenjulega óskammfeilna stjórnarandstöðu núverandi stjórnarflokka. Þeir sem stóðu í brúnni þurfa að horfa í eigin barm. Þeir stýrðu ekki skútunni í veigamiklum málum eftir þeirri stefnu sem lögð var fyrir kjósendur og hlaut brautargengi. Það má spyrja, að hvaða leyti er nú farið aftur hægri?
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun