Óljóst endatafl í Írak Ólafur Þ. Stephensen skrifar 11. ágúst 2014 08:35 Barack Obama Bandaríkjaforseti skipti um skoðun fyrir helgina og fyrirskipaði bandaríska flughernum að gera loftárásir á sveitir öfgasamtakanna Íslamsks ríkis, sem áður kallaði sig ISIS og hefur lagt undir sig stóran hluta Íraks. Ástæðan þar að baki er ekki sízt þau grimmdarverk sem Íslamskt ríki hefur unnið undanfarnar vikur gagnvart minnihlutahópum í Írak; kristnum mönnum og Jasídum hefur verið slátrað miskunnarlaust ef þeir neita að snúast til íslams. Hernaðaríhlutun Bandaríkjanna lítur því ekki lengur út eins og þau séu að blanda sér í innanlandsdeilurnar í Írak og styðja al Maliki forseta í því að berja á súnnítum, sem Íslamskt ríki segist styðja. Bandaríkin eru einfaldlega að koma í veg fyrir þjóðarmorð og greiða fyrir því að hægt sé að koma mannúðaraðstoð til þjóðarbrotanna sem liðsmenn Íslamsks ríkis höfðu króað af. Bretland, Frakkland og fleiri ríki hafa heitið að aðstoða Bandaríkin við að koma mat og öðrum nauðþurftum til fólksins. Obama lítur því væntanlega svo á að hann hafi betra umboð til að beita hernaðaríhlutun nú en fyrr í sumar, bæði hjá almenningi í Bandaríkjunum og á alþjóðavettvangi. Hitt er svo annað mál að það er engan veginn ljóst hvert endataflið í Írak ætti að vera. Bandaríkjamenn - og heimsbyggðin öll - hafa ríka hagsmuni af því að framrás hersveita Íslamsks ríkis verði stöðvuð og komið í veg fyrir að markmiðið, sem felst í nafni samtakanna, verði að veruleika; að stofnað verði alræðisríki öfgafullra íslamista í Mið-Austurlöndum. Til þess að það megi verða þarf hins vegar hernaðaríhlutun af þeirri stærðargráðu að það er afar vafasamt að Obama ráðist í hana. Hann var kosinn forseti á sínum tíma ekki sízt út á loforð um að draga Bandaríkin út úr stríðum sem ekki var hægt að vinna í Afganistan og Írak og hefur engan áhuga á að láta draga sig aftur inn í slík átök, með tilheyrandi mannfalli og kostnaði fyrir bandaríska skattgreiðendur. Sömuleiðis er allsendis óljóst hvernig hægt er að knýja fram nýjan pólitískan sáttmála á milli þjóðarbrotanna í Írak um að deila með sér völdum á sanngjarnan og friðsamlegan hátt, en það er algjör forsenda þess að þetta brothætta ríki eigi sér yfirleitt einhverja framtíð. Þrýstingur Bandaríkjamanna á Núrí al Maliki forsætisráðherra að mynda nýja ríkisstjórn hefur til þessa ekki borið tilætlaðan árangur. Við stöndum því í raun enn og aftur frammi fyrir sama vandamálinu; rétt eins og í Súdan, Kongó, Sýrlandi og Palestínu - og það væri hægt að telja upp miklu fleiri lönd - er verið að drepa saklaust fólk í stórum stíl, reka hundruð þúsunda á flótta og ógna friði og stöðugleika í heilum heimshluta. Viðbrögð alþjóðasamfélagsins eru hins vegar takmörkuð og máttlaus og ekki líkleg til að leysa deiluna til frambúðar eða tryggja hag fólksins, sem á um sárt að binda. Illu heilli hefur slíkum púðurtunnum í alþjóðamálum heldur fjölgað síðustu árin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Skoðun Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Sjá meira
Barack Obama Bandaríkjaforseti skipti um skoðun fyrir helgina og fyrirskipaði bandaríska flughernum að gera loftárásir á sveitir öfgasamtakanna Íslamsks ríkis, sem áður kallaði sig ISIS og hefur lagt undir sig stóran hluta Íraks. Ástæðan þar að baki er ekki sízt þau grimmdarverk sem Íslamskt ríki hefur unnið undanfarnar vikur gagnvart minnihlutahópum í Írak; kristnum mönnum og Jasídum hefur verið slátrað miskunnarlaust ef þeir neita að snúast til íslams. Hernaðaríhlutun Bandaríkjanna lítur því ekki lengur út eins og þau séu að blanda sér í innanlandsdeilurnar í Írak og styðja al Maliki forseta í því að berja á súnnítum, sem Íslamskt ríki segist styðja. Bandaríkin eru einfaldlega að koma í veg fyrir þjóðarmorð og greiða fyrir því að hægt sé að koma mannúðaraðstoð til þjóðarbrotanna sem liðsmenn Íslamsks ríkis höfðu króað af. Bretland, Frakkland og fleiri ríki hafa heitið að aðstoða Bandaríkin við að koma mat og öðrum nauðþurftum til fólksins. Obama lítur því væntanlega svo á að hann hafi betra umboð til að beita hernaðaríhlutun nú en fyrr í sumar, bæði hjá almenningi í Bandaríkjunum og á alþjóðavettvangi. Hitt er svo annað mál að það er engan veginn ljóst hvert endataflið í Írak ætti að vera. Bandaríkjamenn - og heimsbyggðin öll - hafa ríka hagsmuni af því að framrás hersveita Íslamsks ríkis verði stöðvuð og komið í veg fyrir að markmiðið, sem felst í nafni samtakanna, verði að veruleika; að stofnað verði alræðisríki öfgafullra íslamista í Mið-Austurlöndum. Til þess að það megi verða þarf hins vegar hernaðaríhlutun af þeirri stærðargráðu að það er afar vafasamt að Obama ráðist í hana. Hann var kosinn forseti á sínum tíma ekki sízt út á loforð um að draga Bandaríkin út úr stríðum sem ekki var hægt að vinna í Afganistan og Írak og hefur engan áhuga á að láta draga sig aftur inn í slík átök, með tilheyrandi mannfalli og kostnaði fyrir bandaríska skattgreiðendur. Sömuleiðis er allsendis óljóst hvernig hægt er að knýja fram nýjan pólitískan sáttmála á milli þjóðarbrotanna í Írak um að deila með sér völdum á sanngjarnan og friðsamlegan hátt, en það er algjör forsenda þess að þetta brothætta ríki eigi sér yfirleitt einhverja framtíð. Þrýstingur Bandaríkjamanna á Núrí al Maliki forsætisráðherra að mynda nýja ríkisstjórn hefur til þessa ekki borið tilætlaðan árangur. Við stöndum því í raun enn og aftur frammi fyrir sama vandamálinu; rétt eins og í Súdan, Kongó, Sýrlandi og Palestínu - og það væri hægt að telja upp miklu fleiri lönd - er verið að drepa saklaust fólk í stórum stíl, reka hundruð þúsunda á flótta og ógna friði og stöðugleika í heilum heimshluta. Viðbrögð alþjóðasamfélagsins eru hins vegar takmörkuð og máttlaus og ekki líkleg til að leysa deiluna til frambúðar eða tryggja hag fólksins, sem á um sárt að binda. Illu heilli hefur slíkum púðurtunnum í alþjóðamálum heldur fjölgað síðustu árin.
Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun