Óður til eldri kynslóða Hlédís Sveinsdóttir skrifar 18. september 2014 16:21 Fyrr á öldum þurftu mæður, þvert á ást sína, að bera út börn sem getin voru í lausaleik. Í seinni tíð voru þau tekin af þeim og sett í fóstur, of til vandalausa. Það eru ekki mörg ár síðan einstæðar mæður voru samfélagslega viðurkenndar og höfðu hvorki félagslegt kerfi á bak við sig né skilning samfélagsins. Það þótti skömm að því að fæða barn utan hjónabands og skömmin var konunnar. Ef mæður fengu að halda barninu, þurftu þær oft að takast á við félagslega einangrun, fátækt og skömm ofan á andlegt og líkamlegt álag sem barneign fylgir. Ég ætla ekki að reyna að setja á blað þann sársauka sem hlýtur að fylgja því að þurfa að gefa frá sér barn. Því miður fyrirfinnast ennþá samfélög sem viðurkenna ekki einstæðar mæður. Það þarf hugrekki og fordómaleysi til að breyta gildum í samfélagi. Það er ekki tilviljun að við búin í svo mannelskandi samfélagi. Einhverstaðar á leiðinni tóku forfeður og formæður okkar ákvarðanir. Ákvarðanir um að skapa aðstæður fyrir einstæðar mæður til að ala upp börn sín og treysta þeim fyrir ábyrgðinni sem því fylgir. Fyrri kynslóðum þakka ég fyrir hugrekki, réttsýni, traust og baráttu fyrir bættu samfélagi fyrir þau sem á eftir koma. Ég fékk að uppskera. Ég fékk að eiga barnið mitt og samfélagið sýndi mér skilning, umhyggju og öryggi. Mitt hlutverk er og verður að bregðast ekki þessu trausti. Samfélög eru lifandi og opinbert kerfi er það einnig. Getum við sem byggjum og búum til þetta samfélag núna verið kynslóðirnar sem viðurkenna feður til jafns við mæður sem uppalendur og þátttakendur í lífi barnanna sinna? Höfum við hugrekki til að viðurkenna gerbreytt mynstur fjölskyldna og getum við aðlagað kerfið að tvöföldu lögheimili barns? Getum við gert karlmönnum mögulegt að fara fram á faðernispróf telji þeir sig eiga barn með giftri konu ( þeir geta ekkert aðhafst eins og staðan er í dag ef maki konunnar gengst við barninu )? Getum við lagað kerfið þannig að barn/börn einstæðra feðra séu ekki sjálfkrafa strikuð út af skattaframtali þeirra? Getum við sannmælst um að útrýma tálmunum þegar hæfir foreldrar eiga í hlut? Það er lúxus þegar tveir einstaklingar eiga og elska sama barnið, látum kerfið vinna með barninu og flóknu fjölskylduminnstri foreldra þess – ekki á móti. Munum að vera þakklát fyrir það sem við höfum, gleymum ekki hvaðan við komum og verum alltaf á verði fyrir því að breyta rétt fyrir þá sem á eftir koma. Höfum ást á mönnum og málefnum sem gildi í uppbyggingu samfélagsins, ekki hræðslu og fordóma. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hlédís Sveinsdóttir Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Sjá meira
Fyrr á öldum þurftu mæður, þvert á ást sína, að bera út börn sem getin voru í lausaleik. Í seinni tíð voru þau tekin af þeim og sett í fóstur, of til vandalausa. Það eru ekki mörg ár síðan einstæðar mæður voru samfélagslega viðurkenndar og höfðu hvorki félagslegt kerfi á bak við sig né skilning samfélagsins. Það þótti skömm að því að fæða barn utan hjónabands og skömmin var konunnar. Ef mæður fengu að halda barninu, þurftu þær oft að takast á við félagslega einangrun, fátækt og skömm ofan á andlegt og líkamlegt álag sem barneign fylgir. Ég ætla ekki að reyna að setja á blað þann sársauka sem hlýtur að fylgja því að þurfa að gefa frá sér barn. Því miður fyrirfinnast ennþá samfélög sem viðurkenna ekki einstæðar mæður. Það þarf hugrekki og fordómaleysi til að breyta gildum í samfélagi. Það er ekki tilviljun að við búin í svo mannelskandi samfélagi. Einhverstaðar á leiðinni tóku forfeður og formæður okkar ákvarðanir. Ákvarðanir um að skapa aðstæður fyrir einstæðar mæður til að ala upp börn sín og treysta þeim fyrir ábyrgðinni sem því fylgir. Fyrri kynslóðum þakka ég fyrir hugrekki, réttsýni, traust og baráttu fyrir bættu samfélagi fyrir þau sem á eftir koma. Ég fékk að uppskera. Ég fékk að eiga barnið mitt og samfélagið sýndi mér skilning, umhyggju og öryggi. Mitt hlutverk er og verður að bregðast ekki þessu trausti. Samfélög eru lifandi og opinbert kerfi er það einnig. Getum við sem byggjum og búum til þetta samfélag núna verið kynslóðirnar sem viðurkenna feður til jafns við mæður sem uppalendur og þátttakendur í lífi barnanna sinna? Höfum við hugrekki til að viðurkenna gerbreytt mynstur fjölskyldna og getum við aðlagað kerfið að tvöföldu lögheimili barns? Getum við gert karlmönnum mögulegt að fara fram á faðernispróf telji þeir sig eiga barn með giftri konu ( þeir geta ekkert aðhafst eins og staðan er í dag ef maki konunnar gengst við barninu )? Getum við lagað kerfið þannig að barn/börn einstæðra feðra séu ekki sjálfkrafa strikuð út af skattaframtali þeirra? Getum við sannmælst um að útrýma tálmunum þegar hæfir foreldrar eiga í hlut? Það er lúxus þegar tveir einstaklingar eiga og elska sama barnið, látum kerfið vinna með barninu og flóknu fjölskylduminnstri foreldra þess – ekki á móti. Munum að vera þakklát fyrir það sem við höfum, gleymum ekki hvaðan við komum og verum alltaf á verði fyrir því að breyta rétt fyrir þá sem á eftir koma. Höfum ást á mönnum og málefnum sem gildi í uppbyggingu samfélagsins, ekki hræðslu og fordóma.
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar