Norræn samstaða í hvikulum heimi Gunnar Bragi Sveinsson og Erkki Tuomioja skrifar 8. janúar 2014 06:00 Áhrif loftslagsbreytinga og annarrar hnattrænnar þróunar skapa heimsbyggðinni sífellt nýjar áskoranir og tækifæri. Norrænu ríkjunum hefur tekist vel til að bregðast við þessum breytingum eins og fjölmargar rannsóknir sýna. Sá árangur Norðurlandanna hefur verið öðrum áhugaverð fyrirmynd en við getum gert enn betur. Samvinna skilar mestum árangri þegar mæta þarf krefjandi verkefnum samtímans. Aukin norræn samvinna er að okkar mati lykill að lausn þeirra verkefna sem við stöndum andspænis. Við erum reiðubúin að leggja fram þekkingu okkar og reynslu í þeirri viðleitni að ná markmiðum sjálfbærrar þróunar í umhverfislegu, félagslegu og efnahagslegu tilliti. Á fundi okkar í Helsinki í gær ræddum við með hvaða hætti Finnland og Ísland geta í sameiningu nýtt styrk sinn enn frekar í þágu norrænnar samvinnu. Sameiginleg gildi Norðurlandanna byggjast á lýðræði, réttarríkinu, jafnrétti kynjanna og virðingu fyrir mannréttindum. Þetta eru leiðarljós stefnu okkar jafnt innanlands sem og á vettvangi alþjóðastofnana, meðal annars innan Sameinuðu þjóðanna, Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu og svæðisbundinna stofnana í Norður-Evrópu. Norræn samvinna á sviði utanríkis- og öryggismála er í mótun. Mikilvægt skref sem þéttir raðirnar var stigið í Helsinki árið 2011 þegar allir fimm utanríkisráðherrar Norðurlandanna sammæltust um norræna samstöðuyfirlýsingu þar sem lögð er áhersla á að ríkin muni koma hvert öðru til aðstoðar þegar hætta steðjar að, svo sem af völdum náttúruhamfara, af mannavöldum og vegna tölvu- og hryðjuverkaárása.Merkur áfangi Samvinna Norðurlandanna á sviði varnarmála hefur eflst enn frekar innan NORDEFCO-samstarfsins á síðustu árum. Merkum áfanga verður náð í samstarfi norrænu ríkjanna þegar Svíþjóð og Finnland taka þátt í loftrýmiseftirliti og tengdri þjálfun á Íslandi í næsta mánuði. Samvinna okkar byggist á heildstæðri sýn á öryggismál. Við erum sammála um mikilvægi forvarna og viðbúnaðar þegar tekist er á við öryggisáskoranir samtímans, hvort sem um ræðir mansal, netöryggi, neyðarástand sem krefst mannúðaraðstoðar eða umhverfismál á borð við loftslagsbreytingar. Breytingar og áskoranir í nærumhverfi okkar á norðurslóðum hafa áhrif á stöðu Íslands og Finnlands. Norðurskautsráðið er nú meginvettvangur alþjóðlegrar samvinnu á norðurslóðum. Það hefur þróast frá því að vera vettvangur stefnumarkandi umfjöllunar yfir í samstarfsvettvang þar sem ákvarðanir eru teknar. Gerð lagalega bindandi samninga um leit og björgun og viðbrögð við olíuvá undirstrika þessa þróun. Það eru gagnkvæmir hagsmunir okkar að treysta enn frekar hlutverk Norðurskautsráðsins. Svæðisbundin og alþjóðleg samvinna stuðlar að öryggi Norðurlandanna í víðtækum skilningi. Hún er lykillinn að framtíðinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Bragi Sveinsson Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Áhrif loftslagsbreytinga og annarrar hnattrænnar þróunar skapa heimsbyggðinni sífellt nýjar áskoranir og tækifæri. Norrænu ríkjunum hefur tekist vel til að bregðast við þessum breytingum eins og fjölmargar rannsóknir sýna. Sá árangur Norðurlandanna hefur verið öðrum áhugaverð fyrirmynd en við getum gert enn betur. Samvinna skilar mestum árangri þegar mæta þarf krefjandi verkefnum samtímans. Aukin norræn samvinna er að okkar mati lykill að lausn þeirra verkefna sem við stöndum andspænis. Við erum reiðubúin að leggja fram þekkingu okkar og reynslu í þeirri viðleitni að ná markmiðum sjálfbærrar þróunar í umhverfislegu, félagslegu og efnahagslegu tilliti. Á fundi okkar í Helsinki í gær ræddum við með hvaða hætti Finnland og Ísland geta í sameiningu nýtt styrk sinn enn frekar í þágu norrænnar samvinnu. Sameiginleg gildi Norðurlandanna byggjast á lýðræði, réttarríkinu, jafnrétti kynjanna og virðingu fyrir mannréttindum. Þetta eru leiðarljós stefnu okkar jafnt innanlands sem og á vettvangi alþjóðastofnana, meðal annars innan Sameinuðu þjóðanna, Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu og svæðisbundinna stofnana í Norður-Evrópu. Norræn samvinna á sviði utanríkis- og öryggismála er í mótun. Mikilvægt skref sem þéttir raðirnar var stigið í Helsinki árið 2011 þegar allir fimm utanríkisráðherrar Norðurlandanna sammæltust um norræna samstöðuyfirlýsingu þar sem lögð er áhersla á að ríkin muni koma hvert öðru til aðstoðar þegar hætta steðjar að, svo sem af völdum náttúruhamfara, af mannavöldum og vegna tölvu- og hryðjuverkaárása.Merkur áfangi Samvinna Norðurlandanna á sviði varnarmála hefur eflst enn frekar innan NORDEFCO-samstarfsins á síðustu árum. Merkum áfanga verður náð í samstarfi norrænu ríkjanna þegar Svíþjóð og Finnland taka þátt í loftrýmiseftirliti og tengdri þjálfun á Íslandi í næsta mánuði. Samvinna okkar byggist á heildstæðri sýn á öryggismál. Við erum sammála um mikilvægi forvarna og viðbúnaðar þegar tekist er á við öryggisáskoranir samtímans, hvort sem um ræðir mansal, netöryggi, neyðarástand sem krefst mannúðaraðstoðar eða umhverfismál á borð við loftslagsbreytingar. Breytingar og áskoranir í nærumhverfi okkar á norðurslóðum hafa áhrif á stöðu Íslands og Finnlands. Norðurskautsráðið er nú meginvettvangur alþjóðlegrar samvinnu á norðurslóðum. Það hefur þróast frá því að vera vettvangur stefnumarkandi umfjöllunar yfir í samstarfsvettvang þar sem ákvarðanir eru teknar. Gerð lagalega bindandi samninga um leit og björgun og viðbrögð við olíuvá undirstrika þessa þróun. Það eru gagnkvæmir hagsmunir okkar að treysta enn frekar hlutverk Norðurskautsráðsins. Svæðisbundin og alþjóðleg samvinna stuðlar að öryggi Norðurlandanna í víðtækum skilningi. Hún er lykillinn að framtíðinni.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar