Afglöp ríkisstjórnar í Evrópumálum Árni Páll Árnason skrifar 27. mars 2014 09:57 Um árabil hefur verið almenn samstaða um að Ísland eigi tvo kosti í gjaldmiðilsmálum: Upptöku evru með aðild að ESB eða áframhald íslenskrar krónu. Vandinn við seinni kostinn er að krónan er í höftum og ekki hefur verið ljóst hvaða umgjörð hún þarf til að lifa af í frjálsu umhverfi. Fjármálaráðherra lagði um daginn fram á Alþingi skýrslu um framgang mála í afnámi hafta. Þar kom í ljós að ríkisstjórnin hefur ekkert plan um afnám hafta, umfram það sem ákveðið var af fyrri ríkisstjórn. Meiri athygli á samt að vekja að ráðherra flutti þarna fram án athugasemda yfirlit Seðlabankans um hvaða langtímaumgjörð muni þurfa um krónuna til að hægt sé að afnema höft. Það eru: 1. Reglur um laust fé og gjaldeyrisjöfnuð til að draga úr gjalddagamisræmi banka í erlendum gjaldmiðlum. 2.Takmörkun á heimildum banka til að safna innlánum erlendis. 3. Takmörkun eða bann við gjaldeyrislánum til óvarinna aðila. 4. Stýritæki til að sporna við óhóflegum sveiflum fjármagns inn og út úr landinu, svo sem gjald á fjármagnsflutninga eða bindiskyldu á erlenda fjármögnun. 5.Tímabundnar takmarkanir á aukningu erlendra eigna lífeyrissjóðanna. Þetta er enginn smálisti og felur í reynd í sér langtímahöft. Það er fullkomlega óljóst hvort svona reglur standast EES-samninginn og flest sem bendir til að svo sé ekki. Eðlilegt hefði verið fyrir ríkisstjórn, sem ber hag þjóðarinnar fyrir brjósti, að byrja á að kanna við viðsemjendur og eftirlitsaðila hvort svona umgjörð virki. En enginn hefur talað við ESB. Ég spurði forseta Eftirlitsstofnunar EFTA á fundi í gær hvort ríkisstjórnin hefði rætt þetta við stofnunina og leitað álits hennar á því hvort þetta standist samninginn. Svar hennar var skýrt: Nei. Gönuhlaup ríkisstjórnarinnar í Evrópumálum verður enn hrikalegra í ljósi þessara frétta. Það eru alvarleg afglöp að loka annarri færri leið landsins í gjaldmiðilsmálum, án þess að hafa kannað á nokkurn hátt hvort hin leiðin er fær. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Páll Árnason Mest lesið Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Fræðsluskylda í stað skólaskyldu Eldur Smári Kristinsson Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Sjá meira
Um árabil hefur verið almenn samstaða um að Ísland eigi tvo kosti í gjaldmiðilsmálum: Upptöku evru með aðild að ESB eða áframhald íslenskrar krónu. Vandinn við seinni kostinn er að krónan er í höftum og ekki hefur verið ljóst hvaða umgjörð hún þarf til að lifa af í frjálsu umhverfi. Fjármálaráðherra lagði um daginn fram á Alþingi skýrslu um framgang mála í afnámi hafta. Þar kom í ljós að ríkisstjórnin hefur ekkert plan um afnám hafta, umfram það sem ákveðið var af fyrri ríkisstjórn. Meiri athygli á samt að vekja að ráðherra flutti þarna fram án athugasemda yfirlit Seðlabankans um hvaða langtímaumgjörð muni þurfa um krónuna til að hægt sé að afnema höft. Það eru: 1. Reglur um laust fé og gjaldeyrisjöfnuð til að draga úr gjalddagamisræmi banka í erlendum gjaldmiðlum. 2.Takmörkun á heimildum banka til að safna innlánum erlendis. 3. Takmörkun eða bann við gjaldeyrislánum til óvarinna aðila. 4. Stýritæki til að sporna við óhóflegum sveiflum fjármagns inn og út úr landinu, svo sem gjald á fjármagnsflutninga eða bindiskyldu á erlenda fjármögnun. 5.Tímabundnar takmarkanir á aukningu erlendra eigna lífeyrissjóðanna. Þetta er enginn smálisti og felur í reynd í sér langtímahöft. Það er fullkomlega óljóst hvort svona reglur standast EES-samninginn og flest sem bendir til að svo sé ekki. Eðlilegt hefði verið fyrir ríkisstjórn, sem ber hag þjóðarinnar fyrir brjósti, að byrja á að kanna við viðsemjendur og eftirlitsaðila hvort svona umgjörð virki. En enginn hefur talað við ESB. Ég spurði forseta Eftirlitsstofnunar EFTA á fundi í gær hvort ríkisstjórnin hefði rætt þetta við stofnunina og leitað álits hennar á því hvort þetta standist samninginn. Svar hennar var skýrt: Nei. Gönuhlaup ríkisstjórnarinnar í Evrópumálum verður enn hrikalegra í ljósi þessara frétta. Það eru alvarleg afglöp að loka annarri færri leið landsins í gjaldmiðilsmálum, án þess að hafa kannað á nokkurn hátt hvort hin leiðin er fær.
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar