Þegar lífið er fótbolti eitt kvöld Friðrika Benónýsdóttir skrifar 19. nóvember 2013 10:00 Leikurinn er í kvöld. Þessi fótboltaleikur sem að því er best verður séð mun skipta sköpum í Íslandssögunni. Helst er á fjölmiðlum að skilja að héðan af muni tímatalið miðað við fyrir og eftir Leikinn. Ef við vinnum er það stærsta stund íslenskrar íþróttasögu, ótrúlegur árangur, eitthvað sem kemur þjóðinni á kort fjölmiðla um alla Evrópu. Og fólk stendur á öndinni af æsingi og spenningi. Vissulega væri ánægjulegt ef karlalandsliðinu í fótbolta tækist að komast á HM í Brasilíu að ári, en að það muni skipta sköpum í íþróttasögunni er ansi hæpin kenning. Hvað um silfurdrengina okkar, stelpurnar okkar, verðlaunahafa í ýmsum íþróttagreinum á Ólympíuleikum? Endurskrifuðu þau ekki íþróttasöguna? Er fótboltinn svo miklu merkilegri en aðrar íþróttagreinar að ástæða sé til alls þessa havarís? Fótbolti er í eðli sínu bardagaíþrótt, enda fundinn upp af Grikkjum í árdaga siðmenningarinnar til að efla baráttuanda í herdeildum, og honum fylgja alls kyns ógeðfelldar hliðarverkanir. Þjóðremban er þar efst á blaði og þótt ýmsum þyki eflaust ekki veita af því að hrista þjóðina saman í eitt allsherjarbandalag fylgir rembunni þeirri ofmat á eigin getu og árásir á „óvinina“ sem minna helst á múgæsingar sem notaðar hafa verið til að réttlæta styrjaldir í gegnum tíðina. Allra leiða er leitað til að koma höggi á andstæðinginn, gera lítið úr honum og getu hans. Við erum mest og best mentalítetið blómstrar sem aldrei fyrr og kynþáttahatur og fyrirlitning á öðrum menningarkimum kraumar undir yfirborðinu. Verst er þó hversu hverful þessi dýrkun á fulltrúum okkar á fótboltavellinum er. Ef þeir vinna eru þeir hafnir til skýjanna, strákarnir, hetjurnar OKKAR. Við tap snýst almenningsálitið á örskotsstundu og skyndilega breytast strákarnir okkar í óttalega aumingja sem engum hafði nokkru sinni dottið í hug að gætu unnið. Eða þá að dómaranum er kennt um. Hann er oftar en ekki ásakaður um að ganga erinda „óvinarins“, vera tólfti maðurinn í liði andstæðinganna. Skyndilega er röksemdin um hversu stórkostlegt sé að þessi litla þjóð eigi íþróttamenn sem komist hafi svona langt ekki gild lengur vegna þess að þeir komust ekki enn lengra. Tap virðist gjörsamlega þurrka út öll stóru orðin um frábæran árangur strákanna og að hitt liðið sé einfaldlega betra er ekki inni í umræðunni. Það er eins og að fylgjast með geðhvarfasjúklingi í niðursveiflu að hlusta á umræðuna eftir tapleik. Auðvitað óskum við þess öll að strákarnir vinni í kvöld og fái að taka þátt í HM í Brasilíu. En takist það ekki er engin ástæða til að láta eins og heimurinn hjari ekki til páska. Fótbolti er ekki og getur ekki verið það sem skilgreinir gildi þjóðarinnar, ekki einu sinni í einn dag. Að því sögðu er sjálfsagt að óska liðinu góðs gengis í Leiknum, vona það besta og taka því versta með stillingu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Friðrika Benónýsdóttir Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
Leikurinn er í kvöld. Þessi fótboltaleikur sem að því er best verður séð mun skipta sköpum í Íslandssögunni. Helst er á fjölmiðlum að skilja að héðan af muni tímatalið miðað við fyrir og eftir Leikinn. Ef við vinnum er það stærsta stund íslenskrar íþróttasögu, ótrúlegur árangur, eitthvað sem kemur þjóðinni á kort fjölmiðla um alla Evrópu. Og fólk stendur á öndinni af æsingi og spenningi. Vissulega væri ánægjulegt ef karlalandsliðinu í fótbolta tækist að komast á HM í Brasilíu að ári, en að það muni skipta sköpum í íþróttasögunni er ansi hæpin kenning. Hvað um silfurdrengina okkar, stelpurnar okkar, verðlaunahafa í ýmsum íþróttagreinum á Ólympíuleikum? Endurskrifuðu þau ekki íþróttasöguna? Er fótboltinn svo miklu merkilegri en aðrar íþróttagreinar að ástæða sé til alls þessa havarís? Fótbolti er í eðli sínu bardagaíþrótt, enda fundinn upp af Grikkjum í árdaga siðmenningarinnar til að efla baráttuanda í herdeildum, og honum fylgja alls kyns ógeðfelldar hliðarverkanir. Þjóðremban er þar efst á blaði og þótt ýmsum þyki eflaust ekki veita af því að hrista þjóðina saman í eitt allsherjarbandalag fylgir rembunni þeirri ofmat á eigin getu og árásir á „óvinina“ sem minna helst á múgæsingar sem notaðar hafa verið til að réttlæta styrjaldir í gegnum tíðina. Allra leiða er leitað til að koma höggi á andstæðinginn, gera lítið úr honum og getu hans. Við erum mest og best mentalítetið blómstrar sem aldrei fyrr og kynþáttahatur og fyrirlitning á öðrum menningarkimum kraumar undir yfirborðinu. Verst er þó hversu hverful þessi dýrkun á fulltrúum okkar á fótboltavellinum er. Ef þeir vinna eru þeir hafnir til skýjanna, strákarnir, hetjurnar OKKAR. Við tap snýst almenningsálitið á örskotsstundu og skyndilega breytast strákarnir okkar í óttalega aumingja sem engum hafði nokkru sinni dottið í hug að gætu unnið. Eða þá að dómaranum er kennt um. Hann er oftar en ekki ásakaður um að ganga erinda „óvinarins“, vera tólfti maðurinn í liði andstæðinganna. Skyndilega er röksemdin um hversu stórkostlegt sé að þessi litla þjóð eigi íþróttamenn sem komist hafi svona langt ekki gild lengur vegna þess að þeir komust ekki enn lengra. Tap virðist gjörsamlega þurrka út öll stóru orðin um frábæran árangur strákanna og að hitt liðið sé einfaldlega betra er ekki inni í umræðunni. Það er eins og að fylgjast með geðhvarfasjúklingi í niðursveiflu að hlusta á umræðuna eftir tapleik. Auðvitað óskum við þess öll að strákarnir vinni í kvöld og fái að taka þátt í HM í Brasilíu. En takist það ekki er engin ástæða til að láta eins og heimurinn hjari ekki til páska. Fótbolti er ekki og getur ekki verið það sem skilgreinir gildi þjóðarinnar, ekki einu sinni í einn dag. Að því sögðu er sjálfsagt að óska liðinu góðs gengis í Leiknum, vona það besta og taka því versta með stillingu.
Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun
Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun