Betur má ef duga skal! Sigríður Hagalín Björnsdóttir og Anna Sigríður Þráinsdóttir skrifar 11. desember 2013 06:00 Rannveig Magnúsdóttir sendi Ríkisútvarpinu þarfa brýningu í Fréttablaðinu 6. desember sl. og krafði okkur svara við því hvers vegna ekki væru fleiri dagskrárliðir en raun ber vitni sendir út með texta á 888-síðu textavarpsins. Því er fyrst til að svara að nær allir þættir Ríkisútvarpsins, sem teknir eru upp fyrirfram, eru sendir út með 888-texta, þ.m.t. Kiljan. RÚV átti frumkvæði að því að hefja samtímatextun sjónvarpsfrétta, og fjárfesti í hugbúnaði, þjálfun og starfskröftum til þess á síðasta ári. Samtímatextunin hófst 13. mars sl., sama dag og ný lög um RÚV voru samþykkt á Alþingi, þar sem kveðið er á um slíka textun. Markmiðið var ekki síst að allir umræðuþættir og fréttaskýringar í aðdraganda síðustu alþingiskosninga yrðu send út með samtímatextun, og það tókst. Eftir standa aðrir dagskrárliðir sem sendir eru út í beinni útsendingu, eins og Kastljós, Útsvar og Sunnudagsmorgunn. Þar hittir gagnrýni Rannveigar beint í mark – því enn hefur ekki tekist að finna leiðir til að senda þá út með samtímatextun í beinni útsendingu. Þeir eru hins vegar textaðir í endursýningu. Ólíkt fréttunum eru þættirnir ekki sendir út eftir tilbúnum handritum, og því getur textunarbúnaðurinn sem notaður er í fréttunum ekki lesið handritstexta þáttanna og breytt honum í 888-texta. Tvö ljón í veginum Ljónin í vegi samtímatextunar í beinni útsendingu eru fyrst og fremst tvö: Til að texta þætti þar sem viðtöl eru tekin í beinni útsendingu þarf annað hvort marga rittúlka, sem geta skrifað jafnóðum niður það sem sagt er í þættinum, eða máltæknibúnað sem getur breytt töluðu máli í texta á skjá. Rittúlkar eru enn allt of fáir á Íslandi, og aðeins einn hefur fengist til að sinna samtímatextun fyrir RÚV, í hjáverkum. Starfshópur RÚV um samtímatextun hefur fundað með fulltrúum Máltækniseturs um þróun talgreiningarkerfis, sem gæti breytt töluðu máli á íslensku í ritað mál. Slík tækni opnaði möguleika til að samtímatexta allt innlent sjónvarpsefni RÚV með hagkvæmum hætti. Þetta merkilega verkefni Máltækniseturs strandar hins vegar á fjárskorti, og verður að teljast óraunhæft að það nýtist áhorfendum RÚV í náinni framtíð. Við fögnum því að fá tækifæri til að benda á þörfina fyrir fleiri rittúlka og aukna athygli að talgreiningarverkefni Máltækniseturs. Sjálf þökkum við hvatninguna og höldum ótrauð áfram að vinna að því að áhorfendur okkar geti nálgast vandað, textað sjónvarpsefni á RÚV – líka í beinni útsendingu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigríður Hagalín Björnsdóttir Mest lesið Halldór 31.01.26 Halldór Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun María Rut og samkeppnishæfnin Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa það sem þarf Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg er ramminn, ekki málverkið Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Bærinn er fólkið Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Þegar alþjóðaviðskipti eru vopnvædd Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon skrifar Skoðun Ákvarðanir fyrir framtíðarkynslóðir Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Rannveig Magnúsdóttir sendi Ríkisútvarpinu þarfa brýningu í Fréttablaðinu 6. desember sl. og krafði okkur svara við því hvers vegna ekki væru fleiri dagskrárliðir en raun ber vitni sendir út með texta á 888-síðu textavarpsins. Því er fyrst til að svara að nær allir þættir Ríkisútvarpsins, sem teknir eru upp fyrirfram, eru sendir út með 888-texta, þ.m.t. Kiljan. RÚV átti frumkvæði að því að hefja samtímatextun sjónvarpsfrétta, og fjárfesti í hugbúnaði, þjálfun og starfskröftum til þess á síðasta ári. Samtímatextunin hófst 13. mars sl., sama dag og ný lög um RÚV voru samþykkt á Alþingi, þar sem kveðið er á um slíka textun. Markmiðið var ekki síst að allir umræðuþættir og fréttaskýringar í aðdraganda síðustu alþingiskosninga yrðu send út með samtímatextun, og það tókst. Eftir standa aðrir dagskrárliðir sem sendir eru út í beinni útsendingu, eins og Kastljós, Útsvar og Sunnudagsmorgunn. Þar hittir gagnrýni Rannveigar beint í mark – því enn hefur ekki tekist að finna leiðir til að senda þá út með samtímatextun í beinni útsendingu. Þeir eru hins vegar textaðir í endursýningu. Ólíkt fréttunum eru þættirnir ekki sendir út eftir tilbúnum handritum, og því getur textunarbúnaðurinn sem notaður er í fréttunum ekki lesið handritstexta þáttanna og breytt honum í 888-texta. Tvö ljón í veginum Ljónin í vegi samtímatextunar í beinni útsendingu eru fyrst og fremst tvö: Til að texta þætti þar sem viðtöl eru tekin í beinni útsendingu þarf annað hvort marga rittúlka, sem geta skrifað jafnóðum niður það sem sagt er í þættinum, eða máltæknibúnað sem getur breytt töluðu máli í texta á skjá. Rittúlkar eru enn allt of fáir á Íslandi, og aðeins einn hefur fengist til að sinna samtímatextun fyrir RÚV, í hjáverkum. Starfshópur RÚV um samtímatextun hefur fundað með fulltrúum Máltækniseturs um þróun talgreiningarkerfis, sem gæti breytt töluðu máli á íslensku í ritað mál. Slík tækni opnaði möguleika til að samtímatexta allt innlent sjónvarpsefni RÚV með hagkvæmum hætti. Þetta merkilega verkefni Máltækniseturs strandar hins vegar á fjárskorti, og verður að teljast óraunhæft að það nýtist áhorfendum RÚV í náinni framtíð. Við fögnum því að fá tækifæri til að benda á þörfina fyrir fleiri rittúlka og aukna athygli að talgreiningarverkefni Máltækniseturs. Sjálf þökkum við hvatninguna og höldum ótrauð áfram að vinna að því að áhorfendur okkar geti nálgast vandað, textað sjónvarpsefni á RÚV – líka í beinni útsendingu.
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun