Arna Sif: Við eigum skilið að fara alla leið á HM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. desember 2014 18:45 Vísir/Ernir Guðjón Guðmundsson kíkti á æfingu kvennalandsliðsins í handbolta í dag og ræddi við þær Karen Knútsdóttur, fyrirliða liðsins og Örnu Sif Pálsdóttur línumann. Íslenska landsliðið mætir Makedóníu í Laugardalshöll annað kvöld og tryggir sér með sigri sæti í umspili um laust sæti á HM 2015. Karen fór á kostum í sigrunum á Ítalíu og skoraði tuttugu mörk í þessum tveimur mikilvægu leikjum. „Ef við hefðum verið að spila á móti sterkari þjóð en Ítalíu þá hefði okkur verið refsað meira," sagði Karen sem er greinilega að hugsa um að halda sínum stelpum á jörðinni. „Við ætlum að skoða lið Makedóníu aðeins betur á fundi seinni partinn. Við vorum hingað til bara búnar að einbeita okkur að Ítalíuleikjunum þannig að nú þurfum við að setja fókus á Makedóníu," sagði Karen í viðtalinu við Guðjón Guðmundsson. „Fyrir fram er ekki hægt að segja neitt klárt um leikinn. Ég held samt að þær geti meira en þær sýndu á móti Ítalíu þannig að við þurfum að mæta hundrað prósent einbeittar til að ná í þetta eina stig sem okkur vantar. Helst viljum við þó ná í öll stigin sem eru í boði," sagði Arna Sif Pálsdóttir. Guðjón spurði Karen hreint úr um það hvort íslenska liðið væri nógu gott til að komast í gegnum umspilið um sæti á HM 2015. „Við þurfum að bíða og sjá hvort að við séum nógu góðar til þess að komast í úrslitakeppnina en við erum búnar að fá fullt af leikmönnum til baka. Eins og staðan er í dag þá erum við ekki komnar það langt en við höfum ár," sagði Karen. Guðjón ræddi líka við Karen um lífið í Frakklandi þar sem að hún spilar nú með Nice. „Þetta var í fyrsta sinn sem ég fékk menningarsjokk en Frakkarnir eru rosalega almennilegir við mig og hafa gefið mér tíma til að aðlagast. Það gengur rosalega vel," sagði Karen. „Ég hef verið í betra formi því ég hef verið að glíma við svolítið meiðsli í vetur og er ekki búin að æfa hundrað prósent. Ég er aftur á móti búin að æfa miklu meiri handbolta en ég hef áður gert og það er að skila sér inn á vellinum," sagði Karen. Guðjón Spurði Örnu Sif hvort hún væri ánægð með standið á íslenska landsliðinu í dag. „Já ég myndi segja það. Leikmennirnir sem eru að koma til baka úr meiðslum, Rut og Karen, eru að standa sig rosalega vel. Flora er flott í markinu og mér finnst við allar vera að sýna sitt besta," sagði Arna Sif og bætti við: „Ísland á algjörlega erindi í úrslitakeppni HM og við erum á uppleið. Við eigum skilið að fara alla leið á HM," sagði Arna Sif en það er hægt að sjá allt innslagið frá Gaupa hér fyrir neðan. Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Körfubolti Fleiri fréttir Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM Sjá meira
Guðjón Guðmundsson kíkti á æfingu kvennalandsliðsins í handbolta í dag og ræddi við þær Karen Knútsdóttur, fyrirliða liðsins og Örnu Sif Pálsdóttur línumann. Íslenska landsliðið mætir Makedóníu í Laugardalshöll annað kvöld og tryggir sér með sigri sæti í umspili um laust sæti á HM 2015. Karen fór á kostum í sigrunum á Ítalíu og skoraði tuttugu mörk í þessum tveimur mikilvægu leikjum. „Ef við hefðum verið að spila á móti sterkari þjóð en Ítalíu þá hefði okkur verið refsað meira," sagði Karen sem er greinilega að hugsa um að halda sínum stelpum á jörðinni. „Við ætlum að skoða lið Makedóníu aðeins betur á fundi seinni partinn. Við vorum hingað til bara búnar að einbeita okkur að Ítalíuleikjunum þannig að nú þurfum við að setja fókus á Makedóníu," sagði Karen í viðtalinu við Guðjón Guðmundsson. „Fyrir fram er ekki hægt að segja neitt klárt um leikinn. Ég held samt að þær geti meira en þær sýndu á móti Ítalíu þannig að við þurfum að mæta hundrað prósent einbeittar til að ná í þetta eina stig sem okkur vantar. Helst viljum við þó ná í öll stigin sem eru í boði," sagði Arna Sif Pálsdóttir. Guðjón spurði Karen hreint úr um það hvort íslenska liðið væri nógu gott til að komast í gegnum umspilið um sæti á HM 2015. „Við þurfum að bíða og sjá hvort að við séum nógu góðar til þess að komast í úrslitakeppnina en við erum búnar að fá fullt af leikmönnum til baka. Eins og staðan er í dag þá erum við ekki komnar það langt en við höfum ár," sagði Karen. Guðjón ræddi líka við Karen um lífið í Frakklandi þar sem að hún spilar nú með Nice. „Þetta var í fyrsta sinn sem ég fékk menningarsjokk en Frakkarnir eru rosalega almennilegir við mig og hafa gefið mér tíma til að aðlagast. Það gengur rosalega vel," sagði Karen. „Ég hef verið í betra formi því ég hef verið að glíma við svolítið meiðsli í vetur og er ekki búin að æfa hundrað prósent. Ég er aftur á móti búin að æfa miklu meiri handbolta en ég hef áður gert og það er að skila sér inn á vellinum," sagði Karen. Guðjón Spurði Örnu Sif hvort hún væri ánægð með standið á íslenska landsliðinu í dag. „Já ég myndi segja það. Leikmennirnir sem eru að koma til baka úr meiðslum, Rut og Karen, eru að standa sig rosalega vel. Flora er flott í markinu og mér finnst við allar vera að sýna sitt besta," sagði Arna Sif og bætti við: „Ísland á algjörlega erindi í úrslitakeppni HM og við erum á uppleið. Við eigum skilið að fara alla leið á HM," sagði Arna Sif en það er hægt að sjá allt innslagið frá Gaupa hér fyrir neðan.
Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Körfubolti Fleiri fréttir Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM Sjá meira