Takk fyrir vikuna Laufey María Jóhannsdóttir og Benedikt Traustason skrifar 24. október 2014 10:18 Kæri Illugi, takk fyrir vikuna Meðalaldur meistara í iðnfögum er mjög hár og verður stór hluti þeirra kominn á eftirlaunaaldur innan nokkra ára. Þar sem töluvert meiri aðsókn er í bóknám en iðnnám fækkar meisturum, en þeir einir hafa heimild til að þess bjóða upp á starfsnám. Á sama tíma er aðsókn í meistaranám lítil. Með þessu áframhaldi sjáum við fram á að erfiðara verður fyrir iðnnema að ljúka starfsnámi en nú þegar er erfitt fyrir þá að komst í starfsnám. Að leggja niður Vinnustaðanámssjóð teljum við vera skref í kolranga átt og alls ekki til þess fallið að fjölga starfsnemum. Greinilegt er að mikil þörf sé á breytingu á viðhorfi til iðnnáms. Það þarf að brýna fyrir nemendum að þeir eigi að velja sér nám eftir sínu áhugasviði. Fyrir rúmum tveimur áratugum voru 70% nemenda í Finnlandi í bóknámi. Eftir talsverða rannsóknarvinnu og greiningu á þeim hindrunum sem stóðu í vegi nemenda, jókst aðsókn í iðnnám töluvert. Þar stundar nú meirihluti nemenda iðnnám. Lögð var áhersla á að nemendur sæktu nám sem þá langað í og hefðu áhuga á. Þetta þýðir að fyrir tveimur áratugum var stór hluti finnskra nemenda í „röngu námi“. Innan Evrópusambandsins innritast um 50% nemenda á starfsnámsbrautir. Árið 2007 var þetta hlutfall 14% á Íslandi en haustið 2012 var þetta hlutfall orðið um 33%. Það er frábær þróun en er ekki hægt að gera enn betur? Á Íslandi er talið sjálfsagt að ljúka stúdentsprófi. Foreldrar segja gjarnar við börn sín: „Þú klárar stúdentinn, svo máttu gera eitthvað annað.“ Staðreyndin er sú að bóknám hentar ekki öllum. Tæplega 10% þeirra sem hurfu frá námi á seinasta ári gerðu það vegna áhugaleysis. Til þess að fjölga nemum í starfs- og verknámsgreinum þarf hugarfarsbreytingu. Fólki getur vegnað vel í lífinu þó svo að það ljúki ekki stúdentsprófi. Það þýðir ekki að steypa alla í sama mót því hver fugl verður að fljúga sem hann er fiðraður. Þessi grein markar endi þessarar keðju greinaskrifa. Við viljum þakka þér Illugi fyrir að hafa samviskusamlega lesið bréfin okkar. Ef svo ólíklega vill til að einhver þeirra hafi farið framhjá þér, þá skaltu ekki hafa neinar áhyggjur, þau hafa nú þegar verið send þér bréfleiðis. Við hjá Sambandi íslenskra framhaldsskólanema óskum eftir betra samstarfi við menntamálaráðaneytið. Við óskum eftir því að fá að koma nánar að því umbótastarfi sem á sér nú stað í menntamálum. Um leið og við óskum þér góðrar helgar viljum við í SÍF undirstrika mikilvægi þess að við ákvarðanatöku sé haft samráð við alla fag- og hagsmunaðila. Mikilvægt er að samskiptaflæði sé gott og samvinna sé öflug, því öll stefnum við að því sama markmiði, að bæta menntakerfið okkar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Benedikt Traustason Tengdar fréttir Elsku Illugi 21. október 2014 14:55 Virðulegi Illugi Vissir þú að 8.4% framhaldsskólanema hafa upplifað einelti þetta árið? 23. október 2014 10:41 Kæri Illugi Í fjárlagafrumvarpi ársins 2015 er gert ráð fyrir að 916 einstaklingum verði sparkað úr framhaldsskólunum. 20. október 2014 11:36 791 Seinastliðið vor voru 791 nemendur sem hófu nám í framhaldsskólum en skiluðu sér ekki til prófa eða í aðra skóla þ.e. 791 hættu alfarið námi. 22. október 2014 15:26 Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Sjá meira
Kæri Illugi, takk fyrir vikuna Meðalaldur meistara í iðnfögum er mjög hár og verður stór hluti þeirra kominn á eftirlaunaaldur innan nokkra ára. Þar sem töluvert meiri aðsókn er í bóknám en iðnnám fækkar meisturum, en þeir einir hafa heimild til að þess bjóða upp á starfsnám. Á sama tíma er aðsókn í meistaranám lítil. Með þessu áframhaldi sjáum við fram á að erfiðara verður fyrir iðnnema að ljúka starfsnámi en nú þegar er erfitt fyrir þá að komst í starfsnám. Að leggja niður Vinnustaðanámssjóð teljum við vera skref í kolranga átt og alls ekki til þess fallið að fjölga starfsnemum. Greinilegt er að mikil þörf sé á breytingu á viðhorfi til iðnnáms. Það þarf að brýna fyrir nemendum að þeir eigi að velja sér nám eftir sínu áhugasviði. Fyrir rúmum tveimur áratugum voru 70% nemenda í Finnlandi í bóknámi. Eftir talsverða rannsóknarvinnu og greiningu á þeim hindrunum sem stóðu í vegi nemenda, jókst aðsókn í iðnnám töluvert. Þar stundar nú meirihluti nemenda iðnnám. Lögð var áhersla á að nemendur sæktu nám sem þá langað í og hefðu áhuga á. Þetta þýðir að fyrir tveimur áratugum var stór hluti finnskra nemenda í „röngu námi“. Innan Evrópusambandsins innritast um 50% nemenda á starfsnámsbrautir. Árið 2007 var þetta hlutfall 14% á Íslandi en haustið 2012 var þetta hlutfall orðið um 33%. Það er frábær þróun en er ekki hægt að gera enn betur? Á Íslandi er talið sjálfsagt að ljúka stúdentsprófi. Foreldrar segja gjarnar við börn sín: „Þú klárar stúdentinn, svo máttu gera eitthvað annað.“ Staðreyndin er sú að bóknám hentar ekki öllum. Tæplega 10% þeirra sem hurfu frá námi á seinasta ári gerðu það vegna áhugaleysis. Til þess að fjölga nemum í starfs- og verknámsgreinum þarf hugarfarsbreytingu. Fólki getur vegnað vel í lífinu þó svo að það ljúki ekki stúdentsprófi. Það þýðir ekki að steypa alla í sama mót því hver fugl verður að fljúga sem hann er fiðraður. Þessi grein markar endi þessarar keðju greinaskrifa. Við viljum þakka þér Illugi fyrir að hafa samviskusamlega lesið bréfin okkar. Ef svo ólíklega vill til að einhver þeirra hafi farið framhjá þér, þá skaltu ekki hafa neinar áhyggjur, þau hafa nú þegar verið send þér bréfleiðis. Við hjá Sambandi íslenskra framhaldsskólanema óskum eftir betra samstarfi við menntamálaráðaneytið. Við óskum eftir því að fá að koma nánar að því umbótastarfi sem á sér nú stað í menntamálum. Um leið og við óskum þér góðrar helgar viljum við í SÍF undirstrika mikilvægi þess að við ákvarðanatöku sé haft samráð við alla fag- og hagsmunaðila. Mikilvægt er að samskiptaflæði sé gott og samvinna sé öflug, því öll stefnum við að því sama markmiði, að bæta menntakerfið okkar.
Virðulegi Illugi Vissir þú að 8.4% framhaldsskólanema hafa upplifað einelti þetta árið? 23. október 2014 10:41
Kæri Illugi Í fjárlagafrumvarpi ársins 2015 er gert ráð fyrir að 916 einstaklingum verði sparkað úr framhaldsskólunum. 20. október 2014 11:36
791 Seinastliðið vor voru 791 nemendur sem hófu nám í framhaldsskólum en skiluðu sér ekki til prófa eða í aðra skóla þ.e. 791 hættu alfarið námi. 22. október 2014 15:26
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar