Forsetinn heiðraður fyrir framlag til samvinnu Íslands og Bandaríkjanna Samúel Karl Ólason skrifar 2. maí 2014 11:06 Vísir/Vilhelm Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, var í gær sæmdur gullmerki American-Scandinavian Foundation á hátíðarsamkomu í New York. Gullmerkið fékk hann fyrir framlag sitt til samvinnu Íslands við Bandaríkin og forystu og framtíðarsýn í alþjóðamálum. American-Scandinavian Foundation eru aðalsamtök fólks af norrænum uppruna í Bandaríkjunum. Í tilkynningu frá skrifstofu forseta Íslands segir að samtökin hafi í hálfa öld unnið að kynningu á menningu og þjóðlífi Norðurlanda í Bandaríkjunum. Ólafur Jóhann Ólafsson, rithöfundur flutti ávarp áður en hann veitti forsetanum viðurkenninguna og í því lýsti meðal annars langvarandi sambandi forseta og samstarfi við forystumenn á mörgum sviðum bandarísks þjóðlífs og stjórnkerfis. Hann fjallaði um kynningu hans á árangri Íslendinga við nýtingu jarðhita og hreinnar orku, baráttu gegn loftslagsbreytingum og nýlega sérstakri áherslu á málefni Norðurslóða og stofnun Hringborðs Norðurslóða, Artic Circle, í samvinnu við áhrifafólk í Bandaríkjunum. Í þakkarræðu sinni minntist Ólafur Ragnar meðal annars hátíðarhaldanna árið 2000 víða um Bandaríkin í tilefni af þúsund ára afmæli landafundanna, sýningarinnar í þjóðminjasafni Bandaríkjanna, Smithsonian, á arfleifð víkinga og samskiptum þeirra við frumbyggja í Bandaríkjunum. Forsetinn rakti einnig hvernig vaxandi áhersla á Norðurslóðir væri að skapa ný og mikilvæg viðfangsefni í samvinnu Bandaríkjanna og Norðurlanda. Forseti Íslands Hringborð norðurslóða Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Fleiri fréttir Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Sjá meira
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, var í gær sæmdur gullmerki American-Scandinavian Foundation á hátíðarsamkomu í New York. Gullmerkið fékk hann fyrir framlag sitt til samvinnu Íslands við Bandaríkin og forystu og framtíðarsýn í alþjóðamálum. American-Scandinavian Foundation eru aðalsamtök fólks af norrænum uppruna í Bandaríkjunum. Í tilkynningu frá skrifstofu forseta Íslands segir að samtökin hafi í hálfa öld unnið að kynningu á menningu og þjóðlífi Norðurlanda í Bandaríkjunum. Ólafur Jóhann Ólafsson, rithöfundur flutti ávarp áður en hann veitti forsetanum viðurkenninguna og í því lýsti meðal annars langvarandi sambandi forseta og samstarfi við forystumenn á mörgum sviðum bandarísks þjóðlífs og stjórnkerfis. Hann fjallaði um kynningu hans á árangri Íslendinga við nýtingu jarðhita og hreinnar orku, baráttu gegn loftslagsbreytingum og nýlega sérstakri áherslu á málefni Norðurslóða og stofnun Hringborðs Norðurslóða, Artic Circle, í samvinnu við áhrifafólk í Bandaríkjunum. Í þakkarræðu sinni minntist Ólafur Ragnar meðal annars hátíðarhaldanna árið 2000 víða um Bandaríkin í tilefni af þúsund ára afmæli landafundanna, sýningarinnar í þjóðminjasafni Bandaríkjanna, Smithsonian, á arfleifð víkinga og samskiptum þeirra við frumbyggja í Bandaríkjunum. Forsetinn rakti einnig hvernig vaxandi áhersla á Norðurslóðir væri að skapa ný og mikilvæg viðfangsefni í samvinnu Bandaríkjanna og Norðurlanda.
Forseti Íslands Hringborð norðurslóða Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Fleiri fréttir Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Sjá meira