Af hræsni og mittismálum Hildur Björnsdóttir skrifar 27. október 2014 11:06 Kæra Marta María, Mér hlotnaðist það mikla lán fyrir skemmstu að eignast stúlkubarn. Saklaus hvítvoðungur með örlög sem úthlutað var af almættinu nánast af handahófi. Enginn veit hvaða spil hann fær á hendi við inngöngu í þennan heim. Þó mátti áætla með nokkurri vissu að dóttir mín hefði við úthlutun fengið lakari hönd en bróðir hennar. Ekki af rökréttum ástæðum eða fyrir tilviljun – heldur eingöngu vegna þess að hún reyndist kvenkyns. Dag hvern sendir samfélagið konum skilaboð. Skilaboð um hvernig æskilegt er að vera. Hvernig óæskilegt er að vera. Hvernig konur karlmenn kjósa og hvernig hægt er að vera körlum þóknanlegur. Flest segja skilaboðin konum að virði þeirra felist í útliti. Lífshamingjan felist í tölustöfum á baðvog. Bókstöfum á brjóstahöldum. Áferð á húð. Sentimetrum um mitti. Á dögunum birtir þú pistil á vefmiðlinum Smartlandi þar sem gagnrýnd var 23 ára stelpa sem hafði með stafrænum hætti minnkað á sér mittismálið áður en hún birti sjálfsmyndir á samfélagsmiðli. Þar lýstir þú yfir hneykslan þinni á hegðun stúlkunnar og þótti hún afar ósæmileg, ef ekki aumkunarverð. Í gegnum pistilinn skein undran þín á því að stúlkan skyldi sigla undir fölsku flaggi og birta umheiminum ósanna mynd af sjálfri sér. Þú gekkst svo hart fram að umræddri stúlku þótti umfjöllunin meiðandi og særandi. Við búum í sýktum heimi þar sem fyrirmyndir kvenna eru glansmyndir sem enga stoð eiga í raunveruleikanum. Þar sem sýnt er að sjálfstraust kvenna lækkar mælanlega við það eitt að fletta tískutímariti. Þar sem undurfögur stúlka, geislandi af heilbrigði, telur sig þurfa með starfænum hætti að breyta útliti sínu áður en henni þykja eigin sjálfsmyndir birtingarhæfar. Í þessu samhengi virðist þér hins vegar yfirsjást hið raunverulega vandamál. Það er ekki stúlkan. Það er samfélagið og menningin. Það eru fjölmiðlar eins og þinn. Verandi ritstjóri vefmiðils sem fjallar daglega um agnarsmátt mittismál, útlínur nýbakaðra mæðra, lýtaaðgerðir, megrunarkúra og yngingarmeðferðir – datt þér aldrei í hug að þú bærir einhverja ábyrgð? Að sá fjölmiðill sem þú stýrðir hefði neikvæð áhrif á sjálfsmynd kvenna? Að Smartland sendi konum þau skilaboð að virði þeirra væri mælanlegt með málbandi og baðvog? Hefur lyktarskynið brugðist mér þegar ég finn þef af hræsni? Getur þú staðfest að aldrei hafi birst af þér mynd sem breytt var með hjálp myndvinnsluforrits? Eða er mögulega einhver alþjóðlegur mælikvarði á það hvenær heimilt er að breyta ásýnd sinni á ljósmyndum og hvenær ekki? Er einhver þröskuldur sem rétt er að þekkja? Það væri ágætt að fá þetta á hreint. Ég vil undirstrika að ofanritað beinist ekki að þinni persónu. Aðeins þínu starfi. Í mínum augum ert þú raunar fórnarlamb þeirrar menguðu menningar sem þú hefur lífsviðurværi þitt af að fjölmiðla. Það er óheppilegt. Eflaust ertu kampakát og stórskemmtileg og gjarnan vildi ég sötra með þér kaffi einn daginn. Setjum það á stefnuskrána. Þegar dóttir mín kemst til vits og ára hefur vonandi eitthvað breyst. Vonandi mun innihaldið trompa umbúðirnar og tíminn hafa læknað þetta samfélagssár. Vonandi verður sjálfsmynd hennar sterk og sjálfsvirðingin mikil. Vonandi munu miðlar eins og þinn ekki brjóta hana niður. Vonandi verða þeir ekki til. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Björnsdóttir Mest lesið Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Sjá meira
Kæra Marta María, Mér hlotnaðist það mikla lán fyrir skemmstu að eignast stúlkubarn. Saklaus hvítvoðungur með örlög sem úthlutað var af almættinu nánast af handahófi. Enginn veit hvaða spil hann fær á hendi við inngöngu í þennan heim. Þó mátti áætla með nokkurri vissu að dóttir mín hefði við úthlutun fengið lakari hönd en bróðir hennar. Ekki af rökréttum ástæðum eða fyrir tilviljun – heldur eingöngu vegna þess að hún reyndist kvenkyns. Dag hvern sendir samfélagið konum skilaboð. Skilaboð um hvernig æskilegt er að vera. Hvernig óæskilegt er að vera. Hvernig konur karlmenn kjósa og hvernig hægt er að vera körlum þóknanlegur. Flest segja skilaboðin konum að virði þeirra felist í útliti. Lífshamingjan felist í tölustöfum á baðvog. Bókstöfum á brjóstahöldum. Áferð á húð. Sentimetrum um mitti. Á dögunum birtir þú pistil á vefmiðlinum Smartlandi þar sem gagnrýnd var 23 ára stelpa sem hafði með stafrænum hætti minnkað á sér mittismálið áður en hún birti sjálfsmyndir á samfélagsmiðli. Þar lýstir þú yfir hneykslan þinni á hegðun stúlkunnar og þótti hún afar ósæmileg, ef ekki aumkunarverð. Í gegnum pistilinn skein undran þín á því að stúlkan skyldi sigla undir fölsku flaggi og birta umheiminum ósanna mynd af sjálfri sér. Þú gekkst svo hart fram að umræddri stúlku þótti umfjöllunin meiðandi og særandi. Við búum í sýktum heimi þar sem fyrirmyndir kvenna eru glansmyndir sem enga stoð eiga í raunveruleikanum. Þar sem sýnt er að sjálfstraust kvenna lækkar mælanlega við það eitt að fletta tískutímariti. Þar sem undurfögur stúlka, geislandi af heilbrigði, telur sig þurfa með starfænum hætti að breyta útliti sínu áður en henni þykja eigin sjálfsmyndir birtingarhæfar. Í þessu samhengi virðist þér hins vegar yfirsjást hið raunverulega vandamál. Það er ekki stúlkan. Það er samfélagið og menningin. Það eru fjölmiðlar eins og þinn. Verandi ritstjóri vefmiðils sem fjallar daglega um agnarsmátt mittismál, útlínur nýbakaðra mæðra, lýtaaðgerðir, megrunarkúra og yngingarmeðferðir – datt þér aldrei í hug að þú bærir einhverja ábyrgð? Að sá fjölmiðill sem þú stýrðir hefði neikvæð áhrif á sjálfsmynd kvenna? Að Smartland sendi konum þau skilaboð að virði þeirra væri mælanlegt með málbandi og baðvog? Hefur lyktarskynið brugðist mér þegar ég finn þef af hræsni? Getur þú staðfest að aldrei hafi birst af þér mynd sem breytt var með hjálp myndvinnsluforrits? Eða er mögulega einhver alþjóðlegur mælikvarði á það hvenær heimilt er að breyta ásýnd sinni á ljósmyndum og hvenær ekki? Er einhver þröskuldur sem rétt er að þekkja? Það væri ágætt að fá þetta á hreint. Ég vil undirstrika að ofanritað beinist ekki að þinni persónu. Aðeins þínu starfi. Í mínum augum ert þú raunar fórnarlamb þeirrar menguðu menningar sem þú hefur lífsviðurværi þitt af að fjölmiðla. Það er óheppilegt. Eflaust ertu kampakát og stórskemmtileg og gjarnan vildi ég sötra með þér kaffi einn daginn. Setjum það á stefnuskrána. Þegar dóttir mín kemst til vits og ára hefur vonandi eitthvað breyst. Vonandi mun innihaldið trompa umbúðirnar og tíminn hafa læknað þetta samfélagssár. Vonandi verður sjálfsmynd hennar sterk og sjálfsvirðingin mikil. Vonandi munu miðlar eins og þinn ekki brjóta hana niður. Vonandi verða þeir ekki til.
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir Skoðun
Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir Skoðun
Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson Skoðun