Þjóðarsátt gegn dagforeldrum Pawel Bartoszek skrifar 10. janúar 2014 06:00 Deila skekur samfélagið. Fólk skipast í fylkingar. Annars vegar eru það þeir sem vilja útrýma dagforeldrastéttinni með því að senda börn fyrr í leikskóla. Andspænis þeim standa þeir sem vilja útrýma dagforeldrastéttinni með því láta börn vera lengur hjá foreldrum sínum. Þjóðfélagið logar í illdeilum. En til allrar hamingju virðist stefna í sögulegar sættir þessara stríðandi fylkinga. Mæst verður á miðri leið. Allir vinna. Nema dagmömmur sem munu þurfa að hætta að vinna.Pólitísk verðlagning Hvernig ætli það sé að annast annarra manna ungbörn? Örugglega dálítið skrítið. Sama hve vel maður stendur sig munu mikilvægustu skjólstæðingarnir ekki einu sinni muna eftir manni. Ef maður einhvern tímann hittir þá aftur þá munu þeir fara hjá sér. („Ég passaði þig þegar þú varst lítil,“ er ekki endilega heimsins óvandræðalegasta upphaf á samtali.) Og sama hve vel maður stendur sig munu flestir foreldrar segja upp þjónustunni um leið og börnin fá leikskólapláss. Hvers vegna? Jú, út af verðinu. Samkvæmt viðmiðunarreglum Sambands íslenskra sveitarfélaga er kostnaður vegna eins árs gamals barns sem er átta tíma á leikskóla um 190 þúsund kr. Af þessari upphæð borga foreldrar í Reykjavík um 26-30 þúsund. Foreldrar sem eru með börnin hjá dagmömmu borga kannski 60 þúsund sjálfir og borgin niðurgreiðir vistina um 40 þúsund á móti. Heildarkostnaðurinn er því um 100 þúsund á barn. Það er töluvert minna en 190 þúsund. Fólk fær sem sagt mjög sterka fjárhagslega hvata til að flytja börn frá dagmömmu til leikskóla við fyrsta mögulega tækifæri. Það er í raun ekkert „dýrara að vera með börnin hjá dagmömmu“. Heildarverðið er mun lægra hjá dagmömmunni. Það er bara búið að ákveða að það sé dýrara með því að niðurgreiða leikskólann um fjórfalt hærri upphæð. Það er pólitísk ákvörðun að láta börnin vera eins stutt hjá dagmömmu og þurfa þykir. Og nú vilja margir „stíga skrefið til fulls“. Í þingsályktunartillögunni sem samþykkt var er talað um að „skipa starfshóp til að meta kosti þess að bjóða leikskólavist strax og fæðingarorlofi lýkur“. Það er í sjálfu sér skömminni skárra en tillaga vina minna í VG um að þetta skyldi bara gert punktur. En auðvitað er ástæða til að hafa áhyggjur. Fyrirhuguð lenging fæðingarorlofs dregur þegar úr þeim tíma þegar þjónustu dagforeldra er þörf. Því miður er líklegt að reynt verði að skerða þennan tíma enn frekar.Enginn veit enn hvað er best Hvort held ég að það sé betra að börn séu sem lengst hjá foreldrum sínum, fari sem fyrst í leikskóla eða fari til dagmömmu? Ég skal svara eins vel og get: „Ég veit það ekki.“ Samanburður á ungbarnaleikskólum og heimauppeldi gefur ekki ótvíræðar niðurstöður um hvort sé betra. Ég veit síðan ekki um þær rannsóknir sem bera saman vistun hjá dagforeldrum og t.d. leikskólum. Allavega hafa andstæðingar dagforeldrakerfisins ekki flaggað þeim rannsóknum í málflutningi sínum. Kannski mun sá dagur koma að vísindamenn sammælast um að vistun barna hjá dagforeldrum sé þeim fyrrnefndu hættulegri en reykingar. En meðan sá dagur hefur ekki runnið upp er ekki réttlætanlegt að reyna að gera allt sem hægt er til að þurrka þennan valkost út af markaðnum. Stuðningsmenn þess að það sé gert munu raunar eflaust tala um að verið sé að „gefa fólki valkost“ en það er tómt mál að tala um ef greiðsluþátttakan breytist ekki. Þetta er ekkert val núna. Segjum að báðir kostirnir yrðu niðurgreiddir jafnt. Segjum að fólk hefði val um hvort það vildi setja börn til dagmömmu frítt og fá 60 þúsund kr. í vasann að auki eða borga 30 þúsund í leikskólagjöld. Hvort ætli flestir myndu velja?Gegn sjálfstæðum konum Dagforeldrar eru fjölmenn stétt, aðallega kvenna, sem ráða sér sjálfar, skrifa eigin reikninga, halda eigið bókhald, kaupa eigin aðföng, skipuleggja vinnu sína og keppa sín á milli í verði og gæðum. Hvers vegna liggur mönnum svo á að þurrka þær út af markaðnum? Er það markmið í sjálfu sér að gera sem flesta að opinberum starfsmönnum? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pawel Bartoszek Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Deila skekur samfélagið. Fólk skipast í fylkingar. Annars vegar eru það þeir sem vilja útrýma dagforeldrastéttinni með því að senda börn fyrr í leikskóla. Andspænis þeim standa þeir sem vilja útrýma dagforeldrastéttinni með því láta börn vera lengur hjá foreldrum sínum. Þjóðfélagið logar í illdeilum. En til allrar hamingju virðist stefna í sögulegar sættir þessara stríðandi fylkinga. Mæst verður á miðri leið. Allir vinna. Nema dagmömmur sem munu þurfa að hætta að vinna.Pólitísk verðlagning Hvernig ætli það sé að annast annarra manna ungbörn? Örugglega dálítið skrítið. Sama hve vel maður stendur sig munu mikilvægustu skjólstæðingarnir ekki einu sinni muna eftir manni. Ef maður einhvern tímann hittir þá aftur þá munu þeir fara hjá sér. („Ég passaði þig þegar þú varst lítil,“ er ekki endilega heimsins óvandræðalegasta upphaf á samtali.) Og sama hve vel maður stendur sig munu flestir foreldrar segja upp þjónustunni um leið og börnin fá leikskólapláss. Hvers vegna? Jú, út af verðinu. Samkvæmt viðmiðunarreglum Sambands íslenskra sveitarfélaga er kostnaður vegna eins árs gamals barns sem er átta tíma á leikskóla um 190 þúsund kr. Af þessari upphæð borga foreldrar í Reykjavík um 26-30 þúsund. Foreldrar sem eru með börnin hjá dagmömmu borga kannski 60 þúsund sjálfir og borgin niðurgreiðir vistina um 40 þúsund á móti. Heildarkostnaðurinn er því um 100 þúsund á barn. Það er töluvert minna en 190 þúsund. Fólk fær sem sagt mjög sterka fjárhagslega hvata til að flytja börn frá dagmömmu til leikskóla við fyrsta mögulega tækifæri. Það er í raun ekkert „dýrara að vera með börnin hjá dagmömmu“. Heildarverðið er mun lægra hjá dagmömmunni. Það er bara búið að ákveða að það sé dýrara með því að niðurgreiða leikskólann um fjórfalt hærri upphæð. Það er pólitísk ákvörðun að láta börnin vera eins stutt hjá dagmömmu og þurfa þykir. Og nú vilja margir „stíga skrefið til fulls“. Í þingsályktunartillögunni sem samþykkt var er talað um að „skipa starfshóp til að meta kosti þess að bjóða leikskólavist strax og fæðingarorlofi lýkur“. Það er í sjálfu sér skömminni skárra en tillaga vina minna í VG um að þetta skyldi bara gert punktur. En auðvitað er ástæða til að hafa áhyggjur. Fyrirhuguð lenging fæðingarorlofs dregur þegar úr þeim tíma þegar þjónustu dagforeldra er þörf. Því miður er líklegt að reynt verði að skerða þennan tíma enn frekar.Enginn veit enn hvað er best Hvort held ég að það sé betra að börn séu sem lengst hjá foreldrum sínum, fari sem fyrst í leikskóla eða fari til dagmömmu? Ég skal svara eins vel og get: „Ég veit það ekki.“ Samanburður á ungbarnaleikskólum og heimauppeldi gefur ekki ótvíræðar niðurstöður um hvort sé betra. Ég veit síðan ekki um þær rannsóknir sem bera saman vistun hjá dagforeldrum og t.d. leikskólum. Allavega hafa andstæðingar dagforeldrakerfisins ekki flaggað þeim rannsóknum í málflutningi sínum. Kannski mun sá dagur koma að vísindamenn sammælast um að vistun barna hjá dagforeldrum sé þeim fyrrnefndu hættulegri en reykingar. En meðan sá dagur hefur ekki runnið upp er ekki réttlætanlegt að reyna að gera allt sem hægt er til að þurrka þennan valkost út af markaðnum. Stuðningsmenn þess að það sé gert munu raunar eflaust tala um að verið sé að „gefa fólki valkost“ en það er tómt mál að tala um ef greiðsluþátttakan breytist ekki. Þetta er ekkert val núna. Segjum að báðir kostirnir yrðu niðurgreiddir jafnt. Segjum að fólk hefði val um hvort það vildi setja börn til dagmömmu frítt og fá 60 þúsund kr. í vasann að auki eða borga 30 þúsund í leikskólagjöld. Hvort ætli flestir myndu velja?Gegn sjálfstæðum konum Dagforeldrar eru fjölmenn stétt, aðallega kvenna, sem ráða sér sjálfar, skrifa eigin reikninga, halda eigið bókhald, kaupa eigin aðföng, skipuleggja vinnu sína og keppa sín á milli í verði og gæðum. Hvers vegna liggur mönnum svo á að þurrka þær út af markaðnum? Er það markmið í sjálfu sér að gera sem flesta að opinberum starfsmönnum?
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun