Margur er smjörs voðinn Þórólfur Matthíasson skrifar 2. janúar 2014 00:00 Innflutningur Mjólkursamsölunnar á írsku smjöri fyrir hátíðarnar hefur vakið athygli og umtal. Aðstæður á markaði fyrir mjólkurvörur á Íslandi eru enda með öðru sniði en gildir um flestan annan verslunarvarning. Opinber nefnd, verðlagsnefnd búvara, ákvarðar verð á mjólk og mjólkurvörum bæði til bænda og á heildsölustigi. Bændur semja við ríkisvaldið um framleiðslustyrki og framleiðslumagn. Framleiðendum sem vilja vera utan þessa kerfis er gert lífið leitt með margvíslegum hætti. Á innfluttar mjólkurvörur eru lagðir tollar sem eru svo háir að allajafna tekur ekki að flytja inn annað en lúxusosta sem keyptir eru í litlu magni til mikilla hátíðabrigða. Efnahags- og framfarastofnunin, OECD, safnar upplýsingum um verð landbúnaðarafurða hjá aðildarlöndum sínum og vinnur úr. Mat OECD er að verð á mjólk til bænda sé 51% hærra en væri ef ofangreindar tollahömlur á viðskipti með mjólkurvörur væru ekki til staðar. Áhrif tolla á verð varnings sem unninn er úr hrámjólk eru ekki tilgreind í opinberum gögnum frá OECD en má nálgast með óbeinum hætti. Heimsmarkaðsverð á smjöri hefur hækkað talsvert á árinu 2013 og er nú um 475 krónur (3 evrur) á kíló. Á innri markaði Evrópusambandsins er sambærilegt verð um 635 krónur (4 evrur) á kíló. Heildsöluverð íslensks smjörs er 624 krónur á kíló (án virðisaukaskatts). Mjólkursamsalan flutti talsvert af smjöri út á fyrrihluta árs 2013. MS virðist því hafa flutt út smjör þegar lítið fékkst fyrir smjörið en flytur nú inn smjör þegar verð á þeirri vöru erlendis er hátt!Velt yfir á neytendur Til viðbótar við það verð sem MS greiðir erlendum seljanda smjörs þarf MS, eins og aðrir innflytendur landbúnaðarafurða, að greiða innflutningstolla. Samkvæmt tollskrá eru tollar sem Mjólkursamsalan þarf að greiða hvorki meira né minna en 680 til 850 krónur á hvert kíló auk flutningskostnaðar sem væntanlega er á bilinu 50 til 100 krónur á kíló þegar allt er talið. (Heimilt er að flytja inn lítilræði á lækkuðum tollum en ekki verður séð að Mjólkursamsalan hafi sótt um tollkvóta vegna smjörs vegna seinni hluta ársins 2013). Kostnaðarverð Mjólkursamsölunnar vegna hvers innflutts kílós af smjöri er því lauslega reiknað 1.350 til 1.550 krónur. Heildsöluverð íslensks smjörs sem Mjólkursamsalan framleiðir sjálf er 624 krónur. Það er því augljóst að Mjólkursamsalan tapar að minnsta kosti 626 krónum á hverju kílói af smjöri sem hún flytur inn frá Írlandi! MS er í þeirri aðstöðu að þurfa lítt að velta fyrir sér hvort einstakar aðgerðir á borð við innflutning smjörs frá Írlandi séu ábatasamar. Tapi verður velt yfir á neytendur við næstu eða þarnæstu verðlagsákvörðun. Þess vegna verður engin skynsemi í framleiðslu landbúnaðarafurða á Íslandi fyrr en eðlilegt samkeppnisaðhald fæst erlendis frá. Til þess þarf að fjarlægja tolla og aðrar aðflutningshindranir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórólfur Matthíasson Mest lesið Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Sjá meira
Innflutningur Mjólkursamsölunnar á írsku smjöri fyrir hátíðarnar hefur vakið athygli og umtal. Aðstæður á markaði fyrir mjólkurvörur á Íslandi eru enda með öðru sniði en gildir um flestan annan verslunarvarning. Opinber nefnd, verðlagsnefnd búvara, ákvarðar verð á mjólk og mjólkurvörum bæði til bænda og á heildsölustigi. Bændur semja við ríkisvaldið um framleiðslustyrki og framleiðslumagn. Framleiðendum sem vilja vera utan þessa kerfis er gert lífið leitt með margvíslegum hætti. Á innfluttar mjólkurvörur eru lagðir tollar sem eru svo háir að allajafna tekur ekki að flytja inn annað en lúxusosta sem keyptir eru í litlu magni til mikilla hátíðabrigða. Efnahags- og framfarastofnunin, OECD, safnar upplýsingum um verð landbúnaðarafurða hjá aðildarlöndum sínum og vinnur úr. Mat OECD er að verð á mjólk til bænda sé 51% hærra en væri ef ofangreindar tollahömlur á viðskipti með mjólkurvörur væru ekki til staðar. Áhrif tolla á verð varnings sem unninn er úr hrámjólk eru ekki tilgreind í opinberum gögnum frá OECD en má nálgast með óbeinum hætti. Heimsmarkaðsverð á smjöri hefur hækkað talsvert á árinu 2013 og er nú um 475 krónur (3 evrur) á kíló. Á innri markaði Evrópusambandsins er sambærilegt verð um 635 krónur (4 evrur) á kíló. Heildsöluverð íslensks smjörs er 624 krónur á kíló (án virðisaukaskatts). Mjólkursamsalan flutti talsvert af smjöri út á fyrrihluta árs 2013. MS virðist því hafa flutt út smjör þegar lítið fékkst fyrir smjörið en flytur nú inn smjör þegar verð á þeirri vöru erlendis er hátt!Velt yfir á neytendur Til viðbótar við það verð sem MS greiðir erlendum seljanda smjörs þarf MS, eins og aðrir innflytendur landbúnaðarafurða, að greiða innflutningstolla. Samkvæmt tollskrá eru tollar sem Mjólkursamsalan þarf að greiða hvorki meira né minna en 680 til 850 krónur á hvert kíló auk flutningskostnaðar sem væntanlega er á bilinu 50 til 100 krónur á kíló þegar allt er talið. (Heimilt er að flytja inn lítilræði á lækkuðum tollum en ekki verður séð að Mjólkursamsalan hafi sótt um tollkvóta vegna smjörs vegna seinni hluta ársins 2013). Kostnaðarverð Mjólkursamsölunnar vegna hvers innflutts kílós af smjöri er því lauslega reiknað 1.350 til 1.550 krónur. Heildsöluverð íslensks smjörs sem Mjólkursamsalan framleiðir sjálf er 624 krónur. Það er því augljóst að Mjólkursamsalan tapar að minnsta kosti 626 krónum á hverju kílói af smjöri sem hún flytur inn frá Írlandi! MS er í þeirri aðstöðu að þurfa lítt að velta fyrir sér hvort einstakar aðgerðir á borð við innflutning smjörs frá Írlandi séu ábatasamar. Tapi verður velt yfir á neytendur við næstu eða þarnæstu verðlagsákvörðun. Þess vegna verður engin skynsemi í framleiðslu landbúnaðarafurða á Íslandi fyrr en eðlilegt samkeppnisaðhald fæst erlendis frá. Til þess þarf að fjarlægja tolla og aðrar aðflutningshindranir.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar